Hamas sækir í sig veðrið Jónas Haraldsson skrifar 14. júní 2007 08:04 Liðsmenn Hamas standa vörð fyrir utan höfuðstöðvar þeirra á norðurhluta Gaza. MYND/AFP Hamas samtökin skýrðu frá því rétt í þessu að þau hefðu náð stjórn á einni af höfuðstöðum Fatah hreyfingarinnar. Byggingin er á Gaza svæðinu. Talsmaður Fatah neitaði því að hafa tapað svæði eða húsnæði til Hamas. Hamas sagðist hafa gefið fólkinu sem var innandyra frest til þess að koma út úr byggingunni áður en á hana var ráðist. Fólkið lét sig fljótt hverfa og Hamas tók þá bygginguna. Leiðtogar Fatah og Hamas náðu í nótt samkomulagi um vopnahlé en 80 manns hafa látið lífið í átökum þar undanfarna daga. Samkomulagið hélt ekki. Leiðtogar beggja fylkinginga gáfu út sameiginlega yfirlýsingu í gærkvöldi þar sem þeir báðu félagsmenn í samtökum sínum að leggja niður vopn sín. Vopnaði armur Hamas samtakanna sögðust þó engin fyrirmæli um slíkt hafa fengið og því hefur hann barist áfram. Hamas og Fatah náðu samkomulagi um níu atriði sem Hamas hafði sett sem skilyrði fyrir vopnahléi. Þeirra á meðal var krafa um að skipaður yrði ráðherra sem yrði yfir öllum öryggissveitum Palestínu. Að minnsta kosti 17 manns létu lífið í átökum á Gaza svæðinu í gær. Vitni að bardögunum segja að svo virðist sem Hamas sé að síga fram úr í baráttunni um völdin á svæðinu. Átökin hófust á laugardaginn síðastliðinn og áköll um vopnahlé hafa ítrekað verið virt að vettugi. Sameinuðu þjóðirnar eru að íhuga að senda friðargæsluliða á svæðið. Ban Ki-moon, aðalritari þeirra sagði það í gær. Hann sagði að bæði Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, og Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, hefðu haft orð á því við sig. Hingað til hafa Ísraelar ekki viljað friðargæsluliða á Gaza svæðinu. Hamas samtökin sögðu síðan í morgun að þau myndu aldrei samþykkja alþjóðlegt friðargæslulið við landamæri Gaza og Egyptalands. Litið yrði á slíkt lið sem óvinveitt hersetulið, án tillits til þjóðernis þess. Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, sagði á þriðjudaginn að það væri einn af möguleikunum í stöðunni og að hann þyrfti að skoða sem aðferð til þess að draga úr síauknum áhrifum Hamas á svæðinu. Erlent Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Innlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Fleiri fréttir Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Sjá meira
Hamas samtökin skýrðu frá því rétt í þessu að þau hefðu náð stjórn á einni af höfuðstöðum Fatah hreyfingarinnar. Byggingin er á Gaza svæðinu. Talsmaður Fatah neitaði því að hafa tapað svæði eða húsnæði til Hamas. Hamas sagðist hafa gefið fólkinu sem var innandyra frest til þess að koma út úr byggingunni áður en á hana var ráðist. Fólkið lét sig fljótt hverfa og Hamas tók þá bygginguna. Leiðtogar Fatah og Hamas náðu í nótt samkomulagi um vopnahlé en 80 manns hafa látið lífið í átökum þar undanfarna daga. Samkomulagið hélt ekki. Leiðtogar beggja fylkinginga gáfu út sameiginlega yfirlýsingu í gærkvöldi þar sem þeir báðu félagsmenn í samtökum sínum að leggja niður vopn sín. Vopnaði armur Hamas samtakanna sögðust þó engin fyrirmæli um slíkt hafa fengið og því hefur hann barist áfram. Hamas og Fatah náðu samkomulagi um níu atriði sem Hamas hafði sett sem skilyrði fyrir vopnahléi. Þeirra á meðal var krafa um að skipaður yrði ráðherra sem yrði yfir öllum öryggissveitum Palestínu. Að minnsta kosti 17 manns létu lífið í átökum á Gaza svæðinu í gær. Vitni að bardögunum segja að svo virðist sem Hamas sé að síga fram úr í baráttunni um völdin á svæðinu. Átökin hófust á laugardaginn síðastliðinn og áköll um vopnahlé hafa ítrekað verið virt að vettugi. Sameinuðu þjóðirnar eru að íhuga að senda friðargæsluliða á svæðið. Ban Ki-moon, aðalritari þeirra sagði það í gær. Hann sagði að bæði Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, og Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, hefðu haft orð á því við sig. Hingað til hafa Ísraelar ekki viljað friðargæsluliða á Gaza svæðinu. Hamas samtökin sögðu síðan í morgun að þau myndu aldrei samþykkja alþjóðlegt friðargæslulið við landamæri Gaza og Egyptalands. Litið yrði á slíkt lið sem óvinveitt hersetulið, án tillits til þjóðernis þess. Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, sagði á þriðjudaginn að það væri einn af möguleikunum í stöðunni og að hann þyrfti að skoða sem aðferð til þess að draga úr síauknum áhrifum Hamas á svæðinu.
Erlent Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Innlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Fleiri fréttir Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila