Holberg-verðlaun veitt 29. nóvember 2008 06:00 Frederic R. Jameson Á miðvikudag voru Holberg-verðlaunin veitt í Osló. Bandaríski bókmenntafræðingurinn Fredric R. Jameson þáði viðurkenninguna og 4,5 milljónir norskra króna fyrir að hafa dregið menningarfræði inn í sögulegt samhengi. Jameson er 74 ára og starfar enn sem prófessor við Duke-háskólann vestanhafs. Hann hefur kennt við Harvard, Yale og Kaliforníu-háskóla. Verk hans frá 1991 „Postmodernism, or, the Cultural Logic of Late Capitalism“ er talin helsta ástæða verðlaunanna. Holberg-verðlaunin voru sett á stofn 2003 af norska Stórþinginu og voru nú veitt í fimmta sinn fyrir framlag til húmanískra fræða, félagsvísinda og trúfræði. Þeim er ætlað að minna á norska skáldið og fjölfræðinginn Lúðvík Holberg sem starfaði lengst af í Kaupmannahöfn en hann var uppi frá 1684 til 1754. Til hliðar við verðlaunin er veitt sérstök viðurkenning kennd við söguhetju Holbergs, Nikulás Klím, og að þessu sinni fékk þau Anne Birgitte Pessi, en þau eru ætluð afrekum fólks undir 35 ára aldri. Jameson hefur verið áhrifamikill kennimaður í menningar- og bókmenntafræðum. Hann er marxisti en hefur sótt óhræddur inn á ólík og áður vankönnuð svið byggingarlistar, kvikmynda og sjónvarps, fagurfræði og sagnfræði. Hann er vel kunnur hér á landi af skrifum sínum.- pbb Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Á miðvikudag voru Holberg-verðlaunin veitt í Osló. Bandaríski bókmenntafræðingurinn Fredric R. Jameson þáði viðurkenninguna og 4,5 milljónir norskra króna fyrir að hafa dregið menningarfræði inn í sögulegt samhengi. Jameson er 74 ára og starfar enn sem prófessor við Duke-háskólann vestanhafs. Hann hefur kennt við Harvard, Yale og Kaliforníu-háskóla. Verk hans frá 1991 „Postmodernism, or, the Cultural Logic of Late Capitalism“ er talin helsta ástæða verðlaunanna. Holberg-verðlaunin voru sett á stofn 2003 af norska Stórþinginu og voru nú veitt í fimmta sinn fyrir framlag til húmanískra fræða, félagsvísinda og trúfræði. Þeim er ætlað að minna á norska skáldið og fjölfræðinginn Lúðvík Holberg sem starfaði lengst af í Kaupmannahöfn en hann var uppi frá 1684 til 1754. Til hliðar við verðlaunin er veitt sérstök viðurkenning kennd við söguhetju Holbergs, Nikulás Klím, og að þessu sinni fékk þau Anne Birgitte Pessi, en þau eru ætluð afrekum fólks undir 35 ára aldri. Jameson hefur verið áhrifamikill kennimaður í menningar- og bókmenntafræðum. Hann er marxisti en hefur sótt óhræddur inn á ólík og áður vankönnuð svið byggingarlistar, kvikmynda og sjónvarps, fagurfræði og sagnfræði. Hann er vel kunnur hér á landi af skrifum sínum.- pbb
Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira