Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Árni Sæberg skrifar 25. júlí 2025 13:22 Úr fiskvinnslu Einhamars í Grindavík. Einhamar Öllum fjórum sjómönnum Einhamars í Grindavík var sagt upp störfum um mánaðamótin. Að sögn eigandans er þó aðeins um skipulagsbreytingar að ræða og öllum verði boðin staða á ný um áramótin að loknum sex mánaða uppsagnarfresti. Ástæður breytinganna séu minnkandi aflaheimildir og hækkuð veiðigjöld. Þetta staðfestir Stefán Kristjánsson, forstjóri og eigandi Einhamars, í samtali við Vísi. Ríkisútvarpið greinir frá því í dag að öllum sjómönnum fyrirtækisins hafi verið sagt upp störfum um mánaðamótin. Sameina stöður „Þetta er nú ekki alveg rétt hjá þeim. Jú, jú, það eru fjórir sjómenn hjá Einhamri og þeim var sagt upp um mánaðamótin en þeir verða endurráðnir um áramótin. Þeim er sagt upp með sex mánaða fyrirvara. Ástæðan er skipulagsbreytingar. Það er verið að sameina stöður stýrimanns og vélstjóra. Ástæðan er minnkandi aflaheimildir, veiðigjöld og frekar dökkt útlit fram undan varðandi fiskistofna og úthlutun aflaheimilda. Rúv er bara að bulla,“ segir Stefán. Þannig verði stöðum hjá félaginu ekki fækkað en auðvitað geti komið eitthvað los á mannskapinn með stöðubreytingum. „Þú þarft kannski ekki tvo vélstjóra ef þú þarft bara einn. Þetta er allt samkvæmt kjarasamningum og lögum um áhafnir skipa.“ Vinna að hefjast á ný Annars sé vinna að hefjast á ný eftir sumarfrí, byrjað sé að flaka og vinnsla sé að fara á fullt í þessari annarri tveggja fiskvinnsla í Grindavík. „Við höldum áfram að taka slaginn við náttúruna og stjórnvöld og Rúv.“ Í frétt Ríkisútvarpsins segir að Stefán hafi ekki svarað fyrirspurnum fréttastofu þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Grindavík Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjávarútvegur Breytingar á veiðigjöldum Vinnumarkaður Mest lesið Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Viðskipti innlent Bird skellt í lás Viðskipti innlent „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Neytendur „Lafufu“ geti verið hættuleg Neytendur Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Viðskipti innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sjá meira
Þetta staðfestir Stefán Kristjánsson, forstjóri og eigandi Einhamars, í samtali við Vísi. Ríkisútvarpið greinir frá því í dag að öllum sjómönnum fyrirtækisins hafi verið sagt upp störfum um mánaðamótin. Sameina stöður „Þetta er nú ekki alveg rétt hjá þeim. Jú, jú, það eru fjórir sjómenn hjá Einhamri og þeim var sagt upp um mánaðamótin en þeir verða endurráðnir um áramótin. Þeim er sagt upp með sex mánaða fyrirvara. Ástæðan er skipulagsbreytingar. Það er verið að sameina stöður stýrimanns og vélstjóra. Ástæðan er minnkandi aflaheimildir, veiðigjöld og frekar dökkt útlit fram undan varðandi fiskistofna og úthlutun aflaheimilda. Rúv er bara að bulla,“ segir Stefán. Þannig verði stöðum hjá félaginu ekki fækkað en auðvitað geti komið eitthvað los á mannskapinn með stöðubreytingum. „Þú þarft kannski ekki tvo vélstjóra ef þú þarft bara einn. Þetta er allt samkvæmt kjarasamningum og lögum um áhafnir skipa.“ Vinna að hefjast á ný Annars sé vinna að hefjast á ný eftir sumarfrí, byrjað sé að flaka og vinnsla sé að fara á fullt í þessari annarri tveggja fiskvinnsla í Grindavík. „Við höldum áfram að taka slaginn við náttúruna og stjórnvöld og Rúv.“ Í frétt Ríkisútvarpsins segir að Stefán hafi ekki svarað fyrirspurnum fréttastofu þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.
Grindavík Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjávarútvegur Breytingar á veiðigjöldum Vinnumarkaður Mest lesið Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Viðskipti innlent Bird skellt í lás Viðskipti innlent „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Neytendur „Lafufu“ geti verið hættuleg Neytendur Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Viðskipti innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sjá meira