Mourinho: Ekki lesa blöðin 13. janúar 2007 16:00 Jose Mourinho er jafnvel á förum frá Chelsea í sumar. MYND/Getty Jose Mourinho hefur hvatt stuðningsmenn Chelsea til að leiða hjá sér allar vangaveltur um framtíð sína hjá félaginu, en portúgalski stjórinn hefur ítrekað verið orðaður við brotthvarf úr stjórastólnum í vor. Mourinho vill enn ekki tjá sig efnislega um meint ósætti hans og stjórnar félagsins og segja spænsk dagblöð í morgun að umboðsmaður hans sé í viðræðum við Real Madrid. Chelsea tekur á móti Wigan í ensku úrvalsdeildinni í dag og sagði Mourinho við opinbera heimasíðu félagsins að það væri mikilvægt að leikmenn og stuðningsmenn hættu að velta fyrir sér því sem stendur í dagblöðunum. “Við verðum að sameinast til að ná sigri gegn Wigan og til að það gerist verðum við að gleyma þessum sögum í fjölmiðlunum. Ég á mjög auðvelt með að leiða þær framhjá mér og ég vona að það sama eigi við um ykkur,” sagði Mourinho við heimasíðuna en athygli vekur að hann vísar sögunum ekki á bug, sem jafnvel bendir til þess að sannleikskorn sé í þeim og jafnvel gott betur en það. Spænskir fjölmiðlar sögðu frá því í morgun að Mourinho hefði skipað umboðsmanni sínum að hefja viðræður um stjórastöðuna hjá Real Madrid. Marca segir að Mourinho hafði ákveðið að yfirgefa Chelsea eftir tímabilið eftir að hafa lent í útistöðum við Roman Abramovich, eiganda félagsins. Fabio Capello þykir valtur í sessi eftir köflótt gengi Real að undanförnu og sögðu ýmis önnur blöð á Spáni að þegar hefði verið ákveðið að leysa Capello frá störfum í voru. Mourinho yrði þá hinn fullkomni eftirmaður. Didier Drogba, leikmaður Chelsea, sagði við The Sun í morgun að leikmenn liðsins þráðu ekkert heitar en að Mourinho yrði áfram hjá liðinu. “Það verður einstaklega sárt fyrir okkur leikmennina ef hann fer. Það er alltaf erfitt að sjá á eftir góðum vinum. Vonandi verður hann áfram með okkur,” sagði Drogba. Enski boltinn Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Sjá meira
Jose Mourinho hefur hvatt stuðningsmenn Chelsea til að leiða hjá sér allar vangaveltur um framtíð sína hjá félaginu, en portúgalski stjórinn hefur ítrekað verið orðaður við brotthvarf úr stjórastólnum í vor. Mourinho vill enn ekki tjá sig efnislega um meint ósætti hans og stjórnar félagsins og segja spænsk dagblöð í morgun að umboðsmaður hans sé í viðræðum við Real Madrid. Chelsea tekur á móti Wigan í ensku úrvalsdeildinni í dag og sagði Mourinho við opinbera heimasíðu félagsins að það væri mikilvægt að leikmenn og stuðningsmenn hættu að velta fyrir sér því sem stendur í dagblöðunum. “Við verðum að sameinast til að ná sigri gegn Wigan og til að það gerist verðum við að gleyma þessum sögum í fjölmiðlunum. Ég á mjög auðvelt með að leiða þær framhjá mér og ég vona að það sama eigi við um ykkur,” sagði Mourinho við heimasíðuna en athygli vekur að hann vísar sögunum ekki á bug, sem jafnvel bendir til þess að sannleikskorn sé í þeim og jafnvel gott betur en það. Spænskir fjölmiðlar sögðu frá því í morgun að Mourinho hefði skipað umboðsmanni sínum að hefja viðræður um stjórastöðuna hjá Real Madrid. Marca segir að Mourinho hafði ákveðið að yfirgefa Chelsea eftir tímabilið eftir að hafa lent í útistöðum við Roman Abramovich, eiganda félagsins. Fabio Capello þykir valtur í sessi eftir köflótt gengi Real að undanförnu og sögðu ýmis önnur blöð á Spáni að þegar hefði verið ákveðið að leysa Capello frá störfum í voru. Mourinho yrði þá hinn fullkomni eftirmaður. Didier Drogba, leikmaður Chelsea, sagði við The Sun í morgun að leikmenn liðsins þráðu ekkert heitar en að Mourinho yrði áfram hjá liðinu. “Það verður einstaklega sárt fyrir okkur leikmennina ef hann fer. Það er alltaf erfitt að sjá á eftir góðum vinum. Vonandi verður hann áfram með okkur,” sagði Drogba.
Enski boltinn Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Sjá meira