Dýrasti boxbardagi sögunnar á laugardaginn 2. maí 2007 17:10 De la Hoya gegn Mayweather. Stærsti bardagi ársins er á Sýn á laugardaginn AFP Hnefaleikaheimurinn bíður nú spenntur eftir bardaga ársins á laugardaginn þegar Oscar de la Hoya tekur á móti hinum ósigraða Floyd Mayweather í Las Vegas. Þetta verður dýrasti boxbardagi sögunnar og þegar er búið að selja aðgöngumiða fyrir 1,2 milljarða króna á MGM Grand. Miðar á bardagann ganga nú kaupum og sölum fyrir allt að 1,3 milljónir króna. Sagt er að Oscar de la Hoya mun fá um tvo milljarða króna fyrir bardagann, en Mayweather aðeins um 700 milljónir. Talið er víst að bardagi þeirra muni slá fyrra met í sjónvarpsáhorfi en gamla metið er öðrum bardaga Mike Tyson og Evander Holyfield frá árinu 1997 þar sem tvær milljónir manna greiddu sérstaklega fyrir að fá að horfa á hann. De la Hoya hefur unnið 38 sigra á ferlinum og tapað fjórum sinnum, en hann er sagður hafa rakað inn 31 milljarði króna á ferlinum síðan árið 1995 - bara í svokölluðum pay-per-view sjónvarpstekjum, sem eru tekjur sem fólk greiðir fyrir að sjá einstaka bardaga með honum í sjónvarpinu. Mayweather er almennt álitinn besti hnefaleikakappi heimsins pund fyrir pund og hann mun leggja fullkominn árangur sinn (37 sigrar og ekkert tap) undir þegar hann mætir gamla refnum De la Hoya á laugardaginn. Mayweather hefur látið digurbarkalega fyrir bardagann og hefur látið svívirðingunum rigna yfir De la Hoya. "Hvert einasta orð sem kemur út úr munninum á Mayweather gerir mér auðveldara fyrir að æfa betur. Hann ber ekki nokkra einustu virðingu fyrir mér en þegar andstæðingur minn rífur svona mikið kjaft - kveikir það í mér og lætur mig leggja enn harðar að mér. Ég æfi reiður, en ég mun ekki verða reiður þegar ég kem inn í hringinn og það mun gera gæfumuninn," sagði hinn dagfarsprúði De la Hoya. Mayweather hefur gengið langt til að reyna að taka andstæðing sinn á taugum fyrir bardagann og gekk svo langt að ýta við honum og kalla hann öllum illum nöfnum á blaðamannafundi fyrir bardagann í síðasta mánuði. "Ég mun gera það sama við hann og ég gerði við alla hina 37 andstæðinga mína - ég mun rassskella hann. Ég er tilbúinn að veðja við hann milljónum dollara að ég muni vinna hann," sagði Mayweather. Bardaginn verður að sjálfssögðu sýndur beint á Sýn á laugardagskvöldið og hefst útsending klukkan 1 um nóttina. Box Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir Hulda Clara leiðir með fimm höggum fyrir lokadaginn Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Eir Chang sjöunda á EM Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Eir komin í úrslitahlaupið á EM Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Bæði lið stóðu saman í hring þar til leiknum var aflýst Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Sjá meira
Hnefaleikaheimurinn bíður nú spenntur eftir bardaga ársins á laugardaginn þegar Oscar de la Hoya tekur á móti hinum ósigraða Floyd Mayweather í Las Vegas. Þetta verður dýrasti boxbardagi sögunnar og þegar er búið að selja aðgöngumiða fyrir 1,2 milljarða króna á MGM Grand. Miðar á bardagann ganga nú kaupum og sölum fyrir allt að 1,3 milljónir króna. Sagt er að Oscar de la Hoya mun fá um tvo milljarða króna fyrir bardagann, en Mayweather aðeins um 700 milljónir. Talið er víst að bardagi þeirra muni slá fyrra met í sjónvarpsáhorfi en gamla metið er öðrum bardaga Mike Tyson og Evander Holyfield frá árinu 1997 þar sem tvær milljónir manna greiddu sérstaklega fyrir að fá að horfa á hann. De la Hoya hefur unnið 38 sigra á ferlinum og tapað fjórum sinnum, en hann er sagður hafa rakað inn 31 milljarði króna á ferlinum síðan árið 1995 - bara í svokölluðum pay-per-view sjónvarpstekjum, sem eru tekjur sem fólk greiðir fyrir að sjá einstaka bardaga með honum í sjónvarpinu. Mayweather er almennt álitinn besti hnefaleikakappi heimsins pund fyrir pund og hann mun leggja fullkominn árangur sinn (37 sigrar og ekkert tap) undir þegar hann mætir gamla refnum De la Hoya á laugardaginn. Mayweather hefur látið digurbarkalega fyrir bardagann og hefur látið svívirðingunum rigna yfir De la Hoya. "Hvert einasta orð sem kemur út úr munninum á Mayweather gerir mér auðveldara fyrir að æfa betur. Hann ber ekki nokkra einustu virðingu fyrir mér en þegar andstæðingur minn rífur svona mikið kjaft - kveikir það í mér og lætur mig leggja enn harðar að mér. Ég æfi reiður, en ég mun ekki verða reiður þegar ég kem inn í hringinn og það mun gera gæfumuninn," sagði hinn dagfarsprúði De la Hoya. Mayweather hefur gengið langt til að reyna að taka andstæðing sinn á taugum fyrir bardagann og gekk svo langt að ýta við honum og kalla hann öllum illum nöfnum á blaðamannafundi fyrir bardagann í síðasta mánuði. "Ég mun gera það sama við hann og ég gerði við alla hina 37 andstæðinga mína - ég mun rassskella hann. Ég er tilbúinn að veðja við hann milljónum dollara að ég muni vinna hann," sagði Mayweather. Bardaginn verður að sjálfssögðu sýndur beint á Sýn á laugardagskvöldið og hefst útsending klukkan 1 um nóttina.
Box Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir Hulda Clara leiðir með fimm höggum fyrir lokadaginn Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Eir Chang sjöunda á EM Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Eir komin í úrslitahlaupið á EM Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Bæði lið stóðu saman í hring þar til leiknum var aflýst Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti