Galdrafár Þórgunnur Oddsdóttir skrifar 9. maí 2008 06:00 Það er ekki svo langt síðan ég áttaði mig á því að ég tilheyri hópi öfgasinnaðra hryðjuverkamanna. Það kom mér svolítið á óvart enda hef ég yfirleitt verið talin frekar dagfarsprúð stúlka og minnist þess varla að hafa gert flugu mein. Nú skipa ég mér hins vegar á bekk með fólki sem börn og unglingar ættu hreinlega að varast. Ég er nefnilega femínísti. Hugsið ykkur hvað þetta er svakalegt. Femínísti, femínisti, femínisti. Orðið eitt og sér fær suma til að skjálfa af ótta og bræði. Lengi vel hélt ég að það að vera femínisti þýddi bara að maður vildi gera eitthvað til að jafna stöðu kynjanna. Nú hefur almannarómur hins vegar ruglað mig í ríminu og mér sýnist að almennt sé álitið að við femínistar séum stórhættulegt fólk. Það kemur svo sem ekki á óvart. Eitt helsta einkenni femínista er nefnilega að þeir eru kafloðnir og allir sem lesið hafa sinn skerf af ævintýrum og hryllingsbókmenntum vita að loðið fólk er yfirleitt vafasamt. Til dæmis varúlfar. Karlhatarar, kvenrembur, öfgakellingar og teprutruntur eru meðal þeirra skemmtulegu orða sem ég hef heyrt notuð til að lýsa femínistum. Fordómarnir eru þreytandi en ég viðurkenni nú samt að tilhugsunin um að fólk sé hrætt við mig er svolítið kitlandi. Hugsið ykkur, ég skrepp kannski í bíó og fæ mér sæti í sal fullum af fólki sem á sér einskis ills von og grunar ekki að í hópnum er stórvarasamur femínisti. Svona svipað og veslings fólkið í útlöndum sem sest upp í strætó og hefur ekki hugmynd um að á meðal þeirra er bandbrjálaður sjálfsmorðssprengjumaður. Við femínistar höfum ýmislegt á samviskunni. Einhversstaðar las ég að það væri okkur að kenna að strákar þurfi að læra að prjóna í grunnskóla og marga hef ég heyrt halda því fram að femínistar vilji banna flest það sem fólki finnst skemmtilegt. Súludans til dæmis.Nýjustu ásakanirnar ná síðan alveg nýjum hæðum í frumleika. Það er víst við femínista og þeirra áróður að sakast þegar stúlkur á Selfossi taka upp á því að klaga prestinn sinn fyrir ósæmilega hegðun í sinn garð. Bandsettir femínistar. Eflaust væri heimurinn svolítið einfaldari ef jafnréttissjónarmiðin hefðu aldrei fengið hljómgrunn. Þá væri enginn að spá í hvað gerðist eða gerðist ekki í kirkjunni á Selfossi og enginn myndi ergja sig á því þótt karlkyns dagskrárstjóri sjónvarps sé með hærri laun en kvenkyns dagskrárstjóri útvarps. Það þætti bara sjálfsagt mál enda öllum ljóst að konur hafa minni heila en karlar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórgunnur Oddsdóttir Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Það er ekki svo langt síðan ég áttaði mig á því að ég tilheyri hópi öfgasinnaðra hryðjuverkamanna. Það kom mér svolítið á óvart enda hef ég yfirleitt verið talin frekar dagfarsprúð stúlka og minnist þess varla að hafa gert flugu mein. Nú skipa ég mér hins vegar á bekk með fólki sem börn og unglingar ættu hreinlega að varast. Ég er nefnilega femínísti. Hugsið ykkur hvað þetta er svakalegt. Femínísti, femínisti, femínisti. Orðið eitt og sér fær suma til að skjálfa af ótta og bræði. Lengi vel hélt ég að það að vera femínisti þýddi bara að maður vildi gera eitthvað til að jafna stöðu kynjanna. Nú hefur almannarómur hins vegar ruglað mig í ríminu og mér sýnist að almennt sé álitið að við femínistar séum stórhættulegt fólk. Það kemur svo sem ekki á óvart. Eitt helsta einkenni femínista er nefnilega að þeir eru kafloðnir og allir sem lesið hafa sinn skerf af ævintýrum og hryllingsbókmenntum vita að loðið fólk er yfirleitt vafasamt. Til dæmis varúlfar. Karlhatarar, kvenrembur, öfgakellingar og teprutruntur eru meðal þeirra skemmtulegu orða sem ég hef heyrt notuð til að lýsa femínistum. Fordómarnir eru þreytandi en ég viðurkenni nú samt að tilhugsunin um að fólk sé hrætt við mig er svolítið kitlandi. Hugsið ykkur, ég skrepp kannski í bíó og fæ mér sæti í sal fullum af fólki sem á sér einskis ills von og grunar ekki að í hópnum er stórvarasamur femínisti. Svona svipað og veslings fólkið í útlöndum sem sest upp í strætó og hefur ekki hugmynd um að á meðal þeirra er bandbrjálaður sjálfsmorðssprengjumaður. Við femínistar höfum ýmislegt á samviskunni. Einhversstaðar las ég að það væri okkur að kenna að strákar þurfi að læra að prjóna í grunnskóla og marga hef ég heyrt halda því fram að femínistar vilji banna flest það sem fólki finnst skemmtilegt. Súludans til dæmis.Nýjustu ásakanirnar ná síðan alveg nýjum hæðum í frumleika. Það er víst við femínista og þeirra áróður að sakast þegar stúlkur á Selfossi taka upp á því að klaga prestinn sinn fyrir ósæmilega hegðun í sinn garð. Bandsettir femínistar. Eflaust væri heimurinn svolítið einfaldari ef jafnréttissjónarmiðin hefðu aldrei fengið hljómgrunn. Þá væri enginn að spá í hvað gerðist eða gerðist ekki í kirkjunni á Selfossi og enginn myndi ergja sig á því þótt karlkyns dagskrárstjóri sjónvarps sé með hærri laun en kvenkyns dagskrárstjóri útvarps. Það þætti bara sjálfsagt mál enda öllum ljóst að konur hafa minni heila en karlar.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun