Útilegumenn Þórgunnur Oddsdóttir skrifar 18. júlí 2008 06:00 Það var úr vöndu að ráða þegar ungt par á þrítugsaldri ætlaði að skella sér í útilegu á dögunum. Ekki vantaði útbúnaðinn. Nýtt tjald var komið í skottið og kæliboxið hafði verið fyllt af nesti. Það var aðeins einn hængur á. Aldurinn. Fólk á hinum alræmda þrítugsaldri er nefnilega ekki sérlega velkomið á sumum tjaldsvæðum landsins. Það er að segja ekki nema það hafi slysast til þess að búa til barn í tæka tíð til að geta dröslað því með í útileguna. Áfangastaðurinn var löngu ákveðinn en samt var um sannkallaða óvissuferð að ræða. Skyldu þau fá að tjalda eða ekki? Hafði tjaldvörðurinn á Laugarvatni ekki sagt í fréttunum um daginn að þar vildu menn ekki sjá „óæskilega hópamyndun fólks undir þrítugu sem ræður ekki við útrás sína"? Hvernig átti að túlka þessi orð? Skyldi par á þessum vafasama aldri vera dæmi um óæskilega hópamyndun í augum tjaldvarðanna? Nú rifjuðust upp löngu gleymdar aðferðir sem reynst höfðu notadrjúgar til að smygla sér inn á skemmtistaði í den. Það var reyndar of seint að útvega fölsuð skilríki en ýmislegt annað mátti reyna. Þeirri hugmynd skaut upp að fá lánaðan barnabílstól og ljúga síðan að tjaldvörðunum að krakkinn væri á leiðinni, hann hefði bara fengið far með ömmu og afa. Í framhaldinu kviknaði sú hugmynd hvort ef til vill væri að skapast hér markaður fyrir barnaleigu. Vanti foreldra pössun um helgina má eflaust leigja afkvæmin út til barnlausra á þrítugsaldri sem langar í útilegu. Í raun var svolítið hressandi að uppgötva að þótt þrítugsafmælið nálgist þá er enn þá eitthvað (fyrir utan það að bjóða sig fram til forseta) sem við tuttuguogeitthvað-fólkið erum of ung til að gera. Sextán ára urðum við sjálfráða, sautján ára fengum við bílprófið og tvítug máttum við kaupa bjór. Allir afmælisdagar síðan þá hafa verið hver öðrum leiðinlegri en nú getum við hlakkað til að fylla þrjá tugi og mega loksins tjalda. Það er ekki svo langt að bíða. Hins vegar er fermingarbörnunum vorkunn. Alla vega þessum sem fengu glænýtt kúlutjald í fermingargjöf og þurfa að bíða í 16 ár með að nota það. Parið unga datt að lokum niður á einfalda aðferð til að blekkja tjaldverðina. Góður púði var hafður með í för sem undirrituð ætlaði að troða inn á sig ef vígalega útkastara tjaldsvæðanna bæri að garði. Þeir fara varla að neita þungaðri konu um gistingu. Svoleiðis gerist bara í allra svæsnustu ævintýrunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórgunnur Oddsdóttir Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Það var úr vöndu að ráða þegar ungt par á þrítugsaldri ætlaði að skella sér í útilegu á dögunum. Ekki vantaði útbúnaðinn. Nýtt tjald var komið í skottið og kæliboxið hafði verið fyllt af nesti. Það var aðeins einn hængur á. Aldurinn. Fólk á hinum alræmda þrítugsaldri er nefnilega ekki sérlega velkomið á sumum tjaldsvæðum landsins. Það er að segja ekki nema það hafi slysast til þess að búa til barn í tæka tíð til að geta dröslað því með í útileguna. Áfangastaðurinn var löngu ákveðinn en samt var um sannkallaða óvissuferð að ræða. Skyldu þau fá að tjalda eða ekki? Hafði tjaldvörðurinn á Laugarvatni ekki sagt í fréttunum um daginn að þar vildu menn ekki sjá „óæskilega hópamyndun fólks undir þrítugu sem ræður ekki við útrás sína"? Hvernig átti að túlka þessi orð? Skyldi par á þessum vafasama aldri vera dæmi um óæskilega hópamyndun í augum tjaldvarðanna? Nú rifjuðust upp löngu gleymdar aðferðir sem reynst höfðu notadrjúgar til að smygla sér inn á skemmtistaði í den. Það var reyndar of seint að útvega fölsuð skilríki en ýmislegt annað mátti reyna. Þeirri hugmynd skaut upp að fá lánaðan barnabílstól og ljúga síðan að tjaldvörðunum að krakkinn væri á leiðinni, hann hefði bara fengið far með ömmu og afa. Í framhaldinu kviknaði sú hugmynd hvort ef til vill væri að skapast hér markaður fyrir barnaleigu. Vanti foreldra pössun um helgina má eflaust leigja afkvæmin út til barnlausra á þrítugsaldri sem langar í útilegu. Í raun var svolítið hressandi að uppgötva að þótt þrítugsafmælið nálgist þá er enn þá eitthvað (fyrir utan það að bjóða sig fram til forseta) sem við tuttuguogeitthvað-fólkið erum of ung til að gera. Sextán ára urðum við sjálfráða, sautján ára fengum við bílprófið og tvítug máttum við kaupa bjór. Allir afmælisdagar síðan þá hafa verið hver öðrum leiðinlegri en nú getum við hlakkað til að fylla þrjá tugi og mega loksins tjalda. Það er ekki svo langt að bíða. Hins vegar er fermingarbörnunum vorkunn. Alla vega þessum sem fengu glænýtt kúlutjald í fermingargjöf og þurfa að bíða í 16 ár með að nota það. Parið unga datt að lokum niður á einfalda aðferð til að blekkja tjaldverðina. Góður púði var hafður með í för sem undirrituð ætlaði að troða inn á sig ef vígalega útkastara tjaldsvæðanna bæri að garði. Þeir fara varla að neita þungaðri konu um gistingu. Svoleiðis gerist bara í allra svæsnustu ævintýrunum.
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun