Fjórir smyglskútumanna í áframhaldandi gæsluvarðhald 18. október 2007 15:30 Héraðsdómur Reykjavíkur hefur að kröfu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu úrskurðað fjóra karla í áframhaldandi gæsluvarðhald vegna rannsóknar fíkniefnamálsins á Fáskrúðsfirði. Fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni að einn mannanna hafi verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 1. nóvember vegna rannsóknarhagsmuna en honum er jafnframt gert að vera í einangrun, tveir voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 8. nóvember vegna almannahagsmuna og einn var úrskurðaður í gæsluvarðhald til 29. nóvember vegna almannahagsmuna. Ekki var gerð krafa um gæsluvarðhald yfir fimmta manninum en sá hefur hafið afplánun vegna dóma sem hann hefur hlotið áður. Eins og kunnugt er lagði lögreglan hald á tugi kílóa af fíkniefnum þegar tveir mannanna komu siglandi á skútu til Fáskrúðsfjarðar þann 21. september. Þeir voru handteknir og sömuleiðis þriðji maðurinn sem beið þeirra á hafnarbakkanum. Tveir menn voru svo handteknir á suðvesturhorninu vegna málsins og hafa þeir allir fimm setið í gæsluvarðhaldi síðan. Gæsluvarðhaldsúrskurður yfir þeim rann út í dag. Upphaflega var talið að mennirnir hefðu smyglað um 60 kílóum af fíkniefnum til landsins. Fréttablaðið greindi hins vegar frá því að við nánari skoðun hafi kílóin reynst um 40, það er fjórtán kíló af E-töfludufti, tæp tuttugu og fjögur kíló af amfetamíni og 1.800 e-töflur. Sjötti maðurinn sem talinn er tengjast málinu hér á landi, karlmaður á þrítugsaldri, var handtekinn á mánudag og hefur hann verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 23. október. Þá situr einn maður í gæsluvarðhaldi í Færeyjum vegna málsins. Pólstjörnumálið Mest lesið Verkföll hafin í sex skólum Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Heiða Björg verður borgarstjóri Innlent Fleiri fréttir Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur að kröfu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu úrskurðað fjóra karla í áframhaldandi gæsluvarðhald vegna rannsóknar fíkniefnamálsins á Fáskrúðsfirði. Fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni að einn mannanna hafi verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 1. nóvember vegna rannsóknarhagsmuna en honum er jafnframt gert að vera í einangrun, tveir voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 8. nóvember vegna almannahagsmuna og einn var úrskurðaður í gæsluvarðhald til 29. nóvember vegna almannahagsmuna. Ekki var gerð krafa um gæsluvarðhald yfir fimmta manninum en sá hefur hafið afplánun vegna dóma sem hann hefur hlotið áður. Eins og kunnugt er lagði lögreglan hald á tugi kílóa af fíkniefnum þegar tveir mannanna komu siglandi á skútu til Fáskrúðsfjarðar þann 21. september. Þeir voru handteknir og sömuleiðis þriðji maðurinn sem beið þeirra á hafnarbakkanum. Tveir menn voru svo handteknir á suðvesturhorninu vegna málsins og hafa þeir allir fimm setið í gæsluvarðhaldi síðan. Gæsluvarðhaldsúrskurður yfir þeim rann út í dag. Upphaflega var talið að mennirnir hefðu smyglað um 60 kílóum af fíkniefnum til landsins. Fréttablaðið greindi hins vegar frá því að við nánari skoðun hafi kílóin reynst um 40, það er fjórtán kíló af E-töfludufti, tæp tuttugu og fjögur kíló af amfetamíni og 1.800 e-töflur. Sjötti maðurinn sem talinn er tengjast málinu hér á landi, karlmaður á þrítugsaldri, var handtekinn á mánudag og hefur hann verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 23. október. Þá situr einn maður í gæsluvarðhaldi í Færeyjum vegna málsins.
Pólstjörnumálið Mest lesið Verkföll hafin í sex skólum Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Heiða Björg verður borgarstjóri Innlent Fleiri fréttir Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Sjá meira