Gráðugir bankar, vaxtamunur, vandi óánægjuframboða 27. janúar 2007 20:45 Mér þykir mikilvægt að umræðan um okrið hér á landi lognist ekki út af. Það er ágætt að menn séu farnir að beina sjónum sínum að bönkunum, þeir hafa skotið sér bak við að mikið af ofurhagnaðinum komi frá útlöndum - en er endilega víst að það sé satt? Í síðasta Silfri ræddi Guðmundur Ólafsson hagfræðingur um vaxtamuninn hér og sýndi fram á að hann hefði farið vaxandi. Það er enginn vafi að bankarnir eru alltof gráðugir. Nú bætir annar hagfræðingur um betur. Þorvaldur Gylfason birtir á heimasíðu sinni töflu sem sýnir muninn á innláns og útlánsvöxtum. Ég hvet ykkur til að skoða þessa töflu um vaxtamuninn. Meðfylgjandi er lítil greinargerð frá Þorvaldi þar sem segir meðal annars:"Mikill vaxtamunur var einn helzti hvatinn að einkavæðingu viðskiptabankanna, sem hófst 2003. Einkavæðingunni var ætlað að minnka vaxtamuninn, en það varð ekki eins og myndin sýnir. Vaxtamunurinn var rösk 13% að jafnaði 1991-2006, og hann jókst, eftir að bankarnir komust í einkaeign. Af því má ráða, að einkavæðingin tókst ekki sem skyldi. Þess var ekki gætt að koma bönkunum í hendur hagsýnustu eigenda, sem völ var á, heldur voru bankarnir seldir á undirverði mönnum, sem ríkisstjórnarflokkarnir höfðu sérstaka velþóknun á og notuðu tækifærið til að raka saman fé handa sjálfum sér. Ekki var heldur um það hirt að laða erlenda banka hingað heim til að veita innlendu bönkunum aðhald og samkeppni. Þessu réði gamalgróin helmingaskiptaregla ríkisstjórnarflokkanna. Afleiðingin er sú, að bankarnir halda áfram að okra á viðskiptavinum sínum, enda þótt þeir hafi einnig veitt ódýru erlendu lánsfé hingað heim, sem er langþráð framför. Eftir stendur, að vaxtamunurinn afhjúpar djúpa bresti í bankamálum landsmanna." Þorvaldur birtir aðra töflu sem er ekki síður sláandi. Þar sýnir hann fram á að sparisjóðsbækur á Íslandi bera neikvæða sparisjóðsbækur raunvexti. Fólk tapar semsag beinlínis á því að hafa fé sitt á bók. Maður skilur að svo hafi verið á mesta verðbólgutímanum, en í landi þar sem bankarnir skila svo miklum hagnaði er það náttúrlega fáránlegt - orðið þjófnaður kemur upp í hugann. Þorvaldur segir að fremur hafi sigið á ógæfuhliðina í þessu efni síðan bankarnir voru einkavæddir. Það er sannarlega umhugsunarefni. En hér er semsagt taflan um vexti af sparisjóðsbókum. --- --- --- Ég sagði í pistli um daginn að ég teldi að framboð aldraðra og öryrkja og kannski Framtíðarlandið líka myndu aðallega taka fylgi frá stjórnarandstöðunni og líklega styrkja Sjálfstæðisflokkinn í kosningunum. Ég hafði svosem ekkert annað fyrir mér í þessu en tilfinninguna. Því er það nokkur léttir að hinn hámenntaði kosningafræðingur Einar Mar Þórðarsson skuli staðfesta þetta í nýjum pistli á bloggsíðu sinni. Bæði er það að svona óánægjuframboð hafa fremur tilheigingu til að taka fylgi af stjórnarandstöðu, en einnig er vandi að þau þurfa að fá ansi mikið fylgi til að fá kjördæmakjörinn mann sem aftur er forsendan fyrir því að koma að manni í uppbótarsæti. Þetta segir stjórnmálafræðingurinn:"Svona framboð hljóta fyrst og fremst að höfða til kjósenda sem eru óánægðir með núverandi ástand og mundu því að öllu jöfnu kjósa stjórnarandstöðuna í kosningum. Þessi framboð koma því til með að styrkja Sjálfstæðisflokkinn og kannski Framsóknarflokkinn að einhverju leyti. Reyndar er óvíst að þessi framboð fengju mikið fylgi en prósent hér og prósent sem annars færu til stjórnarandstöðunnar gætu fært Sjálfstæðisflokknum þingsæti á kostnað stjórnarandstöðuflokkana. Í þessu samhengi er vert að rifja upp kosningalögin en þar er 63 þingsætum skipt í 54 kjördæmissæti og 9 uppbótarsæti. Til að fá kjördæmasæti má gera ráð fyrir að framboð þurfi að fá á bilinu 8% til 9% atkvæða í viðkomandi kjördæmi (breytilegt eftir kjördæmum þar sem sætin eru 10 í kraganum, 8 í NV en 9 í öðrum kjördæmum). Fræðilega er hægt að fá kjördæmakjörinn þingmann með minna fylgi ef hlutfall atkvæða raðast á hagkvæman hátt en til að framboð verði sé öruggt með þingmann verður það að fá 9% til 11% (aftur fer það eftir fjölda sæta í kjördæmi). Til að fá uppbótarsæti þarf framboð að fá að lágmarki 5% atkvæða af landinu öllu. Það verður því á brattann að sækja og fyrir þessu nýju framboð og tala nú ekki um ef tvö þeirra ætla að sækja á sama kjósendahópinn. Þegar að kosningarlögum var breytt fyrir síðustu Alþingiskosningar var þröskuldurinn til að ná inn þingmanni hækkaður og smáflokkum gert erfiðara fyrir. Sem dæmi má nefna að í kosningunum 1999 fékk Frjálslyndi flokkurinn 4,2% atkvæða og tvo þingmenn, Guðjón Arnar á Vestfjörðum (kjördæmakjörinn) og Sverrir Hermannsson í Reykjavík (uppbótarþingmaður). Ef núverandi reglur hefðu gilt þá hefði Sverrir ekki komist á þing og í raun má reikna sig lengra þannig að ef núverandi kjördæmaskipan hefði verið við lýði 1999 þá hefðu Guðjón Arnar heldur ekki komist á þing. Þannig hefðu 4,2% atkvæða sem dugðu fyrir tveimur þingsætum 1999 engu skilað í núverandi kerfi. Vissulega getur framboð til Alþingis vakið á athygli á ákveðnum málstað þó það skili ekki þingsæti en það er ekki víst að slíkur málstaður eigi margar vini á þingi eftir kosningar." Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Skoðanir Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun
Mér þykir mikilvægt að umræðan um okrið hér á landi lognist ekki út af. Það er ágætt að menn séu farnir að beina sjónum sínum að bönkunum, þeir hafa skotið sér bak við að mikið af ofurhagnaðinum komi frá útlöndum - en er endilega víst að það sé satt? Í síðasta Silfri ræddi Guðmundur Ólafsson hagfræðingur um vaxtamuninn hér og sýndi fram á að hann hefði farið vaxandi. Það er enginn vafi að bankarnir eru alltof gráðugir. Nú bætir annar hagfræðingur um betur. Þorvaldur Gylfason birtir á heimasíðu sinni töflu sem sýnir muninn á innláns og útlánsvöxtum. Ég hvet ykkur til að skoða þessa töflu um vaxtamuninn. Meðfylgjandi er lítil greinargerð frá Þorvaldi þar sem segir meðal annars:"Mikill vaxtamunur var einn helzti hvatinn að einkavæðingu viðskiptabankanna, sem hófst 2003. Einkavæðingunni var ætlað að minnka vaxtamuninn, en það varð ekki eins og myndin sýnir. Vaxtamunurinn var rösk 13% að jafnaði 1991-2006, og hann jókst, eftir að bankarnir komust í einkaeign. Af því má ráða, að einkavæðingin tókst ekki sem skyldi. Þess var ekki gætt að koma bönkunum í hendur hagsýnustu eigenda, sem völ var á, heldur voru bankarnir seldir á undirverði mönnum, sem ríkisstjórnarflokkarnir höfðu sérstaka velþóknun á og notuðu tækifærið til að raka saman fé handa sjálfum sér. Ekki var heldur um það hirt að laða erlenda banka hingað heim til að veita innlendu bönkunum aðhald og samkeppni. Þessu réði gamalgróin helmingaskiptaregla ríkisstjórnarflokkanna. Afleiðingin er sú, að bankarnir halda áfram að okra á viðskiptavinum sínum, enda þótt þeir hafi einnig veitt ódýru erlendu lánsfé hingað heim, sem er langþráð framför. Eftir stendur, að vaxtamunurinn afhjúpar djúpa bresti í bankamálum landsmanna." Þorvaldur birtir aðra töflu sem er ekki síður sláandi. Þar sýnir hann fram á að sparisjóðsbækur á Íslandi bera neikvæða sparisjóðsbækur raunvexti. Fólk tapar semsag beinlínis á því að hafa fé sitt á bók. Maður skilur að svo hafi verið á mesta verðbólgutímanum, en í landi þar sem bankarnir skila svo miklum hagnaði er það náttúrlega fáránlegt - orðið þjófnaður kemur upp í hugann. Þorvaldur segir að fremur hafi sigið á ógæfuhliðina í þessu efni síðan bankarnir voru einkavæddir. Það er sannarlega umhugsunarefni. En hér er semsagt taflan um vexti af sparisjóðsbókum. --- --- --- Ég sagði í pistli um daginn að ég teldi að framboð aldraðra og öryrkja og kannski Framtíðarlandið líka myndu aðallega taka fylgi frá stjórnarandstöðunni og líklega styrkja Sjálfstæðisflokkinn í kosningunum. Ég hafði svosem ekkert annað fyrir mér í þessu en tilfinninguna. Því er það nokkur léttir að hinn hámenntaði kosningafræðingur Einar Mar Þórðarsson skuli staðfesta þetta í nýjum pistli á bloggsíðu sinni. Bæði er það að svona óánægjuframboð hafa fremur tilheigingu til að taka fylgi af stjórnarandstöðu, en einnig er vandi að þau þurfa að fá ansi mikið fylgi til að fá kjördæmakjörinn mann sem aftur er forsendan fyrir því að koma að manni í uppbótarsæti. Þetta segir stjórnmálafræðingurinn:"Svona framboð hljóta fyrst og fremst að höfða til kjósenda sem eru óánægðir með núverandi ástand og mundu því að öllu jöfnu kjósa stjórnarandstöðuna í kosningum. Þessi framboð koma því til með að styrkja Sjálfstæðisflokkinn og kannski Framsóknarflokkinn að einhverju leyti. Reyndar er óvíst að þessi framboð fengju mikið fylgi en prósent hér og prósent sem annars færu til stjórnarandstöðunnar gætu fært Sjálfstæðisflokknum þingsæti á kostnað stjórnarandstöðuflokkana. Í þessu samhengi er vert að rifja upp kosningalögin en þar er 63 þingsætum skipt í 54 kjördæmissæti og 9 uppbótarsæti. Til að fá kjördæmasæti má gera ráð fyrir að framboð þurfi að fá á bilinu 8% til 9% atkvæða í viðkomandi kjördæmi (breytilegt eftir kjördæmum þar sem sætin eru 10 í kraganum, 8 í NV en 9 í öðrum kjördæmum). Fræðilega er hægt að fá kjördæmakjörinn þingmann með minna fylgi ef hlutfall atkvæða raðast á hagkvæman hátt en til að framboð verði sé öruggt með þingmann verður það að fá 9% til 11% (aftur fer það eftir fjölda sæta í kjördæmi). Til að fá uppbótarsæti þarf framboð að fá að lágmarki 5% atkvæða af landinu öllu. Það verður því á brattann að sækja og fyrir þessu nýju framboð og tala nú ekki um ef tvö þeirra ætla að sækja á sama kjósendahópinn. Þegar að kosningarlögum var breytt fyrir síðustu Alþingiskosningar var þröskuldurinn til að ná inn þingmanni hækkaður og smáflokkum gert erfiðara fyrir. Sem dæmi má nefna að í kosningunum 1999 fékk Frjálslyndi flokkurinn 4,2% atkvæða og tvo þingmenn, Guðjón Arnar á Vestfjörðum (kjördæmakjörinn) og Sverrir Hermannsson í Reykjavík (uppbótarþingmaður). Ef núverandi reglur hefðu gilt þá hefði Sverrir ekki komist á þing og í raun má reikna sig lengra þannig að ef núverandi kjördæmaskipan hefði verið við lýði 1999 þá hefðu Guðjón Arnar heldur ekki komist á þing. Þannig hefðu 4,2% atkvæða sem dugðu fyrir tveimur þingsætum 1999 engu skilað í núverandi kerfi. Vissulega getur framboð til Alþingis vakið á athygli á ákveðnum málstað þó það skili ekki þingsæti en það er ekki víst að slíkur málstaður eigi margar vini á þingi eftir kosningar."
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun