Glæpagengiskenningin Þorvaldur Gylfason skrifar 10. apríl 2008 06:00 Gengi gjaldmiðla sveiflast upp og niður á gjaldeyrismörkuðum. Til þess liggja tvær höfuðástæður. Önnur ástæðan er sú, að menn braska gjarnan með gjaldeyri líkt og þeir braska með góðmálma og verðbréf, en ekki með ferskan fisk. Munurinn er sá, að gjaldeyrir, góðmálmar og verðbréf hafa geymsluþol langt umfram fisk. Menn geta keypt gjaldeyri, þegar þeir halda, að hann sé ódýr, og geymt hann til að selja hann aftur síðar, þegar hann hefur hækkað í verði. Menn greinir jafnan á um, hvort gjaldmiðill er þessa stundina of hátt metinn eða of lágt. Það er eðlilegt. Ágreiningur um gengi er aflvaki spákaupmennskunnar: þeir selja, sem eiga von á lækkun, hinir kaupa. Spákaupmenn fylgja stundum hverjir öðrum líkt og í blindni. Hjarðhegðun þeirra ýtir undir gengissveiflur. Verðbréf, gull og silfur lúta sama lögmáli, en ekki nýveiddur fiskur, því hann geymist ekki nema í nokkra daga. Hin höfuðástæðan til gengissveiflna er sú, að gengi orkar á útflutning og innflutning og áhrifin láta stundum bíða eftir sér. Tafirnar geta leitt til þess, að fljótandi gengi sveiflast ýmist upp eða niður í kringum einhvers konar langtímajafnvægi, sem erfitt getur reynzt að staðsetja einmitt vegna öldugangsins. Þess vegna auk annars fást yfirleitt hvorki bankamenn né varkárir hagfræðingar utan bankanna til að slá neinu föstu um það, hvert gengi gjaldmiðla eigi að réttu lagi að vera. Þetta á við um gengi krónunnar nú ekki síður en um gengi annarra flotmynta á ýmsum tímum.Lággengislönd og hágengislöndSumum þjóðum tekst langtímum saman að halda gengi gjaldmiðla sinna ýmist undir eða yfir eðlilegu marki. Sum lönd eru lággengislönd, til dæmis Kína. Kínverjar festa gengi júansins (ásjóna Maós prýðir alla peningaseðla þar austur frá) undir réttu marki, svo að útflutningur eykst hratt frá ári til árs. Í krafti lágs gengis búa Kínverjar við umtalsverðan afgang á viðskiptum við útlönd, og viðskiptaþjóðir þeirra, svo sem Bandaríkjamenn, búa við samsvarandi viðskiptahalla. Þegar bandarískir stjórnarerindrekar biðja kínversk yfirvöld að hækka gengi júansins til að örva útflutning á bandarískum varningi til Kína, svara Kínverjar að bragði: Lækkið þið heldur gengi dollarans. Þetta er ein skýringin á lágu gengi dollarans undangengin ár.Önnur lönd eru hágengislönd. Sum þeirra búa við hátt gengi vegna þess, að þau búa svo í haginn handa útflutningsatvinnuvegum, að innstreymi gjaldeyristekna í skiptum fyrir útflutning á vörum og þjónustu viðheldur háu gengi. Önnur lönd eru hágengislönd vegna þess, að þau laða til sín erlent fé til framkvæmda og annarra fjárfestinga. Enn önnur lönd búa við hátt gengi af því, að þeim hefur mistekizt að halda verðbólgu í skefjum, og verðbólga heima fyrir umfram verðbólgu í helztu viðskiptalöndum hækkar raungengið með tímanum. Aðrar skýringar á landlægri hágengisbjögun eru innflutningshöft og útflutningsstyrkir, eins og ég hef oft áður lýst á þessum stað og víðar. Allar þessar skýringar liggja að baki háu gengi íslenzku krónunnar aftur í tímann. Hátt gengi fellur að endingu. Gengisfall krónunnar var óhjákvæmilegt og æskilegt, þar eð of hátt gengi kallar á of mikla skuldasöfnun í erlendri mynt og bitnar á útflutningi og varanlegum hagvexti. Skuldir íslenzkra fyrirtækja, heimila og banka eru of miklar og kalla á leiðréttingu, sem getur reynzt sársaukafull. Gengisfallið dregur úr skuldasöfnuninni, en það þyngir jafnframt greiðslubyrðina af eldri skuldum.Samsæri? Nei, varlaÉg varaði við því strax vorið 1999 (sjá Framtíðin er annað land, bls. 113-118) og oft eftir það, að gjaldeyrisforði Seðlabankans væri of rýr, en því kalli var ekki sinnt fyrr en 2006 og aftur nú. Digur forði sendir spákaupmönnum og öðrum skýr skilaboð um festu í gengismálum, þótt gengið fljóti. Gjaldeyrisforðann á þó ekki að nota til að halda gengi krónunnar of háu. Forðann á að nota til að draga úr óeðlilegum gengissveiflum. Gengisfall krónunnar að undanförnu verður ekki helzt rakið til erlendra samsærismanna, svo sem Seðlabankinn gefur í skyn. Samsæriskenningin hljómar ekki vel úr munni seðlabankastjóra, sem reyndi fyrir fáeinum árum sem forsætisráðherra að hrinda af stað áhlaupi á Kaupþing með því að taka þaðan út sparifé sitt í beinni útsendingu (til að mótmæla sjálfteknum launum bankastjóranna!). Takist ekki að ráða raunhæfa bót á lausafjárkreppu bankanna, getur farið svo, að gengið lækki um tíma niður fyrir eðlilegt mark. Slíkt hefur gerzt í öðrum löndum. Þá þyrfti að vera hægt að grípa til gjaldeyrisforðans, sem Seðlabankinn vanrækti að byggja upp og leitar nú leiða til að efla. Og þá kæmi sér vel að hafa sýnt árvekni einnig í ríkisfjármálum og reka ríkisbúskapinn með miklum afgangi í uppsveiflunni. Þá þyrfti ríkið ekki að taka lán nú til að efla gjaldeyrisforðann. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorvaldur Gylfason Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun
Gengi gjaldmiðla sveiflast upp og niður á gjaldeyrismörkuðum. Til þess liggja tvær höfuðástæður. Önnur ástæðan er sú, að menn braska gjarnan með gjaldeyri líkt og þeir braska með góðmálma og verðbréf, en ekki með ferskan fisk. Munurinn er sá, að gjaldeyrir, góðmálmar og verðbréf hafa geymsluþol langt umfram fisk. Menn geta keypt gjaldeyri, þegar þeir halda, að hann sé ódýr, og geymt hann til að selja hann aftur síðar, þegar hann hefur hækkað í verði. Menn greinir jafnan á um, hvort gjaldmiðill er þessa stundina of hátt metinn eða of lágt. Það er eðlilegt. Ágreiningur um gengi er aflvaki spákaupmennskunnar: þeir selja, sem eiga von á lækkun, hinir kaupa. Spákaupmenn fylgja stundum hverjir öðrum líkt og í blindni. Hjarðhegðun þeirra ýtir undir gengissveiflur. Verðbréf, gull og silfur lúta sama lögmáli, en ekki nýveiddur fiskur, því hann geymist ekki nema í nokkra daga. Hin höfuðástæðan til gengissveiflna er sú, að gengi orkar á útflutning og innflutning og áhrifin láta stundum bíða eftir sér. Tafirnar geta leitt til þess, að fljótandi gengi sveiflast ýmist upp eða niður í kringum einhvers konar langtímajafnvægi, sem erfitt getur reynzt að staðsetja einmitt vegna öldugangsins. Þess vegna auk annars fást yfirleitt hvorki bankamenn né varkárir hagfræðingar utan bankanna til að slá neinu föstu um það, hvert gengi gjaldmiðla eigi að réttu lagi að vera. Þetta á við um gengi krónunnar nú ekki síður en um gengi annarra flotmynta á ýmsum tímum.Lággengislönd og hágengislöndSumum þjóðum tekst langtímum saman að halda gengi gjaldmiðla sinna ýmist undir eða yfir eðlilegu marki. Sum lönd eru lággengislönd, til dæmis Kína. Kínverjar festa gengi júansins (ásjóna Maós prýðir alla peningaseðla þar austur frá) undir réttu marki, svo að útflutningur eykst hratt frá ári til árs. Í krafti lágs gengis búa Kínverjar við umtalsverðan afgang á viðskiptum við útlönd, og viðskiptaþjóðir þeirra, svo sem Bandaríkjamenn, búa við samsvarandi viðskiptahalla. Þegar bandarískir stjórnarerindrekar biðja kínversk yfirvöld að hækka gengi júansins til að örva útflutning á bandarískum varningi til Kína, svara Kínverjar að bragði: Lækkið þið heldur gengi dollarans. Þetta er ein skýringin á lágu gengi dollarans undangengin ár.Önnur lönd eru hágengislönd. Sum þeirra búa við hátt gengi vegna þess, að þau búa svo í haginn handa útflutningsatvinnuvegum, að innstreymi gjaldeyristekna í skiptum fyrir útflutning á vörum og þjónustu viðheldur háu gengi. Önnur lönd eru hágengislönd vegna þess, að þau laða til sín erlent fé til framkvæmda og annarra fjárfestinga. Enn önnur lönd búa við hátt gengi af því, að þeim hefur mistekizt að halda verðbólgu í skefjum, og verðbólga heima fyrir umfram verðbólgu í helztu viðskiptalöndum hækkar raungengið með tímanum. Aðrar skýringar á landlægri hágengisbjögun eru innflutningshöft og útflutningsstyrkir, eins og ég hef oft áður lýst á þessum stað og víðar. Allar þessar skýringar liggja að baki háu gengi íslenzku krónunnar aftur í tímann. Hátt gengi fellur að endingu. Gengisfall krónunnar var óhjákvæmilegt og æskilegt, þar eð of hátt gengi kallar á of mikla skuldasöfnun í erlendri mynt og bitnar á útflutningi og varanlegum hagvexti. Skuldir íslenzkra fyrirtækja, heimila og banka eru of miklar og kalla á leiðréttingu, sem getur reynzt sársaukafull. Gengisfallið dregur úr skuldasöfnuninni, en það þyngir jafnframt greiðslubyrðina af eldri skuldum.Samsæri? Nei, varlaÉg varaði við því strax vorið 1999 (sjá Framtíðin er annað land, bls. 113-118) og oft eftir það, að gjaldeyrisforði Seðlabankans væri of rýr, en því kalli var ekki sinnt fyrr en 2006 og aftur nú. Digur forði sendir spákaupmönnum og öðrum skýr skilaboð um festu í gengismálum, þótt gengið fljóti. Gjaldeyrisforðann á þó ekki að nota til að halda gengi krónunnar of háu. Forðann á að nota til að draga úr óeðlilegum gengissveiflum. Gengisfall krónunnar að undanförnu verður ekki helzt rakið til erlendra samsærismanna, svo sem Seðlabankinn gefur í skyn. Samsæriskenningin hljómar ekki vel úr munni seðlabankastjóra, sem reyndi fyrir fáeinum árum sem forsætisráðherra að hrinda af stað áhlaupi á Kaupþing með því að taka þaðan út sparifé sitt í beinni útsendingu (til að mótmæla sjálfteknum launum bankastjóranna!). Takist ekki að ráða raunhæfa bót á lausafjárkreppu bankanna, getur farið svo, að gengið lækki um tíma niður fyrir eðlilegt mark. Slíkt hefur gerzt í öðrum löndum. Þá þyrfti að vera hægt að grípa til gjaldeyrisforðans, sem Seðlabankinn vanrækti að byggja upp og leitar nú leiða til að efla. Og þá kæmi sér vel að hafa sýnt árvekni einnig í ríkisfjármálum og reka ríkisbúskapinn með miklum afgangi í uppsveiflunni. Þá þyrfti ríkið ekki að taka lán nú til að efla gjaldeyrisforðann.