Barokk-popp í Langholti 21. nóvember 2008 06:00 Dominque Labelle, yndisleg söngkona með einstök tök á söngstíl barokktímans. Annað kvöld bregður Sinfóníuhljómsveit Íslands fyrir sig betri fætinum, flytur sig af Melunum upp í Langholt: í Langholtskirkju verður besta hljómsveit landsins með efnisskrá sem helguð er helstu perlum barokksins; sum þessara verka eru öllum kunn: Vatnamúsík Händels, Hljómsveitarsvíta nr. 3 eftir Bach, en í henni er einmitt Aría á G-streng, og hin sívinsæla kanón Pachelbels eru þeirra á meðal. Poppið úr barokkinu. Hljómsveitarstjóri er Nicholas Kraemer en einsöng syngur Dominique Labelle, sem hefur hlotið frábærar viðtökur um allan heim fyrir óviðjafnanlega söngrödd sína og túlkun á barokktónlist. Hún er fædd í Montréal en vakti fyrst athygli í rómaðri sviðsetningu Peters Sellars á Don Giovanni sem hann setti niður í Spönsku Harlem og fór víða um heim. Þar söng hún Donnu Önnu. Hún hefur hlotið einstaklega lofsamlega dóma fyrir flutning sinn á verkum Händels og Bachs, en Boston Globe sagði um flutning hennar á kantötu nr. 202 eftir þann síðarnefnda: „Það þurfa allir meiri Dominique inn í líf sitt." Nýverið söng hún einsöng í H-moll messu Bachs á Bach-hátíðinni í Leipzig, og Mattheusarpassíuna með Concertgebouw-hljómsveitinni í Amsterdam undir stjórn Ivans Fischer, og hún hlaut Händel-verðlaunin árið 2002 fyrir hljóðritun sína á óperunni Arminio. Þessi kona er því meistarasöngvari sem hefur lagt sig sérstaklega eftir barokk-flutningi. Á æfingum fyrir tónleikana í vikunni bræddi hún hjörtu þeirra í Sinfóníunni með yndislegri túlkun sinni og kalla menn þar á bæ ekki allt ömmu sína. Tónleikarnir á föstudaginn hefjast kl. 19.30 og verður húsið opnað klukkustund fyrir tónleikana. Sætaval er frjálst. - pbb Mest lesið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Annað kvöld bregður Sinfóníuhljómsveit Íslands fyrir sig betri fætinum, flytur sig af Melunum upp í Langholt: í Langholtskirkju verður besta hljómsveit landsins með efnisskrá sem helguð er helstu perlum barokksins; sum þessara verka eru öllum kunn: Vatnamúsík Händels, Hljómsveitarsvíta nr. 3 eftir Bach, en í henni er einmitt Aría á G-streng, og hin sívinsæla kanón Pachelbels eru þeirra á meðal. Poppið úr barokkinu. Hljómsveitarstjóri er Nicholas Kraemer en einsöng syngur Dominique Labelle, sem hefur hlotið frábærar viðtökur um allan heim fyrir óviðjafnanlega söngrödd sína og túlkun á barokktónlist. Hún er fædd í Montréal en vakti fyrst athygli í rómaðri sviðsetningu Peters Sellars á Don Giovanni sem hann setti niður í Spönsku Harlem og fór víða um heim. Þar söng hún Donnu Önnu. Hún hefur hlotið einstaklega lofsamlega dóma fyrir flutning sinn á verkum Händels og Bachs, en Boston Globe sagði um flutning hennar á kantötu nr. 202 eftir þann síðarnefnda: „Það þurfa allir meiri Dominique inn í líf sitt." Nýverið söng hún einsöng í H-moll messu Bachs á Bach-hátíðinni í Leipzig, og Mattheusarpassíuna með Concertgebouw-hljómsveitinni í Amsterdam undir stjórn Ivans Fischer, og hún hlaut Händel-verðlaunin árið 2002 fyrir hljóðritun sína á óperunni Arminio. Þessi kona er því meistarasöngvari sem hefur lagt sig sérstaklega eftir barokk-flutningi. Á æfingum fyrir tónleikana í vikunni bræddi hún hjörtu þeirra í Sinfóníunni með yndislegri túlkun sinni og kalla menn þar á bæ ekki allt ömmu sína. Tónleikarnir á föstudaginn hefjast kl. 19.30 og verður húsið opnað klukkustund fyrir tónleikana. Sætaval er frjálst. - pbb
Mest lesið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp