Megrunartyggjó mögulega á markað 16. janúar 2007 19:18 Án efa gleðjast margir jórtrarar yfir fréttum af því að megrunartyggjó sé væntanlegt á markað. Breskir vísindamenn þróa nú lyf hlaðið hormóni sem dregur úr svengdartilfinningu og hægt verður að nota í tyggjó eða jafnvel nefúða. Um er að ræða fjölpeptíð úr 36 amínósýrum sem myndað er í gamma-frumum Langerhanseyja í briskirtlinum. Það dregur úr löngun í mat þar sem það sannfærir líkamann um að svengd sé ekki fyrir að fara. Rannsóknir hafa sýnt að hófsamleg notkun hormónsins geti minnkað matarneyslu fólks um 15 til 20% á degi hverjum. Mýs sem hafa fengið hormónið hafa misst 15% líkamsþyngdar sinnar á viku. Vísindamenn í Bretlandi þróa nú lyf sem unnið er úr þessu hórmóni og telja að hægt verði að sprauta því í líkama fólks, líkt og insúlíni, inna átta ára. Steve Bloom, prófessor sem hefur unnið að rannsókninni, segir vitað að ef maður borði 1% minna á hverjum degi tapaði maður tæpum þremu kílóum á hverju ári, það er nokkuð þyngdartap. Áhrif lyfsins væru því töluverð. Lengri tíma markmið er að framleiða lyf úr hormóninu sem ekki þurfi að sprauta í líkamann. Það geti verið í formi nefspreys eða jafnvel tyggigúmmís. Þetta síðarnefnda gæti orðið að veruleika á næstu árum því bresku vísindamennirnir hafa nú fengið styrk frá þekktum, sjálfstæðum vísindasjóði í Bretlandi að jafnvirði rúmlega þrjú hundruð milljóna íslenskra króna til að þróa slíkt ásamt öðru. Þeir sem rannsakað hafa hormónið segja meðferð með því ekki hættulega og frekari rannsóknir muni leiða það í ljós. Næringarfræðingar eru hins vegar á því að lyf séu ekki lausnin. Lisa Miles hjá samtökum breskra næringarfræðinga segir að fólk ætti ekki að bæta á sig í von um skjótvirka lausn síðar. Mestu skipti að koma í veg fyrir offitu með heilbrigðu líferni. Erlent Fréttir Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Fleiri fréttir Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Sjá meira
Án efa gleðjast margir jórtrarar yfir fréttum af því að megrunartyggjó sé væntanlegt á markað. Breskir vísindamenn þróa nú lyf hlaðið hormóni sem dregur úr svengdartilfinningu og hægt verður að nota í tyggjó eða jafnvel nefúða. Um er að ræða fjölpeptíð úr 36 amínósýrum sem myndað er í gamma-frumum Langerhanseyja í briskirtlinum. Það dregur úr löngun í mat þar sem það sannfærir líkamann um að svengd sé ekki fyrir að fara. Rannsóknir hafa sýnt að hófsamleg notkun hormónsins geti minnkað matarneyslu fólks um 15 til 20% á degi hverjum. Mýs sem hafa fengið hormónið hafa misst 15% líkamsþyngdar sinnar á viku. Vísindamenn í Bretlandi þróa nú lyf sem unnið er úr þessu hórmóni og telja að hægt verði að sprauta því í líkama fólks, líkt og insúlíni, inna átta ára. Steve Bloom, prófessor sem hefur unnið að rannsókninni, segir vitað að ef maður borði 1% minna á hverjum degi tapaði maður tæpum þremu kílóum á hverju ári, það er nokkuð þyngdartap. Áhrif lyfsins væru því töluverð. Lengri tíma markmið er að framleiða lyf úr hormóninu sem ekki þurfi að sprauta í líkamann. Það geti verið í formi nefspreys eða jafnvel tyggigúmmís. Þetta síðarnefnda gæti orðið að veruleika á næstu árum því bresku vísindamennirnir hafa nú fengið styrk frá þekktum, sjálfstæðum vísindasjóði í Bretlandi að jafnvirði rúmlega þrjú hundruð milljóna íslenskra króna til að þróa slíkt ásamt öðru. Þeir sem rannsakað hafa hormónið segja meðferð með því ekki hættulega og frekari rannsóknir muni leiða það í ljós. Næringarfræðingar eru hins vegar á því að lyf séu ekki lausnin. Lisa Miles hjá samtökum breskra næringarfræðinga segir að fólk ætti ekki að bæta á sig í von um skjótvirka lausn síðar. Mestu skipti að koma í veg fyrir offitu með heilbrigðu líferni.
Erlent Fréttir Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Fleiri fréttir Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila