Hamas sækir í sig veðrið Jónas Haraldsson skrifar 14. júní 2007 08:04 Liðsmenn Hamas standa vörð fyrir utan höfuðstöðvar þeirra á norðurhluta Gaza. MYND/AFP Hamas samtökin skýrðu frá því rétt í þessu að þau hefðu náð stjórn á einni af höfuðstöðum Fatah hreyfingarinnar. Byggingin er á Gaza svæðinu. Talsmaður Fatah neitaði því að hafa tapað svæði eða húsnæði til Hamas. Hamas sagðist hafa gefið fólkinu sem var innandyra frest til þess að koma út úr byggingunni áður en á hana var ráðist. Fólkið lét sig fljótt hverfa og Hamas tók þá bygginguna. Leiðtogar Fatah og Hamas náðu í nótt samkomulagi um vopnahlé en 80 manns hafa látið lífið í átökum þar undanfarna daga. Samkomulagið hélt ekki. Leiðtogar beggja fylkinginga gáfu út sameiginlega yfirlýsingu í gærkvöldi þar sem þeir báðu félagsmenn í samtökum sínum að leggja niður vopn sín. Vopnaði armur Hamas samtakanna sögðust þó engin fyrirmæli um slíkt hafa fengið og því hefur hann barist áfram. Hamas og Fatah náðu samkomulagi um níu atriði sem Hamas hafði sett sem skilyrði fyrir vopnahléi. Þeirra á meðal var krafa um að skipaður yrði ráðherra sem yrði yfir öllum öryggissveitum Palestínu. Að minnsta kosti 17 manns létu lífið í átökum á Gaza svæðinu í gær. Vitni að bardögunum segja að svo virðist sem Hamas sé að síga fram úr í baráttunni um völdin á svæðinu. Átökin hófust á laugardaginn síðastliðinn og áköll um vopnahlé hafa ítrekað verið virt að vettugi. Sameinuðu þjóðirnar eru að íhuga að senda friðargæsluliða á svæðið. Ban Ki-moon, aðalritari þeirra sagði það í gær. Hann sagði að bæði Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, og Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, hefðu haft orð á því við sig. Hingað til hafa Ísraelar ekki viljað friðargæsluliða á Gaza svæðinu. Hamas samtökin sögðu síðan í morgun að þau myndu aldrei samþykkja alþjóðlegt friðargæslulið við landamæri Gaza og Egyptalands. Litið yrði á slíkt lið sem óvinveitt hersetulið, án tillits til þjóðernis þess. Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, sagði á þriðjudaginn að það væri einn af möguleikunum í stöðunni og að hann þyrfti að skoða sem aðferð til þess að draga úr síauknum áhrifum Hamas á svæðinu. Erlent Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fannst heill á húfi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Fleiri fréttir Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Sjá meira
Hamas samtökin skýrðu frá því rétt í þessu að þau hefðu náð stjórn á einni af höfuðstöðum Fatah hreyfingarinnar. Byggingin er á Gaza svæðinu. Talsmaður Fatah neitaði því að hafa tapað svæði eða húsnæði til Hamas. Hamas sagðist hafa gefið fólkinu sem var innandyra frest til þess að koma út úr byggingunni áður en á hana var ráðist. Fólkið lét sig fljótt hverfa og Hamas tók þá bygginguna. Leiðtogar Fatah og Hamas náðu í nótt samkomulagi um vopnahlé en 80 manns hafa látið lífið í átökum þar undanfarna daga. Samkomulagið hélt ekki. Leiðtogar beggja fylkinginga gáfu út sameiginlega yfirlýsingu í gærkvöldi þar sem þeir báðu félagsmenn í samtökum sínum að leggja niður vopn sín. Vopnaði armur Hamas samtakanna sögðust þó engin fyrirmæli um slíkt hafa fengið og því hefur hann barist áfram. Hamas og Fatah náðu samkomulagi um níu atriði sem Hamas hafði sett sem skilyrði fyrir vopnahléi. Þeirra á meðal var krafa um að skipaður yrði ráðherra sem yrði yfir öllum öryggissveitum Palestínu. Að minnsta kosti 17 manns létu lífið í átökum á Gaza svæðinu í gær. Vitni að bardögunum segja að svo virðist sem Hamas sé að síga fram úr í baráttunni um völdin á svæðinu. Átökin hófust á laugardaginn síðastliðinn og áköll um vopnahlé hafa ítrekað verið virt að vettugi. Sameinuðu þjóðirnar eru að íhuga að senda friðargæsluliða á svæðið. Ban Ki-moon, aðalritari þeirra sagði það í gær. Hann sagði að bæði Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, og Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, hefðu haft orð á því við sig. Hingað til hafa Ísraelar ekki viljað friðargæsluliða á Gaza svæðinu. Hamas samtökin sögðu síðan í morgun að þau myndu aldrei samþykkja alþjóðlegt friðargæslulið við landamæri Gaza og Egyptalands. Litið yrði á slíkt lið sem óvinveitt hersetulið, án tillits til þjóðernis þess. Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, sagði á þriðjudaginn að það væri einn af möguleikunum í stöðunni og að hann þyrfti að skoða sem aðferð til þess að draga úr síauknum áhrifum Hamas á svæðinu.
Erlent Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fannst heill á húfi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Fleiri fréttir Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Sjá meira