Færir Áströlum íslenska einangrun 24. ágúst 2008 03:30 Mystery „Ég ákvað að flytja til Melbourne í Ástralíu eftir hvatningu frá stúlku sem ég kynntist þegar ég bjó í Danmörku," segir Sandra Jóhannsdóttir, 26 ára ljósmyndari. Sandra hefur verið búsett í Melbourne síðustu fimm mánuðina, þar sem hún mun opna sína fyrstu ljósmyndasýningu í byrjun september. Sandra nam fyrst ljósmyndun í Ljósmyndaskóla Sissu og vann við tímaritið Veru áður en hún hélt til Danmerkur, þar sem hún lagði stund á nám í stafrænni ljósmyndun í Köbenhavns tekniske skole. „Ég hafði verið með það svona á bakvið eyrað að opna sýningu og hugsaði með mér að viðfangsefnið yrði eflaust ástralskt," útskýrir Sandra. Svo fór þó ekki. „Fyrst eftir að ég kom til Ástralíu var hins vegar alltaf eitthvað að minna mig á Ísland. Múm hélt tónleika, hérna var haldin íslensk kvikmyndahátíð og svo spilaði Sigur rós hérna í byrjun ágúst. Þegar ég fann hvað það virtist vera til staðar mikill áhugi fyrir landinu ákvað ég að hafa yfirskrift ljósmyndasýningarinnar Isolation, eða Einangrun, með myndum frá Íslandi sem sýna samband fólksins og náttúrunnar og hversu dramatískt landið getur verið, en það er einmitt það sem ég elska við Ísland," segir Sandra. Ljósmyndir hennar verða til sýnis í Louey and Lane Gallery í Melbourne, og stendur sýningin yfir frá þriðja til 23. september. Aðspurð segist Sandra njóta lífsins í Melbourne til hins ítrasta. „Borgin er kölluð listamannaborg Ástralíu, enda er menningarlífið mjög áhugavert og það er mikið um tónleika og allskyns listasýningar," segir Sandra, sem kveðst þó stefna á að flytja aftur til landsins þegar eins árs landvistarleyfi hennar í Ástralíu lýkur. „Þá vona ég bara að ég fái tækifæri til að vinna við það sem ég elska að gera - að taka myndir," segir Sandra. alma@frettabladid.is Decay Abandonment Nýtur Lífsins Sandra kann vel við sig í Melbourne, enda borgin oft sögð vera listamannaborg Ástralíu. Myndir/Sandra Jóhannsdóttir íslensk dramatík Dularfullt Jökulsárlón, eyðibýli og yfirgefin þvottavél eru á meðal myndefna Söndru á ljósmyndasýningu hennar í Melbourne, sem hefur yfirskriftina Einangrun. Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
„Ég ákvað að flytja til Melbourne í Ástralíu eftir hvatningu frá stúlku sem ég kynntist þegar ég bjó í Danmörku," segir Sandra Jóhannsdóttir, 26 ára ljósmyndari. Sandra hefur verið búsett í Melbourne síðustu fimm mánuðina, þar sem hún mun opna sína fyrstu ljósmyndasýningu í byrjun september. Sandra nam fyrst ljósmyndun í Ljósmyndaskóla Sissu og vann við tímaritið Veru áður en hún hélt til Danmerkur, þar sem hún lagði stund á nám í stafrænni ljósmyndun í Köbenhavns tekniske skole. „Ég hafði verið með það svona á bakvið eyrað að opna sýningu og hugsaði með mér að viðfangsefnið yrði eflaust ástralskt," útskýrir Sandra. Svo fór þó ekki. „Fyrst eftir að ég kom til Ástralíu var hins vegar alltaf eitthvað að minna mig á Ísland. Múm hélt tónleika, hérna var haldin íslensk kvikmyndahátíð og svo spilaði Sigur rós hérna í byrjun ágúst. Þegar ég fann hvað það virtist vera til staðar mikill áhugi fyrir landinu ákvað ég að hafa yfirskrift ljósmyndasýningarinnar Isolation, eða Einangrun, með myndum frá Íslandi sem sýna samband fólksins og náttúrunnar og hversu dramatískt landið getur verið, en það er einmitt það sem ég elska við Ísland," segir Sandra. Ljósmyndir hennar verða til sýnis í Louey and Lane Gallery í Melbourne, og stendur sýningin yfir frá þriðja til 23. september. Aðspurð segist Sandra njóta lífsins í Melbourne til hins ítrasta. „Borgin er kölluð listamannaborg Ástralíu, enda er menningarlífið mjög áhugavert og það er mikið um tónleika og allskyns listasýningar," segir Sandra, sem kveðst þó stefna á að flytja aftur til landsins þegar eins árs landvistarleyfi hennar í Ástralíu lýkur. „Þá vona ég bara að ég fái tækifæri til að vinna við það sem ég elska að gera - að taka myndir," segir Sandra. alma@frettabladid.is Decay Abandonment Nýtur Lífsins Sandra kann vel við sig í Melbourne, enda borgin oft sögð vera listamannaborg Ástralíu. Myndir/Sandra Jóhannsdóttir íslensk dramatík Dularfullt Jökulsárlón, eyðibýli og yfirgefin þvottavél eru á meðal myndefna Söndru á ljósmyndasýningu hennar í Melbourne, sem hefur yfirskriftina Einangrun.
Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira