Hóta hefndum Guðjón Helgason skrifar 11. júlí 2007 18:45 Bretar segjast hafa verið í fullum rétti með að aðla rithöfundinum Salman Rushdie á dögunum fyrir framlag hans til bókmennta. Múslimar víða um heim hafa tekið því sem móðgun og hótar næstráðandi hjá al Kaída hefndum. Elísabet Englandsdrottning veitti Rushdie riddaratign fyrir tæpum mánuði og gagnrýnu Íranar og Pakistanar það harkalega. Rushdie vakti mikla reiði meðal múslima seint á níunda áratug síðustu aldar þegar bók hans Söngvar Satans kom út. Þar fjallaði höfundur um baráttu góðs og ills og sameinaði skáldskap, heimspeki og farsa. Múslimar sögðu Rushdie hafa framið guðlast með lýsingu sinni á spámanninum Múhameð. Kohmeini, þá æðstiklerkur Írana, dæmdi Rushdie til dauða og fór hann þá í felur. Ekki kom hann aftur fram fyrr en 1998 þegar íranska ríkisstjórnin sagði dóminn fallinn úr gildi. Nú hafa al Kaída hryðjuverkasamtökin bæst í hópi Írana og Pakistan og segja riddaratign Rushdies móðgun við múslima. Í gær var á vefsíðu herskárra birt hljóðupptaka sem sögð er af Ayman al-Zawahiri, næstráðandi hjá samtökunum. Hann segir Elísabetu Englandsdrottningu hafa niðurlægt Múhameð spámann með því að veita riddaratignina. Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Breta, hljóti að hafa lagt það til og það því síðustu skilaboð hans til múslima áður en hann tekur að sér að semja um frið fyrir botni Miðjarðarhafs sem sérlegur sendifulltrúi fjórveldanna svokölluðu. Al-Zawahiri sagði skilaboð drottningar og Blairs meðtekin og viðbragða al-Kaída að vænta. Er það túlkað sem hótun um árás. Bretast hins vegar hafa aðlað Rushdie fyrir framlag hans til bókmennta - ekki hafi verið ætlunin að móðga neinn. Gordon Brown, forsætisráðherra Breta, sagði á blaðamannafundi í dag nú sem fyrr yrðu varnir gegn hryðjuverkum miklar. Erlent Fréttir Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Fleiri fréttir Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Sjá meira
Bretar segjast hafa verið í fullum rétti með að aðla rithöfundinum Salman Rushdie á dögunum fyrir framlag hans til bókmennta. Múslimar víða um heim hafa tekið því sem móðgun og hótar næstráðandi hjá al Kaída hefndum. Elísabet Englandsdrottning veitti Rushdie riddaratign fyrir tæpum mánuði og gagnrýnu Íranar og Pakistanar það harkalega. Rushdie vakti mikla reiði meðal múslima seint á níunda áratug síðustu aldar þegar bók hans Söngvar Satans kom út. Þar fjallaði höfundur um baráttu góðs og ills og sameinaði skáldskap, heimspeki og farsa. Múslimar sögðu Rushdie hafa framið guðlast með lýsingu sinni á spámanninum Múhameð. Kohmeini, þá æðstiklerkur Írana, dæmdi Rushdie til dauða og fór hann þá í felur. Ekki kom hann aftur fram fyrr en 1998 þegar íranska ríkisstjórnin sagði dóminn fallinn úr gildi. Nú hafa al Kaída hryðjuverkasamtökin bæst í hópi Írana og Pakistan og segja riddaratign Rushdies móðgun við múslima. Í gær var á vefsíðu herskárra birt hljóðupptaka sem sögð er af Ayman al-Zawahiri, næstráðandi hjá samtökunum. Hann segir Elísabetu Englandsdrottningu hafa niðurlægt Múhameð spámann með því að veita riddaratignina. Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Breta, hljóti að hafa lagt það til og það því síðustu skilaboð hans til múslima áður en hann tekur að sér að semja um frið fyrir botni Miðjarðarhafs sem sérlegur sendifulltrúi fjórveldanna svokölluðu. Al-Zawahiri sagði skilaboð drottningar og Blairs meðtekin og viðbragða al-Kaída að vænta. Er það túlkað sem hótun um árás. Bretast hins vegar hafa aðlað Rushdie fyrir framlag hans til bókmennta - ekki hafi verið ætlunin að móðga neinn. Gordon Brown, forsætisráðherra Breta, sagði á blaðamannafundi í dag nú sem fyrr yrðu varnir gegn hryðjuverkum miklar.
Erlent Fréttir Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Fleiri fréttir Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila