Hráolíuverð í methæðum 12. september 2007 20:37 Hætt er við því að bensíndropinn verði dýrari en nú þegar verðhækkanir á hráolíu skila sér út í eldsneytisverðið. Heimsmarkaðsverð á hráolíu skaust í hæstu hæðir síðdegis í dag eftir að nýbirtar tölur orkumálaráðaneytis Bandaríkjanna sýndu fram á að olíubirgðir í landinu hafi dregist meira saman en gert var ráð fyrir. Verðið stendur í rúmum 80 dölum á tunnu og hefur aldrei verið hærra. Mjög dró úr olíubirgðum í Bandaríkjunum í sumar vegna mikillar eftirspurnar eftir olíu til húshitunar og eldsneyti. Greinendur hafa hverja vikuna á fætur annarri vonað að eftirspurnin myndi minnka eftir því sem liði hefur á haustið. Þeim hefur hins vegar ekki orðið að ósk sinni. Samkvæmt tölunum nú drógust olíubirgðirnar saman um rétt rúmar sjö milljónir tunna frá síðustu viku en það er talsvert meira en greinendur höfðu gert ráð fyrir. Olíuverðið hefur hækkað talsvert síðustu daga. Horft var til þess að ákvörðun OPEC-ríkjanna, samtaka olíuútflutningsríkja, um aukinn framleiðslukvóta, myndi leiða til verðlækkunar líkt og stefnt var að, en það hefur ekki gengið eftir. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Heimsmarkaðsverð á hráolíu skaust í hæstu hæðir síðdegis í dag eftir að nýbirtar tölur orkumálaráðaneytis Bandaríkjanna sýndu fram á að olíubirgðir í landinu hafi dregist meira saman en gert var ráð fyrir. Verðið stendur í rúmum 80 dölum á tunnu og hefur aldrei verið hærra. Mjög dró úr olíubirgðum í Bandaríkjunum í sumar vegna mikillar eftirspurnar eftir olíu til húshitunar og eldsneyti. Greinendur hafa hverja vikuna á fætur annarri vonað að eftirspurnin myndi minnka eftir því sem liði hefur á haustið. Þeim hefur hins vegar ekki orðið að ósk sinni. Samkvæmt tölunum nú drógust olíubirgðirnar saman um rétt rúmar sjö milljónir tunna frá síðustu viku en það er talsvert meira en greinendur höfðu gert ráð fyrir. Olíuverðið hefur hækkað talsvert síðustu daga. Horft var til þess að ákvörðun OPEC-ríkjanna, samtaka olíuútflutningsríkja, um aukinn framleiðslukvóta, myndi leiða til verðlækkunar líkt og stefnt var að, en það hefur ekki gengið eftir.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira