Beirút lömuð vegna óeirða 23. janúar 2007 17:45 Beirút, höfuðborg Líbanons, er nærri lömuð vegna óeirða sem þar hafa geisað síðan í nótt. Mörg þúsund mótmælendur hafa lagt niður vinnu í Beirút og víðar og krefjast þess að ríkisstjórnin segi af sér svo hægt verði að kjósa nýtt þing. Stjórnvöld segja þetta tilraun Hizbollah til valdaráns. Það var í gær sem Hassan Nasrallah, leiðtogi Hisbollah-samtakanna, hvatti Líbana til að leggja niður vinnu, koma saman á götum úti og krefjast afsagnar Fuads Saniora forsætisráðherra og ríkisstjórnar hans. Nasrallah sagði ríkisstjórnina halla undir vesturveldin og fengi hún að ráða myndi efnahagur landsins hrynja. Hizbollah-liðar njóta stuðnings Ísraela og Sýrlendinga í aðgerðum sínum en auk þess eru drúsar og kristnir menn í hópi stjórnarandstæðinga sem vilja sjá breytingar á stjórn landsins. Það var svo í morgun sem til átaka kom í höfuðborginni Beirút. Mörg þúsund Líbanar lögðu niður vinnu. Kveikt var í hjólbörðum og öðru lauslegu og hlutar borgarinnar lokaðir af, þar á meðal leiðin að flugvellinum. Dökkur reykur lagðist yfir höfuðborgina. Tugir hafa særst og minnst einn týnt lífi. Stjórnvöld í Líbanon segja aðgerðir dagsins ekkert annað en tilraun Hizbollah-liða og utanaðkomandi aðila til að ræna völdum. Í sjónvarpsávarpi síðdegis sagði Saniora að hann ætlaði ekki að víkja. Hann sagði sig og bandamenn sína standa sameinaða gegn árásum andstæðinga. Óeirðirnar blossa upp á slæmum tíma fyrir ráðamenn í Líbanon. Í dag hefst í París ráðstefna þar sem fulltrúar erlendra ríkja og alþjóðasamtaka koma saman og ræða það að framlengja lán til handa Líbönum og tryggja þeim frekari aðstoð eftir blóðug átök við Ísraela í fyrrasumar. Erlent Fréttir Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Fleiri fréttir Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sjá meira
Beirút, höfuðborg Líbanons, er nærri lömuð vegna óeirða sem þar hafa geisað síðan í nótt. Mörg þúsund mótmælendur hafa lagt niður vinnu í Beirút og víðar og krefjast þess að ríkisstjórnin segi af sér svo hægt verði að kjósa nýtt þing. Stjórnvöld segja þetta tilraun Hizbollah til valdaráns. Það var í gær sem Hassan Nasrallah, leiðtogi Hisbollah-samtakanna, hvatti Líbana til að leggja niður vinnu, koma saman á götum úti og krefjast afsagnar Fuads Saniora forsætisráðherra og ríkisstjórnar hans. Nasrallah sagði ríkisstjórnina halla undir vesturveldin og fengi hún að ráða myndi efnahagur landsins hrynja. Hizbollah-liðar njóta stuðnings Ísraela og Sýrlendinga í aðgerðum sínum en auk þess eru drúsar og kristnir menn í hópi stjórnarandstæðinga sem vilja sjá breytingar á stjórn landsins. Það var svo í morgun sem til átaka kom í höfuðborginni Beirút. Mörg þúsund Líbanar lögðu niður vinnu. Kveikt var í hjólbörðum og öðru lauslegu og hlutar borgarinnar lokaðir af, þar á meðal leiðin að flugvellinum. Dökkur reykur lagðist yfir höfuðborgina. Tugir hafa særst og minnst einn týnt lífi. Stjórnvöld í Líbanon segja aðgerðir dagsins ekkert annað en tilraun Hizbollah-liða og utanaðkomandi aðila til að ræna völdum. Í sjónvarpsávarpi síðdegis sagði Saniora að hann ætlaði ekki að víkja. Hann sagði sig og bandamenn sína standa sameinaða gegn árásum andstæðinga. Óeirðirnar blossa upp á slæmum tíma fyrir ráðamenn í Líbanon. Í dag hefst í París ráðstefna þar sem fulltrúar erlendra ríkja og alþjóðasamtaka koma saman og ræða það að framlengja lán til handa Líbönum og tryggja þeim frekari aðstoð eftir blóðug átök við Ísraela í fyrrasumar.
Erlent Fréttir Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Fleiri fréttir Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sjá meira