Stefán og Hannes í Silfrinu 23. febrúar 2007 13:33 Prófessorarnir Stefán Ólafsson og Hannes Hólmsteinn Gissurarson verða sérstakir gestir í Silfri Egils á sunnudag. Þeir munu ræða um ójöfnuð í íslensku samfélagi, fátækt, skatta og sitthvað í þeim dúr. Af öðrum gestum í þættinum má nefna Steingrím J. Sigfússon sem kemur heitur af landsfundi Vinstri grænna, séra Baldur Kristjánsson sem hefur merkilegar skoðanir á framtíð kirkjunnar, borgarfulltrúana Steinunni Valdísi Óskarsdóttur og Björn Inga Hrafnsson, Ólaf Teit Guðnason blaðamann og Atla Gíslason, lögmann og frambjóðanda. Þátturinn er að vanda á dagskrá Stöðvar 2 klukkan 12.25 á sunnudag, strax að loknum hádegisfréttum, en einnig er hægt að horfa á hann í Veftívíinu hér á Vísi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Skoðanir Mest lesið Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Fræðsluskylda í stað skólaskyldu Eldur Smári Kristinsson Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun
Prófessorarnir Stefán Ólafsson og Hannes Hólmsteinn Gissurarson verða sérstakir gestir í Silfri Egils á sunnudag. Þeir munu ræða um ójöfnuð í íslensku samfélagi, fátækt, skatta og sitthvað í þeim dúr. Af öðrum gestum í þættinum má nefna Steingrím J. Sigfússon sem kemur heitur af landsfundi Vinstri grænna, séra Baldur Kristjánsson sem hefur merkilegar skoðanir á framtíð kirkjunnar, borgarfulltrúana Steinunni Valdísi Óskarsdóttur og Björn Inga Hrafnsson, Ólaf Teit Guðnason blaðamann og Atla Gíslason, lögmann og frambjóðanda. Þátturinn er að vanda á dagskrá Stöðvar 2 klukkan 12.25 á sunnudag, strax að loknum hádegisfréttum, en einnig er hægt að horfa á hann í Veftívíinu hér á Vísi.