Förðunarbók vinsælust í Eyjum 7. desember 2008 06:00 Eyjamærin Anna Ester segist næstum því hafa klesst á þegar hún sá andlit sitt á stórri auglýsingu í strætóskýli. Hún er ánægð með þær góðu viðtökur sem bókin hefur fengið. „Þegar fólk uppgötvaði þetta fór bókin að seljast rosalega vel," segir Erla Halldórsdóttir, verslunarstjóri Eymundsson í Vestmanneyjum, um bókina Förðun - þín stund. Þrátt fyrir vinsældir um allt land hefur bókin hlutfallslega selst best í Vestmanneyjum og má eflaust rekja þær vinsældir til Eyjameyjarinnar Önnu Esterar Óttarsdóttur sem prýðir forsíðuna. „Fólkið hérna var svolitla stund að átta sig á að þetta var Anna Ester sem var framan á bókinni og þegar maður fer til Reykjavíkur upplifir maður bara Sex and the city við að sjá hana í strætóskýlum borgarinnar," segir Erla og hlær, en Anna Ester var kjörin sumarstúlka Vestmanneyja 2007. „Þetta er bók sem hefur vantað á markaðinn lengi og verður án efa ein vinsælasta jólagjöfin til stelpna og kvenna á öllum aldri í Vestmanneyjum," bætir hún við og segist viss um að bækur verði ein aðalgjöfin í ár þar sem sala hafi aukist gífurlega. Anna Ester segir sér hafa brugðið töluvert þegar hún sá andlit sitt á stórum auglýsingum. „Mér brá svo fyrst þegar ég sá auglýsinguna í strætóskýli að ég var næsum því búin að klessa á, ég bjóst ekki við að þetta yrði svona stórt," segir Anna sem er nú búsett í Reykjavík og stundar nám í hársnyrtiiðn við Tækniskólann í Reykjavík. „Ég er gjarnan spurð hvort ég eigi dökkhærða systur því ég er ljóshærð í dag, en það eru margir búnir að hrósa myndinni og það er mjög gaman að hafa tekið þátt í þessu," segir Anna. - ag Mest lesið Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Lífið Stefán Teitur á skeljarnar Lífið Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið Fleiri fréttir Stendur fyrir auðmannsgleði í Elliðaárdal Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
„Þegar fólk uppgötvaði þetta fór bókin að seljast rosalega vel," segir Erla Halldórsdóttir, verslunarstjóri Eymundsson í Vestmanneyjum, um bókina Förðun - þín stund. Þrátt fyrir vinsældir um allt land hefur bókin hlutfallslega selst best í Vestmanneyjum og má eflaust rekja þær vinsældir til Eyjameyjarinnar Önnu Esterar Óttarsdóttur sem prýðir forsíðuna. „Fólkið hérna var svolitla stund að átta sig á að þetta var Anna Ester sem var framan á bókinni og þegar maður fer til Reykjavíkur upplifir maður bara Sex and the city við að sjá hana í strætóskýlum borgarinnar," segir Erla og hlær, en Anna Ester var kjörin sumarstúlka Vestmanneyja 2007. „Þetta er bók sem hefur vantað á markaðinn lengi og verður án efa ein vinsælasta jólagjöfin til stelpna og kvenna á öllum aldri í Vestmanneyjum," bætir hún við og segist viss um að bækur verði ein aðalgjöfin í ár þar sem sala hafi aukist gífurlega. Anna Ester segir sér hafa brugðið töluvert þegar hún sá andlit sitt á stórum auglýsingum. „Mér brá svo fyrst þegar ég sá auglýsinguna í strætóskýli að ég var næsum því búin að klessa á, ég bjóst ekki við að þetta yrði svona stórt," segir Anna sem er nú búsett í Reykjavík og stundar nám í hársnyrtiiðn við Tækniskólann í Reykjavík. „Ég er gjarnan spurð hvort ég eigi dökkhærða systur því ég er ljóshærð í dag, en það eru margir búnir að hrósa myndinni og það er mjög gaman að hafa tekið þátt í þessu," segir Anna. - ag
Mest lesið Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Lífið Stefán Teitur á skeljarnar Lífið Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið Fleiri fréttir Stendur fyrir auðmannsgleði í Elliðaárdal Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira