Hver vill ekki læra að dansa argentískan tangó og upplifa ekta milongu stemningu? Milongu er tangódansleikur, en slíkur dansleikur verður haldinn á Borginni á fimmtudagskvöldið.
Verður argentíski tangóinn stiginn í Gyllta salnum á Borginni. Milongan hefst klukkan 21:00 og stendur til klukkan 24:00. Áður en milongan hefst verður opinn tími fyrir þá sem vilja læra grunninn í argentískum tangó. Hefst opni tíminn klukkan 20:00.
Allir eru velkomnir og aðgangseyrir er aðeins kr. 500.