Hamas sækir í sig veðrið Jónas Haraldsson skrifar 14. júní 2007 08:04 Liðsmenn Hamas standa vörð fyrir utan höfuðstöðvar þeirra á norðurhluta Gaza. MYND/AFP Hamas samtökin skýrðu frá því rétt í þessu að þau hefðu náð stjórn á einni af höfuðstöðum Fatah hreyfingarinnar. Byggingin er á Gaza svæðinu. Talsmaður Fatah neitaði því að hafa tapað svæði eða húsnæði til Hamas. Hamas sagðist hafa gefið fólkinu sem var innandyra frest til þess að koma út úr byggingunni áður en á hana var ráðist. Fólkið lét sig fljótt hverfa og Hamas tók þá bygginguna. Leiðtogar Fatah og Hamas náðu í nótt samkomulagi um vopnahlé en 80 manns hafa látið lífið í átökum þar undanfarna daga. Samkomulagið hélt ekki. Leiðtogar beggja fylkinginga gáfu út sameiginlega yfirlýsingu í gærkvöldi þar sem þeir báðu félagsmenn í samtökum sínum að leggja niður vopn sín. Vopnaði armur Hamas samtakanna sögðust þó engin fyrirmæli um slíkt hafa fengið og því hefur hann barist áfram. Hamas og Fatah náðu samkomulagi um níu atriði sem Hamas hafði sett sem skilyrði fyrir vopnahléi. Þeirra á meðal var krafa um að skipaður yrði ráðherra sem yrði yfir öllum öryggissveitum Palestínu. Að minnsta kosti 17 manns létu lífið í átökum á Gaza svæðinu í gær. Vitni að bardögunum segja að svo virðist sem Hamas sé að síga fram úr í baráttunni um völdin á svæðinu. Átökin hófust á laugardaginn síðastliðinn og áköll um vopnahlé hafa ítrekað verið virt að vettugi. Sameinuðu þjóðirnar eru að íhuga að senda friðargæsluliða á svæðið. Ban Ki-moon, aðalritari þeirra sagði það í gær. Hann sagði að bæði Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, og Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, hefðu haft orð á því við sig. Hingað til hafa Ísraelar ekki viljað friðargæsluliða á Gaza svæðinu. Hamas samtökin sögðu síðan í morgun að þau myndu aldrei samþykkja alþjóðlegt friðargæslulið við landamæri Gaza og Egyptalands. Litið yrði á slíkt lið sem óvinveitt hersetulið, án tillits til þjóðernis þess. Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, sagði á þriðjudaginn að það væri einn af möguleikunum í stöðunni og að hann þyrfti að skoða sem aðferð til þess að draga úr síauknum áhrifum Hamas á svæðinu. Erlent Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fleiri fréttir Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sjá meira
Hamas samtökin skýrðu frá því rétt í þessu að þau hefðu náð stjórn á einni af höfuðstöðum Fatah hreyfingarinnar. Byggingin er á Gaza svæðinu. Talsmaður Fatah neitaði því að hafa tapað svæði eða húsnæði til Hamas. Hamas sagðist hafa gefið fólkinu sem var innandyra frest til þess að koma út úr byggingunni áður en á hana var ráðist. Fólkið lét sig fljótt hverfa og Hamas tók þá bygginguna. Leiðtogar Fatah og Hamas náðu í nótt samkomulagi um vopnahlé en 80 manns hafa látið lífið í átökum þar undanfarna daga. Samkomulagið hélt ekki. Leiðtogar beggja fylkinginga gáfu út sameiginlega yfirlýsingu í gærkvöldi þar sem þeir báðu félagsmenn í samtökum sínum að leggja niður vopn sín. Vopnaði armur Hamas samtakanna sögðust þó engin fyrirmæli um slíkt hafa fengið og því hefur hann barist áfram. Hamas og Fatah náðu samkomulagi um níu atriði sem Hamas hafði sett sem skilyrði fyrir vopnahléi. Þeirra á meðal var krafa um að skipaður yrði ráðherra sem yrði yfir öllum öryggissveitum Palestínu. Að minnsta kosti 17 manns létu lífið í átökum á Gaza svæðinu í gær. Vitni að bardögunum segja að svo virðist sem Hamas sé að síga fram úr í baráttunni um völdin á svæðinu. Átökin hófust á laugardaginn síðastliðinn og áköll um vopnahlé hafa ítrekað verið virt að vettugi. Sameinuðu þjóðirnar eru að íhuga að senda friðargæsluliða á svæðið. Ban Ki-moon, aðalritari þeirra sagði það í gær. Hann sagði að bæði Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, og Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, hefðu haft orð á því við sig. Hingað til hafa Ísraelar ekki viljað friðargæsluliða á Gaza svæðinu. Hamas samtökin sögðu síðan í morgun að þau myndu aldrei samþykkja alþjóðlegt friðargæslulið við landamæri Gaza og Egyptalands. Litið yrði á slíkt lið sem óvinveitt hersetulið, án tillits til þjóðernis þess. Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, sagði á þriðjudaginn að það væri einn af möguleikunum í stöðunni og að hann þyrfti að skoða sem aðferð til þess að draga úr síauknum áhrifum Hamas á svæðinu.
Erlent Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fleiri fréttir Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sjá meira