Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar 25. september 2025 14:00 Sem heimspekikennari legg ég mikið upp úr rökræðum og heimspekilegum samræðum. Mjög mikilvægt er að hlusta á öll sjónarmið nemenda sem og annarra í samfélaginu. Málfrelsið er eitt af mikilvægustu mannréttindum í lýðræðislegu samfélagi sem við verðum að standa vörð um. En ég er líka sammála Páli Skúlasyni, sem skrifar í Pælingum sínum, að okkur beri alls ekki að virða allar skoðanir. Það sé hægt að hlusta á þær en séu þær hvatning til ofbeldis, sem dæmi, er mikilvægt að þeim sé mótmælt. Að mótmæla skoðunum er ekki þöggun. Skoðanir eru misvel rökstuddar. Nemendur í heimspeki hjá mér vinna rökfærsluritgerð þar sem þau velja sér álitamál sem skiptar skoðanir eru um í samfélaginu og taka afstöðu. Síðan þurfa þau að rökstyðja afstöðu sína. Góður rökstuðningur er alltaf meðvitaður um mótrök. Enda þurfa nemendur að tilgreina í ritgerðinni mótrökin gegn afstöðu sinni og koma svo með enn betri rök gegn mótrökunum til að ítreka afstöðu sína. Ég reyni svo að meta hversu vel þau rökstyðja mál sitt og gef einkunn út frá því. Ég hef gefið mjög háa einkunn fyrir ritgerð sem talar gegn líknardrápi og líka fyrir ritgerð sem talar fyrir líknardrápi því báðar voru vel rökstuddar. Ég gef að sjálfsögðu ekki einkunn eftir því hvort ég er sammála skoðuninni eða ekki. Enda væri það ófaglegt. En eru öll málefni tilefni til skiptra skoðana? Þar vandast málið. Sumt er einfaldlega ekki spurning um skoðun. Í umfjöllun minni um rökfræði og merkingarfræði lærum við að gera greinarmun á staðhæfingum um staðreyndir (e. fact) og staðhæfingum um gildisdóma (e. opinion). Þetta er mjög mikilvægur greinarmunur sem ekki allir virðast klárir á. Sumt er bara einfaldlega rangt. Ef ég héldi því fram að múslímar væru hryðjuverkamenn sem hötuðu konur og segði: „þetta er bara mín skoðun“, er það einfaldlega rangt. Það er ekki hægt að hafa skoðun á öllum múslímum enda eru þeir misjafnir eins og þeir eru margir. Það er röng staðhæfing um staðreynd að segja eitthvað slíkt um alla múslíma. Þetta kallast líka óréttmæt alhæfing sem er í raun rökvilla og er grunnurinn í flestum fordómum. Að sama skapi get ég ekki sagt: „Það er bara mín skoðun að jörðin sé flöt!“ því það er einfaldlega röng staðhæfing um staðreynd. Vísindin hafa sýnt fram á að jörðin sé hnöttótt. Í lýðræðissamfélagi er mikilvægt að taka mark á vísindalegum rannsóknum. Auðvitað eigum við alltaf að lesa vísindalegar rannsóknir með gagnrýnum augum og vera tilbúin að endurskoða hlutina. En sumt er bara búið að sanna vísindalega, eins og að vatn sjóði við 100 gráður. Sömuleiðis eru líffræðin og taugasálfræðin búin að sýna fram á að kyn, kynhneigð og kynupplifun er miklu nær því að vera róf og að alrangt sé að fullyrða að það séu bara til tvö kyn. Samt tönglast fólk á þessu daginn út og inn, meira að segja fólk á launum hjá almenningi, sjálfir alþingismenn! Það eru vissulega bara til tvenns konar kynfæri en lífið er ekki kynfæri. Þessar ranghugmyndir um að kynin séu bara tvö og að trans sé í besta falli ímyndun en klárlega pólitísk hugmyndafræði vinstri vókistanna er líka ranghugmynd. Ósönn staðhæfing um staðreynd. Það þarf ekki að leita lengi í viðurkenndum vísindatímaritum til að sjá rannsóknir um mismunandi heilavirkni trans og sís kynja. Erfðafræðin og nútímalíffræði eru líka löngu búin að sýna fram á að kynin eru alls ekki bara tvö. Þessi ranghugmynd er orðin ein vinsælasta pólitíska hugmyndafræðin sem tiltekinn stjórnmálaflokkur setur fram. Þetta eru ekki bara fordómar heldur rangar staðhæfingar um staðreyndir. Væri það í lagi fyrir mig sem kennara að prédika ranghugmyndir gegn vísindalegum staðreyndum um að jörðin væri flöt? Höfundur er kennari og fulltrúi FF í Siðaráði KÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Skoðun Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Sjá meira
Sem heimspekikennari legg ég mikið upp úr rökræðum og heimspekilegum samræðum. Mjög mikilvægt er að hlusta á öll sjónarmið nemenda sem og annarra í samfélaginu. Málfrelsið er eitt af mikilvægustu mannréttindum í lýðræðislegu samfélagi sem við verðum að standa vörð um. En ég er líka sammála Páli Skúlasyni, sem skrifar í Pælingum sínum, að okkur beri alls ekki að virða allar skoðanir. Það sé hægt að hlusta á þær en séu þær hvatning til ofbeldis, sem dæmi, er mikilvægt að þeim sé mótmælt. Að mótmæla skoðunum er ekki þöggun. Skoðanir eru misvel rökstuddar. Nemendur í heimspeki hjá mér vinna rökfærsluritgerð þar sem þau velja sér álitamál sem skiptar skoðanir eru um í samfélaginu og taka afstöðu. Síðan þurfa þau að rökstyðja afstöðu sína. Góður rökstuðningur er alltaf meðvitaður um mótrök. Enda þurfa nemendur að tilgreina í ritgerðinni mótrökin gegn afstöðu sinni og koma svo með enn betri rök gegn mótrökunum til að ítreka afstöðu sína. Ég reyni svo að meta hversu vel þau rökstyðja mál sitt og gef einkunn út frá því. Ég hef gefið mjög háa einkunn fyrir ritgerð sem talar gegn líknardrápi og líka fyrir ritgerð sem talar fyrir líknardrápi því báðar voru vel rökstuddar. Ég gef að sjálfsögðu ekki einkunn eftir því hvort ég er sammála skoðuninni eða ekki. Enda væri það ófaglegt. En eru öll málefni tilefni til skiptra skoðana? Þar vandast málið. Sumt er einfaldlega ekki spurning um skoðun. Í umfjöllun minni um rökfræði og merkingarfræði lærum við að gera greinarmun á staðhæfingum um staðreyndir (e. fact) og staðhæfingum um gildisdóma (e. opinion). Þetta er mjög mikilvægur greinarmunur sem ekki allir virðast klárir á. Sumt er bara einfaldlega rangt. Ef ég héldi því fram að múslímar væru hryðjuverkamenn sem hötuðu konur og segði: „þetta er bara mín skoðun“, er það einfaldlega rangt. Það er ekki hægt að hafa skoðun á öllum múslímum enda eru þeir misjafnir eins og þeir eru margir. Það er röng staðhæfing um staðreynd að segja eitthvað slíkt um alla múslíma. Þetta kallast líka óréttmæt alhæfing sem er í raun rökvilla og er grunnurinn í flestum fordómum. Að sama skapi get ég ekki sagt: „Það er bara mín skoðun að jörðin sé flöt!“ því það er einfaldlega röng staðhæfing um staðreynd. Vísindin hafa sýnt fram á að jörðin sé hnöttótt. Í lýðræðissamfélagi er mikilvægt að taka mark á vísindalegum rannsóknum. Auðvitað eigum við alltaf að lesa vísindalegar rannsóknir með gagnrýnum augum og vera tilbúin að endurskoða hlutina. En sumt er bara búið að sanna vísindalega, eins og að vatn sjóði við 100 gráður. Sömuleiðis eru líffræðin og taugasálfræðin búin að sýna fram á að kyn, kynhneigð og kynupplifun er miklu nær því að vera róf og að alrangt sé að fullyrða að það séu bara til tvö kyn. Samt tönglast fólk á þessu daginn út og inn, meira að segja fólk á launum hjá almenningi, sjálfir alþingismenn! Það eru vissulega bara til tvenns konar kynfæri en lífið er ekki kynfæri. Þessar ranghugmyndir um að kynin séu bara tvö og að trans sé í besta falli ímyndun en klárlega pólitísk hugmyndafræði vinstri vókistanna er líka ranghugmynd. Ósönn staðhæfing um staðreynd. Það þarf ekki að leita lengi í viðurkenndum vísindatímaritum til að sjá rannsóknir um mismunandi heilavirkni trans og sís kynja. Erfðafræðin og nútímalíffræði eru líka löngu búin að sýna fram á að kynin eru alls ekki bara tvö. Þessi ranghugmynd er orðin ein vinsælasta pólitíska hugmyndafræðin sem tiltekinn stjórnmálaflokkur setur fram. Þetta eru ekki bara fordómar heldur rangar staðhæfingar um staðreyndir. Væri það í lagi fyrir mig sem kennara að prédika ranghugmyndir gegn vísindalegum staðreyndum um að jörðin væri flöt? Höfundur er kennari og fulltrúi FF í Siðaráði KÍ.
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun