Allt er í allra besta lagi Karen Dröfn Kjartansdóttir skrifar 29. apríl 2008 00:01 Það skal alveg viðurkennast að sá skáldskapur sem ég setti niður á blað sem barn hlaut aldrei náð fyrir augum dómnefnda sem verðlaunuðu kvæði eftir börn á níunda og tíunda áratugnum. Kvæða- og sagnagerð lagði ég því snemma á hilluna enda biturt og leiðinlegt barn sem orti nær eingöngu um verðbólgu, loftslagsbreytingar, atvinnuleysi, landsbyggðina sem var að blæða út og kjör kennara og sjómanna. En þótt kvæðin mín hafi ekki orðið ódauðleg eru yrkisefnin jafn viðeigandi í dag og þegar ég var á barnsaldri. Aftur er ég uggandi yfir fréttum af verðbólgudraugnum sem er að verða jafn feitur og hann var fyrir tæpum tuttugu árum. Í þetta skiptið ætla ég þó ekki að fá útrás fyrir ótta minn í kveðskap. Frekar vil ég vera bjartsýn og reyna að sjá heiminn með augum prófessors Altúngu, úr Birtíngi Voltaires, sem taldi að allt væri í allra besta lagi. Vissulega gæti ég ort ljóðabálka um að allt sé að fara á hinn versta veg. Óánægja hjúkrunarfræðinga, geislafræðinga, kennara, lögreglumanna og vörubílstjóra með kaup sín vekja með mér ljótan grun um að ekki sé allt eins og best verður á kosið í samfélaginu. Sömuleiðis fyllist ég stundum heimshryggð þegar ég heyri af ofbeldisverkum hér og erlendis. En ég ætla ekki að fyllast vonleysi heldur treysta á að æðri máttarvöld bjargi málunum. Það að fólk taki málin í sínar hendur virðist ekki kunna góðri lukku að stýra, samanber mótmæli vörbílstjóra. En þótt allt virðist í bölvuðu ólagi reynist allt vera í allra besta lagi þegar betur er að gáð. Harður skellur efnahagslífsins hefði til dæmis orðið miklu harðari ef húsnæðisverð væri ekki í botni og stöðnun á fasteignamarkaði. Og hvað með Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson? Allt virtist hafa farið á versta veg hjá honum hér um árið en í síðasta þætti Spaugstofunnar kom hann fram og sýndi að honum þættu öll mistök sín með minnisblöð og skuldbindingar borgarbúa fyndin og skemmtileg. Og sjá, áður en langt um líður gæti Villi aftur orðið borgarstjóri, verðbólgan hjaðnað með stýrivöxtum og byggðir á landsbyggðinni jafnað sig, hjúkrunarfræðingar orðið glaðir og það án þess að við lyftum hendi til að taka á málunum. Gerum bara eins og Villi og gerum grín að váboðunum. Þá hljóta þau að hverfa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sósíalistaflokkurinn styður Úkraínu Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun
Það skal alveg viðurkennast að sá skáldskapur sem ég setti niður á blað sem barn hlaut aldrei náð fyrir augum dómnefnda sem verðlaunuðu kvæði eftir börn á níunda og tíunda áratugnum. Kvæða- og sagnagerð lagði ég því snemma á hilluna enda biturt og leiðinlegt barn sem orti nær eingöngu um verðbólgu, loftslagsbreytingar, atvinnuleysi, landsbyggðina sem var að blæða út og kjör kennara og sjómanna. En þótt kvæðin mín hafi ekki orðið ódauðleg eru yrkisefnin jafn viðeigandi í dag og þegar ég var á barnsaldri. Aftur er ég uggandi yfir fréttum af verðbólgudraugnum sem er að verða jafn feitur og hann var fyrir tæpum tuttugu árum. Í þetta skiptið ætla ég þó ekki að fá útrás fyrir ótta minn í kveðskap. Frekar vil ég vera bjartsýn og reyna að sjá heiminn með augum prófessors Altúngu, úr Birtíngi Voltaires, sem taldi að allt væri í allra besta lagi. Vissulega gæti ég ort ljóðabálka um að allt sé að fara á hinn versta veg. Óánægja hjúkrunarfræðinga, geislafræðinga, kennara, lögreglumanna og vörubílstjóra með kaup sín vekja með mér ljótan grun um að ekki sé allt eins og best verður á kosið í samfélaginu. Sömuleiðis fyllist ég stundum heimshryggð þegar ég heyri af ofbeldisverkum hér og erlendis. En ég ætla ekki að fyllast vonleysi heldur treysta á að æðri máttarvöld bjargi málunum. Það að fólk taki málin í sínar hendur virðist ekki kunna góðri lukku að stýra, samanber mótmæli vörbílstjóra. En þótt allt virðist í bölvuðu ólagi reynist allt vera í allra besta lagi þegar betur er að gáð. Harður skellur efnahagslífsins hefði til dæmis orðið miklu harðari ef húsnæðisverð væri ekki í botni og stöðnun á fasteignamarkaði. Og hvað með Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson? Allt virtist hafa farið á versta veg hjá honum hér um árið en í síðasta þætti Spaugstofunnar kom hann fram og sýndi að honum þættu öll mistök sín með minnisblöð og skuldbindingar borgarbúa fyndin og skemmtileg. Og sjá, áður en langt um líður gæti Villi aftur orðið borgarstjóri, verðbólgan hjaðnað með stýrivöxtum og byggðir á landsbyggðinni jafnað sig, hjúkrunarfræðingar orðið glaðir og það án þess að við lyftum hendi til að taka á málunum. Gerum bara eins og Villi og gerum grín að váboðunum. Þá hljóta þau að hverfa.
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun
Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun
Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun