Ísland á jaðrinum Auðunn Arnórsson skrifar 30. desember 2007 06:00 Nú um áramótin fjölgar aðildarríkjum Evrópska myntbandalagsins um tvö, þegar Kýpur og Malta verða fjórtánda og fimmtánda landið sem taka upp evruna. Um þessi áramót verða jafnframt þau tímamót, að Slóvenía tekur við formennskunni í Evrópusambandinu, fyrst nýju aðildarríkjanna í mið- og austanverðri álfunni. Reyndar verður Slóvenía væntanlega eitt síðasta ríkið sem gegnir formennskuhlutverkinu í sambandinu með þeim hætti sem hefð hefur verið fyrir allt frá stofnun þess fyrir hálfri öld. Það helgast af því að í Lissabonsáttmálanum svonefnda, nýjustu uppfærslu stofnsáttmála sambandsins sem stefnt er að því að geti tekið gildi á árinu 2009, er sú hefð aflögð að hvert aðildarríki gegni formennskunni í hálft ár í senn og í staðinn komi varanlegt embætti forseta leiðtogaráðs sambandsins, sem kjörinn verður til tveggja og hálfs árs í senn. Slóvenar hyggjast leggja gríðarlegan metnað í að sýna og sanna að þeir séu starfanum vaxnir að stýra öllum ráðherrafundum sambandsins og þeim verkefnum öðrum sem formennskunni fylgja. Slóvenía var fyrsta landið sem áður tilheyrði Austurblokkinni sem taldist uppfylla aðildarskilyrði ESB og sigldi þar með fremst í fylkingu landanna átta í Mið- og Austur-Evrópu sem fengu aðild að sambandinu 1. maí 2004. Slóvenar voru jafnframt fyrstir nýju aðildarþjóðanna til að taka upp evruna, sem þeir gerðu um síðustu áramót. Nú bætast Miðjarðarhafs-eyþjóðirnar Kýpur og Malta við evrusvæðið. Hin nýju aðildarríkin eru öll skuldbundin til að gera það líka og munu gera það á næstu árum, eftir því hvenær þau teljast hafa uppfyllt aðildarskilyrði myntbandalagsins. Fyrir Ísland skiptir máli í þessu samhengi, að danski forsætisráðherrann Anders Fogh Rasmussen hefur boðað atkvæðagreiðslu um að Danir falli frá undanþágum þeim frá þátttöku í vissum þáttum samstarfsins innan ESB, sem þeir sömdu um í kjölfar fullgildingar Maastricht-sáttmálans svonefnda árið 1993. Aðild að myntbandalaginu er þar á meðal. Nýlegar skoðanakannanir í Danmörku sýna skýran meirihlutastuðning við afnám undanþágnanna. Gangi það eftir er líklegt að Danir muni fljótlega í kjölfarið ganga til liðs við evrusvæðið. Með stöðugri stækkun evrusvæðisins þyngist stöðugt vægi evrunnar í utanríkisviðskiptum Íslands. Það þyngir enn rök þeirra, sem telja tengingu íslenzku krónunnar við evruna æskilega. En ef eitthvað hefur komið út úr umræðu síðustu missera um evruna hérlendis, þá er það sú niðurstaða að evran verður ekki tekin upp hér á landi með trúverðugum hætti nema með fullri aðild að Evrópusambandinu og myntbandalaginu. Og forsenda fyrir því er að íslenzk stjórnvöld setji langtímastefnuna á slíka aðild og vinni markvisst að því að uppfylla aðildarskilyrðin, en í því fælist ekki sízt að koma á betra jafnvægi í þjóðarbúskapnum en verið hefur síðustu ár og endurspeglast meðal annars í metháu vaxtastigi. Þannig ætti þessi nýjasta stækkunarlota evrusvæðisins að verða ráðamönnum Íslands tilefni til að hugleiða stöðu Íslands á sjálfvöldum jaðri Evrópu. Þannig ætti þessi nýjasta stækkunarlota evrusvæðisins að verða ráðamönnum Íslands tilefni til að hugleiða stöðu Íslands á sjálfvöldum jaðri Evrópu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Auðunn Arnórsson Mest lesið ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun
Nú um áramótin fjölgar aðildarríkjum Evrópska myntbandalagsins um tvö, þegar Kýpur og Malta verða fjórtánda og fimmtánda landið sem taka upp evruna. Um þessi áramót verða jafnframt þau tímamót, að Slóvenía tekur við formennskunni í Evrópusambandinu, fyrst nýju aðildarríkjanna í mið- og austanverðri álfunni. Reyndar verður Slóvenía væntanlega eitt síðasta ríkið sem gegnir formennskuhlutverkinu í sambandinu með þeim hætti sem hefð hefur verið fyrir allt frá stofnun þess fyrir hálfri öld. Það helgast af því að í Lissabonsáttmálanum svonefnda, nýjustu uppfærslu stofnsáttmála sambandsins sem stefnt er að því að geti tekið gildi á árinu 2009, er sú hefð aflögð að hvert aðildarríki gegni formennskunni í hálft ár í senn og í staðinn komi varanlegt embætti forseta leiðtogaráðs sambandsins, sem kjörinn verður til tveggja og hálfs árs í senn. Slóvenar hyggjast leggja gríðarlegan metnað í að sýna og sanna að þeir séu starfanum vaxnir að stýra öllum ráðherrafundum sambandsins og þeim verkefnum öðrum sem formennskunni fylgja. Slóvenía var fyrsta landið sem áður tilheyrði Austurblokkinni sem taldist uppfylla aðildarskilyrði ESB og sigldi þar með fremst í fylkingu landanna átta í Mið- og Austur-Evrópu sem fengu aðild að sambandinu 1. maí 2004. Slóvenar voru jafnframt fyrstir nýju aðildarþjóðanna til að taka upp evruna, sem þeir gerðu um síðustu áramót. Nú bætast Miðjarðarhafs-eyþjóðirnar Kýpur og Malta við evrusvæðið. Hin nýju aðildarríkin eru öll skuldbundin til að gera það líka og munu gera það á næstu árum, eftir því hvenær þau teljast hafa uppfyllt aðildarskilyrði myntbandalagsins. Fyrir Ísland skiptir máli í þessu samhengi, að danski forsætisráðherrann Anders Fogh Rasmussen hefur boðað atkvæðagreiðslu um að Danir falli frá undanþágum þeim frá þátttöku í vissum þáttum samstarfsins innan ESB, sem þeir sömdu um í kjölfar fullgildingar Maastricht-sáttmálans svonefnda árið 1993. Aðild að myntbandalaginu er þar á meðal. Nýlegar skoðanakannanir í Danmörku sýna skýran meirihlutastuðning við afnám undanþágnanna. Gangi það eftir er líklegt að Danir muni fljótlega í kjölfarið ganga til liðs við evrusvæðið. Með stöðugri stækkun evrusvæðisins þyngist stöðugt vægi evrunnar í utanríkisviðskiptum Íslands. Það þyngir enn rök þeirra, sem telja tengingu íslenzku krónunnar við evruna æskilega. En ef eitthvað hefur komið út úr umræðu síðustu missera um evruna hérlendis, þá er það sú niðurstaða að evran verður ekki tekin upp hér á landi með trúverðugum hætti nema með fullri aðild að Evrópusambandinu og myntbandalaginu. Og forsenda fyrir því er að íslenzk stjórnvöld setji langtímastefnuna á slíka aðild og vinni markvisst að því að uppfylla aðildarskilyrðin, en í því fælist ekki sízt að koma á betra jafnvægi í þjóðarbúskapnum en verið hefur síðustu ár og endurspeglast meðal annars í metháu vaxtastigi. Þannig ætti þessi nýjasta stækkunarlota evrusvæðisins að verða ráðamönnum Íslands tilefni til að hugleiða stöðu Íslands á sjálfvöldum jaðri Evrópu. Þannig ætti þessi nýjasta stækkunarlota evrusvæðisins að verða ráðamönnum Íslands tilefni til að hugleiða stöðu Íslands á sjálfvöldum jaðri Evrópu.