Örvhentir og blindir fagna breytingum 27. febrúar 2008 06:00 Björg Magnúsdóttir nýkjörinn formaður Stúdentaráðs fagnar þeim breytingum sem hafa verið gerðar á Háskólabíói. fréttablaðið/stefán Örvhentir nemendur við Háskóla Íslands taka þeim breytingum sem hafa verið gerðar á nýjum kvikmyndasölum Háskólabíós fagnandi. Ný sæti með borðum fyrir örvhenta hefur verið komið fyrir yst vinstra megin í hverri sætaröð og eiga þeir því auðveldara með það en áður að glósa í fyrirlestrum. blindraletur Blindraletur hefur verið sett upp til að auðvelda blindum aðgang að háskólanum. Sætin eru jafnframt sérhönnuð þannig að þau rugga ekki til að þau trufli síður nemendur sem þurfa að glósa. Einnig er rafmagn í hverju sæti til að hægt sé að stinga þar fartölvu í samband. „Ég hef talað við fólk út af nýja bíóinu og það hefur lýst yfir mikilli ánægju með það. Að sjálfsögðu er þetta mikil búbót,“ segir Björg Magnúsdóttir, nýkjörinn formaður Stúdentaráðs. Jón Eiríkur Jóhannesson, rekstrarstjóri kvikmyndahúsa Senu, segir að kennarar hafi einnig lýst yfir ánægju með salina. „Það eru komin ný púlt þar sem þeir geta stýrt ljósum og haft tölvu á einum stað,“ segir hann. „Við höfum átt feikilega gott samstarf við Háskólann í þessum breytingum. Báðir aðilar hafa það sameiginlega markmið að hefja húsið upp til fyrri virðingar.“ Auk þess sem örvhentir nemendur fagna breytingunum á sölunum hafa nýjar blindraletursmerkingar í byggingum Háskólans haft góð áhrif. „Áður en háskólatorgið var tekið í notkun voru allar byggingar Háskólans blindraletursmerktar til að vekja athygli á því að blindir gætu ekki mögulega komist um. Í kjölfarið skráðu tveir blindir einstaklingar sig í skólann,“ segir Björg. Til stendur að bæta fleiri blindramerkingum við á háskólatorginu á næstunni til að auðvelda blindum enn frekari aðgengi að Háskólanum. - fb Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Örvhentir nemendur við Háskóla Íslands taka þeim breytingum sem hafa verið gerðar á nýjum kvikmyndasölum Háskólabíós fagnandi. Ný sæti með borðum fyrir örvhenta hefur verið komið fyrir yst vinstra megin í hverri sætaröð og eiga þeir því auðveldara með það en áður að glósa í fyrirlestrum. blindraletur Blindraletur hefur verið sett upp til að auðvelda blindum aðgang að háskólanum. Sætin eru jafnframt sérhönnuð þannig að þau rugga ekki til að þau trufli síður nemendur sem þurfa að glósa. Einnig er rafmagn í hverju sæti til að hægt sé að stinga þar fartölvu í samband. „Ég hef talað við fólk út af nýja bíóinu og það hefur lýst yfir mikilli ánægju með það. Að sjálfsögðu er þetta mikil búbót,“ segir Björg Magnúsdóttir, nýkjörinn formaður Stúdentaráðs. Jón Eiríkur Jóhannesson, rekstrarstjóri kvikmyndahúsa Senu, segir að kennarar hafi einnig lýst yfir ánægju með salina. „Það eru komin ný púlt þar sem þeir geta stýrt ljósum og haft tölvu á einum stað,“ segir hann. „Við höfum átt feikilega gott samstarf við Háskólann í þessum breytingum. Báðir aðilar hafa það sameiginlega markmið að hefja húsið upp til fyrri virðingar.“ Auk þess sem örvhentir nemendur fagna breytingunum á sölunum hafa nýjar blindraletursmerkingar í byggingum Háskólans haft góð áhrif. „Áður en háskólatorgið var tekið í notkun voru allar byggingar Háskólans blindraletursmerktar til að vekja athygli á því að blindir gætu ekki mögulega komist um. Í kjölfarið skráðu tveir blindir einstaklingar sig í skólann,“ segir Björg. Til stendur að bæta fleiri blindramerkingum við á háskólatorginu á næstunni til að auðvelda blindum enn frekari aðgengi að Háskólanum. - fb
Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira