Hatton rotaði Castillo í fjórðu lotu 24. júní 2007 11:53 Ricky Hatton fagnar rothögginu í fjórðu lotu NordicPhotos/GettyImages Englendingurinn Ricky Hatton olli 10,000 stuðningsmönnum sínum ekki vonbrigðum í nótt þegar hann sigraði Jose Luis Castillo með yfirburðum í Las Vegas í nótt. Fyrirfram var búist við jöfnum bardaga en hann var eign Hatton frá upphafi til enda. Hatton var ákaft fagnað af fjölda Englendinga sem fylgdu honum yfir hafið og þar á meðal voru kappar eins og Wayne Rooney, Robbie Williams og Vinnie Jones. Hatton byrjaði af miklum krafti og saumaði að Castillo fyrstu þrjár loturnar og setti hann í strigann með föstu skrokkhöggi í fjórðu lotunni. Þetta var í fyrsta skipti á 17 ára ferli Castillo sem hann fór í gólfið. Yfirburðir Hatton í bardaganum hafa strax orðið til þess að nú kalla menn á að hann mæti Floyd Mayweather, sem reyndar lofaði að hann væri hættur eftir að hann lagði Oscar de la Hoya á dögunum. Þeir Wayne Rooney hjá Manchester United og goðsögnin Marco Antonio Barrera báru meistarabeltin inn í hringinn fyrir Hatton, sem gekk inn í hringinn í mexíkóskum galla undir m.a. stuðningsmannalagi Manchester City - Blue Moon. "Ég gerði mig kláran í 12 mínútna eldraun í kvöld og ég held að það hafi komið fljótlega í ljós hvað ég undirbjó mig vel. Ég einbeitti mér að því að fara í skrokkinn á honum og ég landaði einhverjum bestu skotum sem ég hef hitt á ferlinum í kvöld. Það voru betri tilþrif í þessum fjórum lotum en í síðustu sex bardögum hjá Floyd Mayweather," sagði Ricky Hatton ánægður eftir sigurinn. Þess má geta að bróðir Hatton, Matthew, var líka að berjast í Las Vegas fyrr um kvöldið og hann sigraði Portó Ríkó-manninn Edwin Vazquez á stigum. Hér fyrir neðan eru svo nokkrar myndir úr bardaganum. Hatton fór á kostum í bardaganum í nóttNordicPhotos/GettyImagesHatton og Wayne RooneyNordicPhotos/GettyImagesSigurhöggiðNordicPhotos/GettyImages Box Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Enski boltinn Fleiri fréttir Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Bein útsending: Stelpurnar okkar sem mæta Sviss og Frakklandi Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Dagskráin: Körfuboltakvöld, enski bikarinn og Sveindís Jane Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs „Ég er að koma aftur fyrir skemmtilegasta hlutann“ „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Kjartan: Við erum að vaða á liðin Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Uppgjör: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Aldís Ásta bjó til tíu mörk í stórsigri Valskonur byrjuðu Eyjadagana sína á því að komast í bikarúrslitin Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Sjá meira
Englendingurinn Ricky Hatton olli 10,000 stuðningsmönnum sínum ekki vonbrigðum í nótt þegar hann sigraði Jose Luis Castillo með yfirburðum í Las Vegas í nótt. Fyrirfram var búist við jöfnum bardaga en hann var eign Hatton frá upphafi til enda. Hatton var ákaft fagnað af fjölda Englendinga sem fylgdu honum yfir hafið og þar á meðal voru kappar eins og Wayne Rooney, Robbie Williams og Vinnie Jones. Hatton byrjaði af miklum krafti og saumaði að Castillo fyrstu þrjár loturnar og setti hann í strigann með föstu skrokkhöggi í fjórðu lotunni. Þetta var í fyrsta skipti á 17 ára ferli Castillo sem hann fór í gólfið. Yfirburðir Hatton í bardaganum hafa strax orðið til þess að nú kalla menn á að hann mæti Floyd Mayweather, sem reyndar lofaði að hann væri hættur eftir að hann lagði Oscar de la Hoya á dögunum. Þeir Wayne Rooney hjá Manchester United og goðsögnin Marco Antonio Barrera báru meistarabeltin inn í hringinn fyrir Hatton, sem gekk inn í hringinn í mexíkóskum galla undir m.a. stuðningsmannalagi Manchester City - Blue Moon. "Ég gerði mig kláran í 12 mínútna eldraun í kvöld og ég held að það hafi komið fljótlega í ljós hvað ég undirbjó mig vel. Ég einbeitti mér að því að fara í skrokkinn á honum og ég landaði einhverjum bestu skotum sem ég hef hitt á ferlinum í kvöld. Það voru betri tilþrif í þessum fjórum lotum en í síðustu sex bardögum hjá Floyd Mayweather," sagði Ricky Hatton ánægður eftir sigurinn. Þess má geta að bróðir Hatton, Matthew, var líka að berjast í Las Vegas fyrr um kvöldið og hann sigraði Portó Ríkó-manninn Edwin Vazquez á stigum. Hér fyrir neðan eru svo nokkrar myndir úr bardaganum. Hatton fór á kostum í bardaganum í nóttNordicPhotos/GettyImagesHatton og Wayne RooneyNordicPhotos/GettyImagesSigurhöggiðNordicPhotos/GettyImages
Box Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Enski boltinn Fleiri fréttir Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Bein útsending: Stelpurnar okkar sem mæta Sviss og Frakklandi Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Dagskráin: Körfuboltakvöld, enski bikarinn og Sveindís Jane Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs „Ég er að koma aftur fyrir skemmtilegasta hlutann“ „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Kjartan: Við erum að vaða á liðin Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Uppgjör: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Aldís Ásta bjó til tíu mörk í stórsigri Valskonur byrjuðu Eyjadagana sína á því að komast í bikarúrslitin Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Sjá meira