Segir ástandið í Afganistan verra nú en í fyrra Guðjón Helgason skrifar 15. júní 2007 19:00 Minnst sex börn týndu lífi í sjálfsvígssprengjuárás á bílalest Atlantshafsbandlagsins í Afganistan í morgun. Upplýsingastjóri Alþjóða Rauða krossins segir stríð geisa í landinu og ástandið verra nú en í fyrra. Árásin á bílalestina var gerð nærri Tarin Kowt, héraðshöfuðborginni í Uruzgan í Afganistan. Lögregla segir mann hafa ekið bíl hlöðnum sprengi efni að bílalestinni og sprengt sig svo í loft upp. Einn bíll NATO eyðilagðist og minnst einn hermaður týndi lífi. Börnin sem týndu lífi voru að leik nærri árásarstaðnum. Á sama tíma kom til átaka milli Talíbana og herliðs undir forystu Bandaríkjamanna í Helmand-héraði, Zabul og Kandahar og var mannfall nokkurt meðal andspyrnumanna. Talið er að um 2000 Afganar, bæði andspyrnumenn og almennir borgarar, hafi fallið í átökum í landinu það sem af er þessu ári. Yves Daccord, upplýsingastjóri Alþjóða Rauða krossins, segir ljóst að stríð geisi í landinu. Ástandið sé nú verra en í fyrra og var verra þá en nokkrum árum áður. Verst sé ástandið fyrir óbreytta borgara - sértaklega í suðurhluta landsins - og það valdi Alþjóða Rauða krossnum áhyggjum. Barist sé í stríðinu af hörku - en ekki sé hægt að tala um annað en stríð í Afganistan. Erfitt sé að taka á ástandinu. Almennum borgurum líði illa - hafi ekki aðgang að heilbrigðisþjónustu auk þess sem fjölmargir hafi orðið að yfirgefa heimili sín. Daccord bendir á að stríð hafi geisað í Afganistan í 20 ár. Það sé alþjóðasamfélagið í samvinnu við Afgana sjálfa sem verði að taka á málinu. Afganar þurfi að vera í forystu. Erlent Fréttir Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Fleiri fréttir Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Sjá meira
Minnst sex börn týndu lífi í sjálfsvígssprengjuárás á bílalest Atlantshafsbandlagsins í Afganistan í morgun. Upplýsingastjóri Alþjóða Rauða krossins segir stríð geisa í landinu og ástandið verra nú en í fyrra. Árásin á bílalestina var gerð nærri Tarin Kowt, héraðshöfuðborginni í Uruzgan í Afganistan. Lögregla segir mann hafa ekið bíl hlöðnum sprengi efni að bílalestinni og sprengt sig svo í loft upp. Einn bíll NATO eyðilagðist og minnst einn hermaður týndi lífi. Börnin sem týndu lífi voru að leik nærri árásarstaðnum. Á sama tíma kom til átaka milli Talíbana og herliðs undir forystu Bandaríkjamanna í Helmand-héraði, Zabul og Kandahar og var mannfall nokkurt meðal andspyrnumanna. Talið er að um 2000 Afganar, bæði andspyrnumenn og almennir borgarar, hafi fallið í átökum í landinu það sem af er þessu ári. Yves Daccord, upplýsingastjóri Alþjóða Rauða krossins, segir ljóst að stríð geisi í landinu. Ástandið sé nú verra en í fyrra og var verra þá en nokkrum árum áður. Verst sé ástandið fyrir óbreytta borgara - sértaklega í suðurhluta landsins - og það valdi Alþjóða Rauða krossnum áhyggjum. Barist sé í stríðinu af hörku - en ekki sé hægt að tala um annað en stríð í Afganistan. Erfitt sé að taka á ástandinu. Almennum borgurum líði illa - hafi ekki aðgang að heilbrigðisþjónustu auk þess sem fjölmargir hafi orðið að yfirgefa heimili sín. Daccord bendir á að stríð hafi geisað í Afganistan í 20 ár. Það sé alþjóðasamfélagið í samvinnu við Afgana sjálfa sem verði að taka á málinu. Afganar þurfi að vera í forystu.
Erlent Fréttir Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Fleiri fréttir Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila