Blóðbaði afstýrt Guðjón Helgason skrifar 29. júní 2007 19:17 Lundúnarbúar hafa verið á varðbergi í dag eftir að breska lögreglan kom í veg fyrir sprengjutilræði í miðborginni í nótt. Sprengja í kyrrstæðum bíl var gerð óvirk. Í dag var svo götu lokað vegna annarrar grunsamlegrar bifreiðar. Íslendingur sem búsettur er í Lundúnum segir blóðbaði hafa verið afstýrt. Loftið hefur verið lævi blandið í Lundúnum í dag eftir að sprengja fannst í kyrrstæðri bifreið nærri Tiger Tiger, þekktum næturklúbbi í Haymarket sem er skammt frá Piccadilly Circus og Leicester torgi. Sjúkrabíll var kallaður að næturklúbbnum skömmu eftir miðnætti að íslenskum tíma en þar þurfti að sinna veikum gesti. Sjúkraliðar urðu varir við það sem þeir töldu reyk í silfurgrárri Mercedes Benz og var lögregla kölluð á vettvang. Í bílnum var að finna fjölmörg ílát full af bensíni, mörg gashylki og töluvert af nöglum. Svæðið var þegar girt af og sprengjusérfræðingar Lundúnalögreglunnar kallaðir á vettvang. Áður mun lögreglumaður hafa sýnt mikið hugrekki þegr hann fjarlægði kveikibúnað sem heimildir Sky-fréttastofunnar herma að hafi átt að fjarstýra með farsíma. Peter Clarke, aðstoðarlögreglustjóri, segir of snemmt að geta sér til um hver beri ábyrgð á árásinni. Lögregluyfirvöld taki allt til greina. Rannsóknir vísindamanna hjá lögreglu sýni hversu alvarleg sprengingin hefði orðið, ljóst sé þó að fjölmargir hefðu særst eða týnt lífi. Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, segir landinu ógnað, hafa verið ógnað um nokkurt skeið og verða það áfram. Leyfa þurfi lögreglu að rannska málið og greina stjórnvöldum frá því. Atvik næturinn minni á að almenningur þurfi að vera á varðbergi. Lundúnarbúar virðast hafa orðið við þessari ósk því nokkrum klukkustundum síðar barst lögreglu ábending um grunsamlega bifreið í neðanjarðarbílskýli undir undir Hyde garði. Götunni Park Lane og garðinum var lokað. Fleiri ábendingar bárust lögreglu fram eftir degi og sem dæmi var Fleet street lokað um tíma en hún síðan opnuð aftur fyrir umferð. Svava Bjarney Sigbertsdóttir hefur búið í Lundúnum í þrjú ár. Hún segist oft hafa sótt Tiger Tiger næturklúbbinn nærri þeim stað þar sem sprengjan fannst. Hún segir nærri tvö þúsund manns hafa verið á næturklúbbnum og nærri honum um miðnætti og blóðbaði hafa verið afstýrt. Þetta fái Lundúnarbúa til að hugsa sig um. Þeir séu nú meira varir um sig og það valdi óþægindum. Erlent Fréttir Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Fleiri fréttir Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Sjá meira
Lundúnarbúar hafa verið á varðbergi í dag eftir að breska lögreglan kom í veg fyrir sprengjutilræði í miðborginni í nótt. Sprengja í kyrrstæðum bíl var gerð óvirk. Í dag var svo götu lokað vegna annarrar grunsamlegrar bifreiðar. Íslendingur sem búsettur er í Lundúnum segir blóðbaði hafa verið afstýrt. Loftið hefur verið lævi blandið í Lundúnum í dag eftir að sprengja fannst í kyrrstæðri bifreið nærri Tiger Tiger, þekktum næturklúbbi í Haymarket sem er skammt frá Piccadilly Circus og Leicester torgi. Sjúkrabíll var kallaður að næturklúbbnum skömmu eftir miðnætti að íslenskum tíma en þar þurfti að sinna veikum gesti. Sjúkraliðar urðu varir við það sem þeir töldu reyk í silfurgrárri Mercedes Benz og var lögregla kölluð á vettvang. Í bílnum var að finna fjölmörg ílát full af bensíni, mörg gashylki og töluvert af nöglum. Svæðið var þegar girt af og sprengjusérfræðingar Lundúnalögreglunnar kallaðir á vettvang. Áður mun lögreglumaður hafa sýnt mikið hugrekki þegr hann fjarlægði kveikibúnað sem heimildir Sky-fréttastofunnar herma að hafi átt að fjarstýra með farsíma. Peter Clarke, aðstoðarlögreglustjóri, segir of snemmt að geta sér til um hver beri ábyrgð á árásinni. Lögregluyfirvöld taki allt til greina. Rannsóknir vísindamanna hjá lögreglu sýni hversu alvarleg sprengingin hefði orðið, ljóst sé þó að fjölmargir hefðu særst eða týnt lífi. Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, segir landinu ógnað, hafa verið ógnað um nokkurt skeið og verða það áfram. Leyfa þurfi lögreglu að rannska málið og greina stjórnvöldum frá því. Atvik næturinn minni á að almenningur þurfi að vera á varðbergi. Lundúnarbúar virðast hafa orðið við þessari ósk því nokkrum klukkustundum síðar barst lögreglu ábending um grunsamlega bifreið í neðanjarðarbílskýli undir undir Hyde garði. Götunni Park Lane og garðinum var lokað. Fleiri ábendingar bárust lögreglu fram eftir degi og sem dæmi var Fleet street lokað um tíma en hún síðan opnuð aftur fyrir umferð. Svava Bjarney Sigbertsdóttir hefur búið í Lundúnum í þrjú ár. Hún segist oft hafa sótt Tiger Tiger næturklúbbinn nærri þeim stað þar sem sprengjan fannst. Hún segir nærri tvö þúsund manns hafa verið á næturklúbbnum og nærri honum um miðnætti og blóðbaði hafa verið afstýrt. Þetta fái Lundúnarbúa til að hugsa sig um. Þeir séu nú meira varir um sig og það valdi óþægindum.
Erlent Fréttir Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Fleiri fréttir Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Sjá meira