Spektir Davíð Þór Jónsson skrifar 23. nóvember 2008 06:00 Að kasta eggjum og tómötum er góð skemmtun. Það er löng hefð fyrir því að það sé táknræn athöfn til að láta í ljós megna óánægju. Enginn meiðist og ekkert skemmist og því er hvorki hægt að flokka það sem ofbeldi né skemmdarverk. Veður og vindar afmá öll vegsummerki á nokkrum dögum. Það er ekki stigsmunur á því að kasta eggum og tómötum og því að kasta grjóti og mólótoffkokteilum, heldur er þar eðlismunur á. Mólótoffkokteilum og grjótkasti er ætlað að skemma og meiða. Þess vegna er óneitanlega hlægilegt að fylgjast með fréttamönnum, afmynduðum í framan af vandlætingu, segja frá eggja- og tómata-kasti eins og um stórhættuleg skrílslæti hafi verið að ræða. Fjallað hefur verið um slíka atburði í tengslum við nýleg mótmæli eins og af þeim hefði getað hlotist stórfellt líkams- og eignatjón. Jafnvel mætti halda að eggjarauður og tómatklessur, svo ekki sé minnst á blaktandi Bónusfána, væru meiri svívirða við Alþingi um þessar mundir en framferði alþingismanna. Að sífellt fleiri þúsund Íslendinga mæti á Austurvöll til að láta í ljós að afglöp stjórnvalda misbjóði þeim, hverfur þannig í skuggann af óeirð örfárra einstaklinga. Hvað Bónusfánann varðar þá fékk ég ekki greint á myndum að Kalli á þakinu hefði haft mikið nesti með sér þangað upp. Hann hefði því væntanlega komið niður af sjálfsdáðum þegar hungrið hefði farið að sverfa að. Það eina sem hugsanlega hefði getað valdið einhverju eigna- og líkamstjóni í undanförnum mótmælum á Austurvelli voru því aðgerðir lögreglunnar. Samt var ekki sagt frá þeim af viðlíka vandlætingu. Það versta sem hefði getað gerst ef hún hefði látið þetta afskiptalaust er að um síðir hefðu allir farið ómeiddir heim til sín. Nú má alls ekki skilja þessi orð mín sem svo að ég sé að mæla sóðaskap bót, öðru nær. Það er bara algjör óþarfi að gera úr honum annað og meira en hann í raun og veru er. Þetta eru engin spellvirki. Aukinheldur get ég ekki stillt mig um að benda á tvennt: Í fyrsta lagi er vitlaust hús að verða fyrir barðinu á þessari gremju. Hún ætti með réttu að beinast að Stjórnarráðinu við Lækjartorg og Seðlabankanum við Kalkofnsveg. Í öðru lagi er ljótt að henda mat. Þeir sem telja sig geta leyft sér það hafa ekki efni á að kvarta yfir kreppu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Þór Jónsson Mest lesið Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal Skoðun Sósíalistaflokkurinn styður Úkraínu Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 Skoðun
Að kasta eggjum og tómötum er góð skemmtun. Það er löng hefð fyrir því að það sé táknræn athöfn til að láta í ljós megna óánægju. Enginn meiðist og ekkert skemmist og því er hvorki hægt að flokka það sem ofbeldi né skemmdarverk. Veður og vindar afmá öll vegsummerki á nokkrum dögum. Það er ekki stigsmunur á því að kasta eggum og tómötum og því að kasta grjóti og mólótoffkokteilum, heldur er þar eðlismunur á. Mólótoffkokteilum og grjótkasti er ætlað að skemma og meiða. Þess vegna er óneitanlega hlægilegt að fylgjast með fréttamönnum, afmynduðum í framan af vandlætingu, segja frá eggja- og tómata-kasti eins og um stórhættuleg skrílslæti hafi verið að ræða. Fjallað hefur verið um slíka atburði í tengslum við nýleg mótmæli eins og af þeim hefði getað hlotist stórfellt líkams- og eignatjón. Jafnvel mætti halda að eggjarauður og tómatklessur, svo ekki sé minnst á blaktandi Bónusfána, væru meiri svívirða við Alþingi um þessar mundir en framferði alþingismanna. Að sífellt fleiri þúsund Íslendinga mæti á Austurvöll til að láta í ljós að afglöp stjórnvalda misbjóði þeim, hverfur þannig í skuggann af óeirð örfárra einstaklinga. Hvað Bónusfánann varðar þá fékk ég ekki greint á myndum að Kalli á þakinu hefði haft mikið nesti með sér þangað upp. Hann hefði því væntanlega komið niður af sjálfsdáðum þegar hungrið hefði farið að sverfa að. Það eina sem hugsanlega hefði getað valdið einhverju eigna- og líkamstjóni í undanförnum mótmælum á Austurvelli voru því aðgerðir lögreglunnar. Samt var ekki sagt frá þeim af viðlíka vandlætingu. Það versta sem hefði getað gerst ef hún hefði látið þetta afskiptalaust er að um síðir hefðu allir farið ómeiddir heim til sín. Nú má alls ekki skilja þessi orð mín sem svo að ég sé að mæla sóðaskap bót, öðru nær. Það er bara algjör óþarfi að gera úr honum annað og meira en hann í raun og veru er. Þetta eru engin spellvirki. Aukinheldur get ég ekki stillt mig um að benda á tvennt: Í fyrsta lagi er vitlaust hús að verða fyrir barðinu á þessari gremju. Hún ætti með réttu að beinast að Stjórnarráðinu við Lækjartorg og Seðlabankanum við Kalkofnsveg. Í öðru lagi er ljótt að henda mat. Þeir sem telja sig geta leyft sér það hafa ekki efni á að kvarta yfir kreppu.
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun