Ótti, ekki skeytingarleysi 5. apríl 2007 18:45 Leigubílsstjóri, sem varð vitni að því þegar hópur ungmenna gekk í skrokk á pari í Breiðholti í fyrradag, veitti árásarmönnunum eftirför eftir að hafa fengið þau skilaboð frá lögreglu að enginn lögreglubíll var tiltækur. Bílstjórinn segir ástæðu þess að enginn sjónarvotta kom parinu til hjálpar ekki vera skeytingarleysi heldur ótta. Það var um hábjartan dag að fimm ungmenni réðust að 16 ára dreng og 14 ára vinkonu hans um við Lóuhóla. Leigubílstjóri sem varð vitni að árásinni segist samstundis hafa haft samband við lögreglu. Þar fengust þau svör að enginn lögreglubíll væri tiltækur og spurt var hvort hún gæti veitt bifreið árásarmannanna eftirför sem úr varð. Á meðan eltingarleik leigubílstjórans, sem var með farþega í bílnum, við árásarmennina stóð segist hún hafa verið í stöðugu símsambandi við lögreglu. Ítrekað hafi verið reynt að kalla út lögreglubíl en þau svör borist að enginn gæti sinnt útkallinu. Hún segir þetta hafa gengið svona í um 10-15 mínútur, eða þar til komið var að Arnarbakka. Eftir að hafa gefið lögreglu upp númer á bifreið árásarmannanna lét hún staðar numið. Stefán Eiríksson lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins segir ekkert óeðlilegt við viðbragðstíma lögreglu. Bókanir sýni að hún var kominn til drengsins sem fyrir árásinni varð aðeins fáeinum mínútum eftir að hann hafði samband við lögreglu, enda hafi árásarmál forgang. Á sama tíma hafi annað teymi frá lögreglu lagt af stað til að leita árásarmennina uppi. Þeir fundust innan tveggja klukkutíma. Athygli vekur að enginn sjónarvotta kom parinu til hjálpar. Leigubílstjórinn segir útskýringuna þá að aðfarar árásarmannanna hafa verið slíkar að hvorki hún né aðrir hafi þorað að skerast í leikinn og hætta þannig lífi sínu, limum og eigum. Þó nokkrir hefðu hins vegar notað bílflauturnar sem hafi orðið til þess að árásarmennirnir stukku upp í bíl og reykspóluðu í burtu. Konan sem um ræðir segist ekki treysta sér til að koma fram í fjölmiðlum af ótta við hefndaraðgerðir. Innlent Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Bein útsending: Trump kynnir friðarráðið Erlent „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Innlent Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Fleiri fréttir „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Sjá meira
Leigubílsstjóri, sem varð vitni að því þegar hópur ungmenna gekk í skrokk á pari í Breiðholti í fyrradag, veitti árásarmönnunum eftirför eftir að hafa fengið þau skilaboð frá lögreglu að enginn lögreglubíll var tiltækur. Bílstjórinn segir ástæðu þess að enginn sjónarvotta kom parinu til hjálpar ekki vera skeytingarleysi heldur ótta. Það var um hábjartan dag að fimm ungmenni réðust að 16 ára dreng og 14 ára vinkonu hans um við Lóuhóla. Leigubílstjóri sem varð vitni að árásinni segist samstundis hafa haft samband við lögreglu. Þar fengust þau svör að enginn lögreglubíll væri tiltækur og spurt var hvort hún gæti veitt bifreið árásarmannanna eftirför sem úr varð. Á meðan eltingarleik leigubílstjórans, sem var með farþega í bílnum, við árásarmennina stóð segist hún hafa verið í stöðugu símsambandi við lögreglu. Ítrekað hafi verið reynt að kalla út lögreglubíl en þau svör borist að enginn gæti sinnt útkallinu. Hún segir þetta hafa gengið svona í um 10-15 mínútur, eða þar til komið var að Arnarbakka. Eftir að hafa gefið lögreglu upp númer á bifreið árásarmannanna lét hún staðar numið. Stefán Eiríksson lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins segir ekkert óeðlilegt við viðbragðstíma lögreglu. Bókanir sýni að hún var kominn til drengsins sem fyrir árásinni varð aðeins fáeinum mínútum eftir að hann hafði samband við lögreglu, enda hafi árásarmál forgang. Á sama tíma hafi annað teymi frá lögreglu lagt af stað til að leita árásarmennina uppi. Þeir fundust innan tveggja klukkutíma. Athygli vekur að enginn sjónarvotta kom parinu til hjálpar. Leigubílstjórinn segir útskýringuna þá að aðfarar árásarmannanna hafa verið slíkar að hvorki hún né aðrir hafi þorað að skerast í leikinn og hætta þannig lífi sínu, limum og eigum. Þó nokkrir hefðu hins vegar notað bílflauturnar sem hafi orðið til þess að árásarmennirnir stukku upp í bíl og reykspóluðu í burtu. Konan sem um ræðir segist ekki treysta sér til að koma fram í fjölmiðlum af ótta við hefndaraðgerðir.
Innlent Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Bein útsending: Trump kynnir friðarráðið Erlent „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Innlent Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Fleiri fréttir „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Sjá meira