Bush í Róm Guðjón Helgason skrifar 9. júní 2007 12:12 Bush, Bandaríkjaforseti, kom í Vatíkanið í Róm í morgun til fundar við Benedikt páfa sextánda. Bush mun einnig funda með Prodi, forsætisráðherra Ítalíu. Leynifangelsi og fangaflug verða ekki rædd við Prodi þó réttarhöld tengd séu hafin á Ítalíu. Bush er á ferð um Evrópu. Hann fór til Póllands í gær eftir að fundi leiðtoga átta helstu iðnríkja heims lauk í Heiligendamm í Þýskalandi. Þar fundaði hann með Lech Kaczynski, forseta Póllands, um eldfalugavarnarkefið sem Bandaríkjamenn vilja reisa þar og í Tékklandi. Kerfið var til umræðu á fundi Bush og Pútíns Rússlandsforseta í Heiligendamm í fyrradag. Kaczynksi lagði áherslu á að Pólverjar væru fylgjandi kerfinu og að Rússar þyrftu ekki að hræðast það. Frá Póllandi hélt Bush til Ítalíu. Fyrst heimsóttu hann og kona hans Laura, Giorgio Napolitano, forseta Ítalíu, og konu hans í forsetahöllinni í Róm. Þá héldu þau í Páfagarð þar sem forsetinn fundaði í fyrsta sinn með Benedikt sextánda páfa. Vel fór á með þeim. Þeir eru sagðir á einu máli þegar kemur að andstöðu við fóstureyðingar, líknardráp og hjónabönd samkynhneigðra. En þegar kemur að Íraksstríðinu gegnir öðru máli. Talið var fyrir fundinn að páfi myndi leggja áherslu á vanda kristinna manna í Írak. Bush fundar síðar í dag með Romano Prodi, forsætisráðherra Ítalíu, en síðast hittust þeir á fundinum í Heiligendamm. Prodi segir fangaflug og leynifangelsi ekki verða á dagskrá þrátt fyrir skýrslu Evrópuráðsins um þann rekstur frá í gær. Málið brennur á Ítölum í ljósi þess að réttarhöld vegna svokallaðra sértækra flutninga bandarísku leyniþjónustunnar, CIA, hófust í Mílanó í gær. 26 Bandaríkjamenn, allir hermenn eða njósnarar CIA, og 6 Ítalar eru ákærðir fyrir að hafa rænt múslima klerk á Ítalíu og sent hann til Egyptalands þar sem hann mun hafa verið pyntaður. Réttað verður yfir Bandaríkjamönnunum að þeim fjarverandi. Búist er við mótmælum í Róm vegna heimsóknar Bush og tíu þúsund lögreglumenn því á vakt í miðri Rómarborg. Erlent Fréttir Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Sjá meira
Bush, Bandaríkjaforseti, kom í Vatíkanið í Róm í morgun til fundar við Benedikt páfa sextánda. Bush mun einnig funda með Prodi, forsætisráðherra Ítalíu. Leynifangelsi og fangaflug verða ekki rædd við Prodi þó réttarhöld tengd séu hafin á Ítalíu. Bush er á ferð um Evrópu. Hann fór til Póllands í gær eftir að fundi leiðtoga átta helstu iðnríkja heims lauk í Heiligendamm í Þýskalandi. Þar fundaði hann með Lech Kaczynski, forseta Póllands, um eldfalugavarnarkefið sem Bandaríkjamenn vilja reisa þar og í Tékklandi. Kerfið var til umræðu á fundi Bush og Pútíns Rússlandsforseta í Heiligendamm í fyrradag. Kaczynksi lagði áherslu á að Pólverjar væru fylgjandi kerfinu og að Rússar þyrftu ekki að hræðast það. Frá Póllandi hélt Bush til Ítalíu. Fyrst heimsóttu hann og kona hans Laura, Giorgio Napolitano, forseta Ítalíu, og konu hans í forsetahöllinni í Róm. Þá héldu þau í Páfagarð þar sem forsetinn fundaði í fyrsta sinn með Benedikt sextánda páfa. Vel fór á með þeim. Þeir eru sagðir á einu máli þegar kemur að andstöðu við fóstureyðingar, líknardráp og hjónabönd samkynhneigðra. En þegar kemur að Íraksstríðinu gegnir öðru máli. Talið var fyrir fundinn að páfi myndi leggja áherslu á vanda kristinna manna í Írak. Bush fundar síðar í dag með Romano Prodi, forsætisráðherra Ítalíu, en síðast hittust þeir á fundinum í Heiligendamm. Prodi segir fangaflug og leynifangelsi ekki verða á dagskrá þrátt fyrir skýrslu Evrópuráðsins um þann rekstur frá í gær. Málið brennur á Ítölum í ljósi þess að réttarhöld vegna svokallaðra sértækra flutninga bandarísku leyniþjónustunnar, CIA, hófust í Mílanó í gær. 26 Bandaríkjamenn, allir hermenn eða njósnarar CIA, og 6 Ítalar eru ákærðir fyrir að hafa rænt múslima klerk á Ítalíu og sent hann til Egyptalands þar sem hann mun hafa verið pyntaður. Réttað verður yfir Bandaríkjamönnunum að þeim fjarverandi. Búist er við mótmælum í Róm vegna heimsóknar Bush og tíu þúsund lögreglumenn því á vakt í miðri Rómarborg.
Erlent Fréttir Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila