Bush: Írakar standi í þakkarskuld við Bandaríkjamenn 15. janúar 2007 19:00 Bush Bandaríkjaforseti segir Íraka eiga Bandaríkjamönnum mikið að þakka fyrir að hafa losað þá undan oki einræðisherra með innrásinni 2003. Hann gagnrýnir Íraka fyrir það hvernig staðið var að aftöku Saddams Hússeins. Hálfbróðir forsetans fyrrverandi var hengdur við annan mann í nótt. Barzan Ibrahim al-Tikriti, hálfbróðir Saddam og fyrrverandi yfirmaður leyniþjónustu Íraks, og Awad Hamed al-Bandar, fyrrverandi yfirdómari í Írak, voru hengdir í dagrenningu. Þeir voru, ásamt Saddam, dæmdir til dauða í nóvember síðastliðnum fyrir aðild að morðum á hundrað fjörutíu og átta sjíum i bænum Dujail árið 1982, skömmu eftir að reynt var að ráða Íraksforseta af dögum. Tilkynnt var um aftökuna í morgun. Ali al-Dabbagh, talsmaður írösku ríkisstjórnarinnar, sagði óhugnarlegt atvik hafa átt sér stað. Höfuð al-Tikritis hafi rifnað frá búk hans við aftökuna. Hann bætti því við að ættingjum mannanna hefði verið greint frá aftökunni og þeim gert mögulegt að sækja líkin hið fyrsta. Fréttamenn fengu síðan að sjá upptöku af aftökunum. Myndefnið verður ekki sýnt opinberlega umfram það. Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir það valda vonbrigðum að Írakar hafi tekið mennina af lífi. Í viðtali sem birt var í bandaríska fréttaskýringaþættinum 60 Minutes á CBS sjónvarpsstöðinni í gærkvöldi sagði Bush Bandaríkjaforseti að Írakar hefðu farið rangt að þegar þeir tóku Saddam af lífi fyrir rúmum hálfum mánuði. Viðtalið er það fyrsta sem hann veitir síðan hann kynnti fjölgun í herliði Bandaríkjamanna í Írak. Hann sagði mörg mistök hafa verið gerð í Írak og sagan ætti eftir að sýna að hægt hefði verið að haga hlutum með öðrum hætti. Forsetinn var spurður hvort hann teldi að Bandaríkjamenn ættu að biðja Íraka afsökunar á því hvernig mál hefðu þróast eftir innrásina. Hann taldi svo ekki vera. Bush sagðist stoltur af framlagi hermanna sinna. Bandaríkjamenn hefðu frelsað Íraka undan oki einræðisherra og harðstjóra. Írakar stæðu því í mikilli þakkarskuld við Bandaríkjamenn. Vandinn væri svo að í almennir Bandaríkjamenn væru ekki vissir um hvort Írakar væru nægilega þakklátir. Erlent Fréttir Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Fleiri fréttir Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Sjá meira
Bush Bandaríkjaforseti segir Íraka eiga Bandaríkjamönnum mikið að þakka fyrir að hafa losað þá undan oki einræðisherra með innrásinni 2003. Hann gagnrýnir Íraka fyrir það hvernig staðið var að aftöku Saddams Hússeins. Hálfbróðir forsetans fyrrverandi var hengdur við annan mann í nótt. Barzan Ibrahim al-Tikriti, hálfbróðir Saddam og fyrrverandi yfirmaður leyniþjónustu Íraks, og Awad Hamed al-Bandar, fyrrverandi yfirdómari í Írak, voru hengdir í dagrenningu. Þeir voru, ásamt Saddam, dæmdir til dauða í nóvember síðastliðnum fyrir aðild að morðum á hundrað fjörutíu og átta sjíum i bænum Dujail árið 1982, skömmu eftir að reynt var að ráða Íraksforseta af dögum. Tilkynnt var um aftökuna í morgun. Ali al-Dabbagh, talsmaður írösku ríkisstjórnarinnar, sagði óhugnarlegt atvik hafa átt sér stað. Höfuð al-Tikritis hafi rifnað frá búk hans við aftökuna. Hann bætti því við að ættingjum mannanna hefði verið greint frá aftökunni og þeim gert mögulegt að sækja líkin hið fyrsta. Fréttamenn fengu síðan að sjá upptöku af aftökunum. Myndefnið verður ekki sýnt opinberlega umfram það. Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir það valda vonbrigðum að Írakar hafi tekið mennina af lífi. Í viðtali sem birt var í bandaríska fréttaskýringaþættinum 60 Minutes á CBS sjónvarpsstöðinni í gærkvöldi sagði Bush Bandaríkjaforseti að Írakar hefðu farið rangt að þegar þeir tóku Saddam af lífi fyrir rúmum hálfum mánuði. Viðtalið er það fyrsta sem hann veitir síðan hann kynnti fjölgun í herliði Bandaríkjamanna í Írak. Hann sagði mörg mistök hafa verið gerð í Írak og sagan ætti eftir að sýna að hægt hefði verið að haga hlutum með öðrum hætti. Forsetinn var spurður hvort hann teldi að Bandaríkjamenn ættu að biðja Íraka afsökunar á því hvernig mál hefðu þróast eftir innrásina. Hann taldi svo ekki vera. Bush sagðist stoltur af framlagi hermanna sinna. Bandaríkjamenn hefðu frelsað Íraka undan oki einræðisherra og harðstjóra. Írakar stæðu því í mikilli þakkarskuld við Bandaríkjamenn. Vandinn væri svo að í almennir Bandaríkjamenn væru ekki vissir um hvort Írakar væru nægilega þakklátir.
Erlent Fréttir Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Fleiri fréttir Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Sjá meira