Bræður munu berjast 7. nóvember 2008 04:00 Björn Thors, Bergur Þór og Þröstur Leó í hlutverkum sínum í nýlegu verki Martins McDonagh í Borgarleikhúsinu. Mynd Grímur /LR Í kvöld verður leikritið Vestrið eina eftir írska leikskáldið Martin McDonagh frumsýnt á Nýja sviði Borgarleikhússins. Er það fimmta verk leikskáldsins sem sýnt er á íslensku leiksviði. Verk írska leikskáldsins Martins McDonagh hafa átt upp á pallborðið hjá íslensku leikhúsfólki en fjögur leikverka hans hafa þegar verið sýnd í íslenskum atvinnuleikhúsum; Fegurðardrottningin frá Línakri í Borgarleikhúsinu, Halti Billi og Koddamaðurinn sem sýnd voru í Þjóðleikhúsinu og Svartur köttur sem sýndur var hjá Leikfélagi Akureyrar. Hefur ekkert írskt leikskáld átt svo greiðan aðgang að hjörtum íslenskra leikhússtjóra. í Vestrinu eina segir af bræðrunum Coleman og Valene sem eru langt frá því að vera fyrirmyndarborgarar. Þrátt fyrir að vera komnir vel á fullorðinsaldur slást þeir stöðugt, drekka ótæpilega og lát föður þeirra virðist ekki snerta þá hið minnsta. Þegar sóknarpresturinn gerir örvæntingarfulla lokatilraun til þess að koma þeim til manns lítur þó út fyrir að eitthvað rofi til. Bleksvartur húmor og drepfyndin samtöl einkenna þetta alvöru gamanverk. Þröstur Leó Gunnarsson og Björn Thors leika þá bræður sem í kjölfar mikilla sviptinga, ákveða að reyna að lifa í sátt, iðrast og fyrirgefa hvor öðrum áralangar illdeilur og hatur. En leiðin til aukins þroska er erfið. Það er Jón Páll Eyjólfsson sem leikstýrir, en hann er annar tveggja fastráðinna leikstjóra í Borgarleikhúsinu. Á Nýja sviði Borgarleikhússins er stefnan að sviðsetja afgerandi leikverk „sem eiga að snerta, ögra og hrífa" eins og segir í tilkynningu frá Leikfélagi Reykjavíkur. Önnur hlutverk eru í höndum Kristínar Þóru Haraldsdóttur og Bergs Þórs Ingólfssonar. Ilmur Stefánsdóttir gerir leikmynd og búninga, Hallur Ingólfsson semur tónlist og lýsing er í höndum Þórðar Orra Péturssonar. Vestrið eina er sýnt með tilstyrk Ölgerðarinnar. Sýningar munu standa fram í desember, enda hefur Borgarleikhúsið tekið upp nýtt snarpara sýningarfyrirkomulag sem er þannig að hvert verk er sýnt í skemmri tíma en áður en mun þéttar á tímabilinu. Þegar erum komnar í sölu fimmtán sýningarkvöld og hafa kortagestir aðgang að fimm þeirra en LR leggur áherslu á að áhugasamir komi sér sem fyrst því sýningum lýkur í desember. Það er hluti af markaðssetningu hins nýja leikhússtjóra hússins sem hefur fylgt í kjölfar Tinnu Gunnlaugsdóttur þjóðleikhússtjóra um snarpari keyrslu verka á sýningarskrá, en Magnús Geir fékk í vikunni viðurkenningu sem markaðsmaður ársins fyrir starf sitt hjá LA og LR. pbb@frettabladid.is Mest lesið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Hafa aldrei rifist Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Í kvöld verður leikritið Vestrið eina eftir írska leikskáldið Martin McDonagh frumsýnt á Nýja sviði Borgarleikhússins. Er það fimmta verk leikskáldsins sem sýnt er á íslensku leiksviði. Verk írska leikskáldsins Martins McDonagh hafa átt upp á pallborðið hjá íslensku leikhúsfólki en fjögur leikverka hans hafa þegar verið sýnd í íslenskum atvinnuleikhúsum; Fegurðardrottningin frá Línakri í Borgarleikhúsinu, Halti Billi og Koddamaðurinn sem sýnd voru í Þjóðleikhúsinu og Svartur köttur sem sýndur var hjá Leikfélagi Akureyrar. Hefur ekkert írskt leikskáld átt svo greiðan aðgang að hjörtum íslenskra leikhússtjóra. í Vestrinu eina segir af bræðrunum Coleman og Valene sem eru langt frá því að vera fyrirmyndarborgarar. Þrátt fyrir að vera komnir vel á fullorðinsaldur slást þeir stöðugt, drekka ótæpilega og lát föður þeirra virðist ekki snerta þá hið minnsta. Þegar sóknarpresturinn gerir örvæntingarfulla lokatilraun til þess að koma þeim til manns lítur þó út fyrir að eitthvað rofi til. Bleksvartur húmor og drepfyndin samtöl einkenna þetta alvöru gamanverk. Þröstur Leó Gunnarsson og Björn Thors leika þá bræður sem í kjölfar mikilla sviptinga, ákveða að reyna að lifa í sátt, iðrast og fyrirgefa hvor öðrum áralangar illdeilur og hatur. En leiðin til aukins þroska er erfið. Það er Jón Páll Eyjólfsson sem leikstýrir, en hann er annar tveggja fastráðinna leikstjóra í Borgarleikhúsinu. Á Nýja sviði Borgarleikhússins er stefnan að sviðsetja afgerandi leikverk „sem eiga að snerta, ögra og hrífa" eins og segir í tilkynningu frá Leikfélagi Reykjavíkur. Önnur hlutverk eru í höndum Kristínar Þóru Haraldsdóttur og Bergs Þórs Ingólfssonar. Ilmur Stefánsdóttir gerir leikmynd og búninga, Hallur Ingólfsson semur tónlist og lýsing er í höndum Þórðar Orra Péturssonar. Vestrið eina er sýnt með tilstyrk Ölgerðarinnar. Sýningar munu standa fram í desember, enda hefur Borgarleikhúsið tekið upp nýtt snarpara sýningarfyrirkomulag sem er þannig að hvert verk er sýnt í skemmri tíma en áður en mun þéttar á tímabilinu. Þegar erum komnar í sölu fimmtán sýningarkvöld og hafa kortagestir aðgang að fimm þeirra en LR leggur áherslu á að áhugasamir komi sér sem fyrst því sýningum lýkur í desember. Það er hluti af markaðssetningu hins nýja leikhússtjóra hússins sem hefur fylgt í kjölfar Tinnu Gunnlaugsdóttur þjóðleikhússtjóra um snarpari keyrslu verka á sýningarskrá, en Magnús Geir fékk í vikunni viðurkenningu sem markaðsmaður ársins fyrir starf sitt hjá LA og LR. pbb@frettabladid.is
Mest lesið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Hafa aldrei rifist Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp