
Fótbolti
Öruggt hjá Liverpool

Liverpool vann sannfærandi 3-0 útisigur á Watford í ensku úrvalsdeildinni í dag þar sem framherjarnir Dirk Kuyr og Peter Crouch sáu um að skora mörkin. Sá síðarnefndi skoraði tvívegis. Með sigrinum styrkir Liverpool stöðu sína í þriðja sæti deildarinnar, fjórum stigum á undan Arsenal en fimm stigum á eftir Chelsea.