Prinsessuvæðingin 7. desember 2007 00:01 Það fæðast ekki lengur börn á Íslandi. Nú tala allir um nýfædd kríli sem prinsa eða prinsessur enda duga fátækleg orð eins og drengur og stúlka varla til að lýsa þeim börnum sem fæðast á besta landi í heimi (samkvæmt nýjustu útreikningum Sameinuðu þjóðanna). Ég get ekki að því gert en mér finnst þetta prinsa- og prinsessutal ferlega væmið. Þar að auki er ég komin með nóg af prinsessuæðinu sem gegnumsýrir alla barnamenningu. Fyrir öskudaginn auglýsa leikfangaverslanirnar Harry Potter eða spidermanbúninga fyrir strákana meðan „hetjur" stúlknanna eru uppstrílaðar prinsessur úr hinum og þessum ævintýrum sem hafa fátt unnið sér til frægðar annað en að vera sætar og góðar. Prinsessuæðið hefur náð slíkri fótfestu að bókabúðirnar eru fullar af nýjum bókum um prinsessur. Litlar telpur geta lesið um Lilju prinsessu, Sóleyju prinsessu, Rósu prinsessu og prinsessuna Rósalind sem lendir í alls konar ævintýrum. Sé það ekki nóg má glugga í Disney bókina Prinsessur bregða á leik og Dagbók prinsessu. Eftir grófan lestur Bókatíðinda reiknast mér svo til að í kaflanum yfir þýddar barna og unglingabækur séu fimmtán titlar þar sem orðið prinsessa kemur fyrir. Þá eru ótaldar bækurnar um Mjallhvíti og Öskubusku og bókin um Þyrnirós og hvolpinn sem er, eins og segir í Bókatíðindum, tilvalin lesning fyrir litlar prinsessur. Ein þeirra prinsessubóka sem kemur út fyrir þessi jól heitir Svona eiga prinsessur að vera. Í Bókatíðindum stendur að bókin kenni „ungum stúlkum allt sem þær þurfa að vita til að verða prinsessur, til dæmis hvernig eigi að vera falleg." Ég er ekki frá því að mér þyki boðskapurinn jaðra við að vera jafn ósmekkleg tímaskekkja og sagan um negrastrákana tíu. Hvað er svona spennandi við að vera prinsessa og ganga um í stífum kjólum með kjánalega kórónu á höfðinu sem þvælist bara fyrir þegar maður er úti að leika? Má ég þá heldur biðja um fyrirmyndir á borð við Línu langsokk eða Ronju Ræningjadóttur. Íslenskar stelpur geta orðið hvað sem er þegar þær verða stórar en prinsessur verða þær fæstar. Þrátt fyrir allt prinsa- og prinsessutalið á fæðingardeildinni er nefnilega ekkert íslenskt barn konungborið og álitlegir erlendir konungssynir liggja óvíða á lausu. Af jafnréttisumræðunni að dæma virðist líka lítil þörf á að innræta stúlkum prinsessuhegðun. Bók með titlinum Svona komast stelpur í stjórnir stórfyrirtækja ætti betur við. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórgunnur Oddsdóttir Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Það fæðast ekki lengur börn á Íslandi. Nú tala allir um nýfædd kríli sem prinsa eða prinsessur enda duga fátækleg orð eins og drengur og stúlka varla til að lýsa þeim börnum sem fæðast á besta landi í heimi (samkvæmt nýjustu útreikningum Sameinuðu þjóðanna). Ég get ekki að því gert en mér finnst þetta prinsa- og prinsessutal ferlega væmið. Þar að auki er ég komin með nóg af prinsessuæðinu sem gegnumsýrir alla barnamenningu. Fyrir öskudaginn auglýsa leikfangaverslanirnar Harry Potter eða spidermanbúninga fyrir strákana meðan „hetjur" stúlknanna eru uppstrílaðar prinsessur úr hinum og þessum ævintýrum sem hafa fátt unnið sér til frægðar annað en að vera sætar og góðar. Prinsessuæðið hefur náð slíkri fótfestu að bókabúðirnar eru fullar af nýjum bókum um prinsessur. Litlar telpur geta lesið um Lilju prinsessu, Sóleyju prinsessu, Rósu prinsessu og prinsessuna Rósalind sem lendir í alls konar ævintýrum. Sé það ekki nóg má glugga í Disney bókina Prinsessur bregða á leik og Dagbók prinsessu. Eftir grófan lestur Bókatíðinda reiknast mér svo til að í kaflanum yfir þýddar barna og unglingabækur séu fimmtán titlar þar sem orðið prinsessa kemur fyrir. Þá eru ótaldar bækurnar um Mjallhvíti og Öskubusku og bókin um Þyrnirós og hvolpinn sem er, eins og segir í Bókatíðindum, tilvalin lesning fyrir litlar prinsessur. Ein þeirra prinsessubóka sem kemur út fyrir þessi jól heitir Svona eiga prinsessur að vera. Í Bókatíðindum stendur að bókin kenni „ungum stúlkum allt sem þær þurfa að vita til að verða prinsessur, til dæmis hvernig eigi að vera falleg." Ég er ekki frá því að mér þyki boðskapurinn jaðra við að vera jafn ósmekkleg tímaskekkja og sagan um negrastrákana tíu. Hvað er svona spennandi við að vera prinsessa og ganga um í stífum kjólum með kjánalega kórónu á höfðinu sem þvælist bara fyrir þegar maður er úti að leika? Má ég þá heldur biðja um fyrirmyndir á borð við Línu langsokk eða Ronju Ræningjadóttur. Íslenskar stelpur geta orðið hvað sem er þegar þær verða stórar en prinsessur verða þær fæstar. Þrátt fyrir allt prinsa- og prinsessutalið á fæðingardeildinni er nefnilega ekkert íslenskt barn konungborið og álitlegir erlendir konungssynir liggja óvíða á lausu. Af jafnréttisumræðunni að dæma virðist líka lítil þörf á að innræta stúlkum prinsessuhegðun. Bók með titlinum Svona komast stelpur í stjórnir stórfyrirtækja ætti betur við.
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun