Miklar vegaframkvæmdir fara illa saman með uppbyggingu stóriðju 25. mars 2007 18:30 Það fer illa saman að ætla sér að leggja Sundabraut og tvöfalda Hvalfjarðargöng á sama tíma og uppi eru áform um stækkun og uppbyggingu nýrra álvera, segir framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Nauðsynlegt sé að auka útflutning, meðal annars á áli, til að vinna gegn gríðarlegum viðskiptahalla, en samgöngumannvirki eigi að skipuleggja til lengri tíma. Í fréttum okkar í gær greindum við frá leiðara Þorsteins Pálssonar ritstjóra Fréttablaðsins og fyrrverandi forsætisráðherra, sem sagði menn hafa fundið hjáleiðina í ríkisfjármálum. Þar reifaði Þorsteinn hvernig Alþingi hefði fyrir viku áætlað 8 milljarða í Sundabraut frá árinu 2008 til 2010, en viku seinna tækju forystumenn stjórnarflokkanna vel í hugmyndir Faxaflóahafna að klára Sundabraut á allra næstu árum fyrir 22 milljarða. Þá gagnrýndi Þorsteinn að bankarnir lýstu áhuga á að taka þátt í fjármögnuninni, en þeir hefðu verið duglegastir að gagnrýna ríkisvaldið fyrir þensluhvetjandi aðgerðir, sem stuðluðu að hárri verðbólgu og vöxtum. Auk þess að klára Sundabraut, stefnir Spölur, sem er í meirihlutaeign Faxaflóahafna, að því að tvöfalda Hvalfjarðargöng á næstu árum fyrir um 8 milljarða. "Menn hafa alltaf haft tilhneigingu að stýra efnahagsástandinu með því að skera niður eða bæta í vegaframkvæmdir. En okkar skoðun er sú að hér þurfi að vinna meira eftir langtímaáætlunum," segir Sveinn Hannesson formaður Samtaka iðnaðrins. Sveinn minnir á að til séu orðin mörg stór og öflug verktakafyrirtæki sem þurfi á stöðugleika að halda. Þau geti ekki ýmist pakkað saman eða tvöfaldað sína afkastagetu. Því sé skynsamlegt að dreifa stórum verkefnum. En þenslan undanfarin ár hefur leitt til hárrar verðbólgu og vaxta. Þær framkvæmdir sem nú er verið að tala um eru samanlag upp á 30 milljarða, fyrir utan hundruð milljarða sem samþykktir voru í samgönguáætlun fyrir hálfum mánuði eða svo. "Þetta eru rosalegar tölur sem hér er verið að tala um og það er spurningin hvort menn verði þá ekki að skera niður annars staðar á meðan þetta gengur yfir," segir Sveinn. Íslendingar eiga heimsmet í viðskiptahalla í hinum vestræna heimi og hefur hann aukist hröðum skrefum undanfarin ár. Sveinn segir því nauðsynlegt að auka útflutningstekjur, m.a. af áli. Sveinn segir þetta ekki vinna vel saman. Það hljóti allir að sjá það. "Ég spyr, af hverju dettur engum í hug að fæla burt ferðamenn, loka verslunum eða stoppa útrás bankanna? Það talar enginn um það enda yrðu þeir ekki teknir alvarlega sem kæmu með slíkar hugmyndir," segir Sveinn. "Ég tel að við þurfum fyrst og fremst á því að halda að auka okkar útflutningstekjur. Við erum með mikinn og viðvarandi viðskiptahalla og það ætti að vera forgangsverkefni að auka útflutningstekjur af vöru og þjónustu," segir Sveinn Hannesson formaður samtaka iðnaðarins. Samgöngur Stóriðja Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Fleiri fréttir Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Sjá meira
Það fer illa saman að ætla sér að leggja Sundabraut og tvöfalda Hvalfjarðargöng á sama tíma og uppi eru áform um stækkun og uppbyggingu nýrra álvera, segir framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Nauðsynlegt sé að auka útflutning, meðal annars á áli, til að vinna gegn gríðarlegum viðskiptahalla, en samgöngumannvirki eigi að skipuleggja til lengri tíma. Í fréttum okkar í gær greindum við frá leiðara Þorsteins Pálssonar ritstjóra Fréttablaðsins og fyrrverandi forsætisráðherra, sem sagði menn hafa fundið hjáleiðina í ríkisfjármálum. Þar reifaði Þorsteinn hvernig Alþingi hefði fyrir viku áætlað 8 milljarða í Sundabraut frá árinu 2008 til 2010, en viku seinna tækju forystumenn stjórnarflokkanna vel í hugmyndir Faxaflóahafna að klára Sundabraut á allra næstu árum fyrir 22 milljarða. Þá gagnrýndi Þorsteinn að bankarnir lýstu áhuga á að taka þátt í fjármögnuninni, en þeir hefðu verið duglegastir að gagnrýna ríkisvaldið fyrir þensluhvetjandi aðgerðir, sem stuðluðu að hárri verðbólgu og vöxtum. Auk þess að klára Sundabraut, stefnir Spölur, sem er í meirihlutaeign Faxaflóahafna, að því að tvöfalda Hvalfjarðargöng á næstu árum fyrir um 8 milljarða. "Menn hafa alltaf haft tilhneigingu að stýra efnahagsástandinu með því að skera niður eða bæta í vegaframkvæmdir. En okkar skoðun er sú að hér þurfi að vinna meira eftir langtímaáætlunum," segir Sveinn Hannesson formaður Samtaka iðnaðrins. Sveinn minnir á að til séu orðin mörg stór og öflug verktakafyrirtæki sem þurfi á stöðugleika að halda. Þau geti ekki ýmist pakkað saman eða tvöfaldað sína afkastagetu. Því sé skynsamlegt að dreifa stórum verkefnum. En þenslan undanfarin ár hefur leitt til hárrar verðbólgu og vaxta. Þær framkvæmdir sem nú er verið að tala um eru samanlag upp á 30 milljarða, fyrir utan hundruð milljarða sem samþykktir voru í samgönguáætlun fyrir hálfum mánuði eða svo. "Þetta eru rosalegar tölur sem hér er verið að tala um og það er spurningin hvort menn verði þá ekki að skera niður annars staðar á meðan þetta gengur yfir," segir Sveinn. Íslendingar eiga heimsmet í viðskiptahalla í hinum vestræna heimi og hefur hann aukist hröðum skrefum undanfarin ár. Sveinn segir því nauðsynlegt að auka útflutningstekjur, m.a. af áli. Sveinn segir þetta ekki vinna vel saman. Það hljóti allir að sjá það. "Ég spyr, af hverju dettur engum í hug að fæla burt ferðamenn, loka verslunum eða stoppa útrás bankanna? Það talar enginn um það enda yrðu þeir ekki teknir alvarlega sem kæmu með slíkar hugmyndir," segir Sveinn. "Ég tel að við þurfum fyrst og fremst á því að halda að auka okkar útflutningstekjur. Við erum með mikinn og viðvarandi viðskiptahalla og það ætti að vera forgangsverkefni að auka útflutningstekjur af vöru og þjónustu," segir Sveinn Hannesson formaður samtaka iðnaðarins.
Samgöngur Stóriðja Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Fleiri fréttir Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Sjá meira