Beirút lömuð vegna óeirða 23. janúar 2007 17:45 Beirút, höfuðborg Líbanons, er nærri lömuð vegna óeirða sem þar hafa geisað síðan í nótt. Mörg þúsund mótmælendur hafa lagt niður vinnu í Beirút og víðar og krefjast þess að ríkisstjórnin segi af sér svo hægt verði að kjósa nýtt þing. Stjórnvöld segja þetta tilraun Hizbollah til valdaráns. Það var í gær sem Hassan Nasrallah, leiðtogi Hisbollah-samtakanna, hvatti Líbana til að leggja niður vinnu, koma saman á götum úti og krefjast afsagnar Fuads Saniora forsætisráðherra og ríkisstjórnar hans. Nasrallah sagði ríkisstjórnina halla undir vesturveldin og fengi hún að ráða myndi efnahagur landsins hrynja. Hizbollah-liðar njóta stuðnings Ísraela og Sýrlendinga í aðgerðum sínum en auk þess eru drúsar og kristnir menn í hópi stjórnarandstæðinga sem vilja sjá breytingar á stjórn landsins. Það var svo í morgun sem til átaka kom í höfuðborginni Beirút. Mörg þúsund Líbanar lögðu niður vinnu. Kveikt var í hjólbörðum og öðru lauslegu og hlutar borgarinnar lokaðir af, þar á meðal leiðin að flugvellinum. Dökkur reykur lagðist yfir höfuðborgina. Tugir hafa særst og minnst einn týnt lífi. Stjórnvöld í Líbanon segja aðgerðir dagsins ekkert annað en tilraun Hizbollah-liða og utanaðkomandi aðila til að ræna völdum. Í sjónvarpsávarpi síðdegis sagði Saniora að hann ætlaði ekki að víkja. Hann sagði sig og bandamenn sína standa sameinaða gegn árásum andstæðinga. Óeirðirnar blossa upp á slæmum tíma fyrir ráðamenn í Líbanon. Í dag hefst í París ráðstefna þar sem fulltrúar erlendra ríkja og alþjóðasamtaka koma saman og ræða það að framlengja lán til handa Líbönum og tryggja þeim frekari aðstoð eftir blóðug átök við Ísraela í fyrrasumar. Erlent Fréttir Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Fleiri fréttir Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Sjá meira
Beirút, höfuðborg Líbanons, er nærri lömuð vegna óeirða sem þar hafa geisað síðan í nótt. Mörg þúsund mótmælendur hafa lagt niður vinnu í Beirút og víðar og krefjast þess að ríkisstjórnin segi af sér svo hægt verði að kjósa nýtt þing. Stjórnvöld segja þetta tilraun Hizbollah til valdaráns. Það var í gær sem Hassan Nasrallah, leiðtogi Hisbollah-samtakanna, hvatti Líbana til að leggja niður vinnu, koma saman á götum úti og krefjast afsagnar Fuads Saniora forsætisráðherra og ríkisstjórnar hans. Nasrallah sagði ríkisstjórnina halla undir vesturveldin og fengi hún að ráða myndi efnahagur landsins hrynja. Hizbollah-liðar njóta stuðnings Ísraela og Sýrlendinga í aðgerðum sínum en auk þess eru drúsar og kristnir menn í hópi stjórnarandstæðinga sem vilja sjá breytingar á stjórn landsins. Það var svo í morgun sem til átaka kom í höfuðborginni Beirút. Mörg þúsund Líbanar lögðu niður vinnu. Kveikt var í hjólbörðum og öðru lauslegu og hlutar borgarinnar lokaðir af, þar á meðal leiðin að flugvellinum. Dökkur reykur lagðist yfir höfuðborgina. Tugir hafa særst og minnst einn týnt lífi. Stjórnvöld í Líbanon segja aðgerðir dagsins ekkert annað en tilraun Hizbollah-liða og utanaðkomandi aðila til að ræna völdum. Í sjónvarpsávarpi síðdegis sagði Saniora að hann ætlaði ekki að víkja. Hann sagði sig og bandamenn sína standa sameinaða gegn árásum andstæðinga. Óeirðirnar blossa upp á slæmum tíma fyrir ráðamenn í Líbanon. Í dag hefst í París ráðstefna þar sem fulltrúar erlendra ríkja og alþjóðasamtaka koma saman og ræða það að framlengja lán til handa Líbönum og tryggja þeim frekari aðstoð eftir blóðug átök við Ísraela í fyrrasumar.
Erlent Fréttir Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Fleiri fréttir Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Sjá meira