Efndir um lóðir eða kokgleyping kosningaloforða? 28. apríl 2007 18:32 Sjálfstæðismenn eru að kokgleypa kosningaloforð sitt um ódýrar lóðir fyrir alla, með því að bjóða einbýlishúsalóðir á ellefu milljónir króna, segir oddviti Samfylkingarinnar í borgarstjórn. Aldeilis ekki, segir formaður skipulagsnefndar, þetta er kostnaðarverð og framboðið verður nægt til að svara eftirspurn: 1500 íbúðir á ári hið minnsta. Borgarstjórnarmeirihluti kynnti í gær áætlun um úthlutun lóða í borginni næstu árin. Úthlutað verður þrisvar á ári, samtals um 500 íbúðum í miðborginni og nágrenni. Að minnsta kosti eitt þúsund lóðum í nýjum hverfum. Hægt er að skoða hvaða svæði þetta eru og sækja um á vefnum. Lóðirnar í nýju hverfunum verða á föstu verði, 11 milljónir króna fyrir einbýlishúsalóð, sjö og hálf milljón fyrir lóð undir raðhús eða parhús og fjórar og hálf milljón á hverja íbúð í fjölbýli. Í febrúar 2005 sagði Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, núverandi borgarstjóri að uppboðsleið Reykjavíkurlistans hefði sprengt upp lóðaverð, sem sæist best á því að verð á íbúð í fjölbýli væri 2,7 milljónir króna, á meðan gatnagerðargjöldin væru 500.000 og einbýlishúsalóðirnar hefðu farið á 6,3 milljónir meðan gatnagerðargjöldin væru 3,1 milljón. Fyrir borgarstjórnarkosningarnar í fyrra sagði Vilhjálmur að fyrsta verk sjálfstæðismanna í borgarstjórn yrði að tryggja nægt lóðaframboð og lækka söluverð lóða til samræmis við kostnað borgarinnar við gerð nýrra byggingarsvæða. Hanna Birna Kristjánsdóttir formaður Skipulagsráðs segir þetta vera kostnaðarverð. Verðið sé lægra en í nágrannasveitarfélögunum og endurspegli kostnaðinn við að byggja upp nýtt hverfi. Dagur B. Eggertsson oddviti Samfylkingarinnar í borgarstjórn segir að sjálfstæðismenn séu með þessu að kokgleypa kosningaloforð um ódýrar lóðir fyrir alla. Þeir skuldi kjósendum skýringar. Innlent Kosningar 2007 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Fleiri fréttir Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Sjá meira
Sjálfstæðismenn eru að kokgleypa kosningaloforð sitt um ódýrar lóðir fyrir alla, með því að bjóða einbýlishúsalóðir á ellefu milljónir króna, segir oddviti Samfylkingarinnar í borgarstjórn. Aldeilis ekki, segir formaður skipulagsnefndar, þetta er kostnaðarverð og framboðið verður nægt til að svara eftirspurn: 1500 íbúðir á ári hið minnsta. Borgarstjórnarmeirihluti kynnti í gær áætlun um úthlutun lóða í borginni næstu árin. Úthlutað verður þrisvar á ári, samtals um 500 íbúðum í miðborginni og nágrenni. Að minnsta kosti eitt þúsund lóðum í nýjum hverfum. Hægt er að skoða hvaða svæði þetta eru og sækja um á vefnum. Lóðirnar í nýju hverfunum verða á föstu verði, 11 milljónir króna fyrir einbýlishúsalóð, sjö og hálf milljón fyrir lóð undir raðhús eða parhús og fjórar og hálf milljón á hverja íbúð í fjölbýli. Í febrúar 2005 sagði Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, núverandi borgarstjóri að uppboðsleið Reykjavíkurlistans hefði sprengt upp lóðaverð, sem sæist best á því að verð á íbúð í fjölbýli væri 2,7 milljónir króna, á meðan gatnagerðargjöldin væru 500.000 og einbýlishúsalóðirnar hefðu farið á 6,3 milljónir meðan gatnagerðargjöldin væru 3,1 milljón. Fyrir borgarstjórnarkosningarnar í fyrra sagði Vilhjálmur að fyrsta verk sjálfstæðismanna í borgarstjórn yrði að tryggja nægt lóðaframboð og lækka söluverð lóða til samræmis við kostnað borgarinnar við gerð nýrra byggingarsvæða. Hanna Birna Kristjánsdóttir formaður Skipulagsráðs segir þetta vera kostnaðarverð. Verðið sé lægra en í nágrannasveitarfélögunum og endurspegli kostnaðinn við að byggja upp nýtt hverfi. Dagur B. Eggertsson oddviti Samfylkingarinnar í borgarstjórn segir að sjálfstæðismenn séu með þessu að kokgleypa kosningaloforð um ódýrar lóðir fyrir alla. Þeir skuldi kjósendum skýringar.
Innlent Kosningar 2007 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Fleiri fréttir Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent