Dikta fær aðstoð frá Svíþjóð 20. nóvember 2008 04:30 Rokksveitin gefur út nýtt lag á næstunni sem nefnist Let Go. MYND/ANTON Rokkararnir í Diktu eru að ljúka upptökum á nýju lagi, Let Go, sem fer líklega í spilun í byrjun desember. Fylgir það eftir vinsældum, Just Getting Started, sem kom út í sumar og fór á toppinn bæði hjá Rás 2 og X-inu. Svínn Jens Bogren mun hljóðblanda og leggja lokahönd á laginu en hann var upptökustjóri nýjustu plötu sænsku þungarokkssveitarinnar Opeth sem hefur getið sér gott orð að undanförnu. Bæði Let Go og Just Getting Started verða á næstu plötu Diktu sem er væntanleg eftir áramót. Dikta hafði stefnt á að fara í tónleikaferð til Bandaríkjanna á næstunni og taka plötuna síðan upp á vormánuðum. Þá kom babb í bátinn. „Þau plön eru farin að snúast í höndunum á okkur því gengið er orðið tvöfalt," segir Haukur Heiðar Hauksson, söngvari Diktu. Sveitin fékk góðar viðtökur á Airwaves-hátíðinni í síðasta mánuði og varpaði á tónleikum sínum á breiðtjald samsettri mynd af Gordon Brown með Ísland í heljargreipum. Vakti það mikla athygli tónleikagesta. „Eftir tónleikana voru margir ánægðir með þetta en nú er búið að leysa það mál. Við fáum bara alla skuldasúpuna," segir Haukur. - fb Mest lesið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Oft upplifir fólk leiða og depurð eftir gott sumarfrí Áskorun Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Rokkararnir í Diktu eru að ljúka upptökum á nýju lagi, Let Go, sem fer líklega í spilun í byrjun desember. Fylgir það eftir vinsældum, Just Getting Started, sem kom út í sumar og fór á toppinn bæði hjá Rás 2 og X-inu. Svínn Jens Bogren mun hljóðblanda og leggja lokahönd á laginu en hann var upptökustjóri nýjustu plötu sænsku þungarokkssveitarinnar Opeth sem hefur getið sér gott orð að undanförnu. Bæði Let Go og Just Getting Started verða á næstu plötu Diktu sem er væntanleg eftir áramót. Dikta hafði stefnt á að fara í tónleikaferð til Bandaríkjanna á næstunni og taka plötuna síðan upp á vormánuðum. Þá kom babb í bátinn. „Þau plön eru farin að snúast í höndunum á okkur því gengið er orðið tvöfalt," segir Haukur Heiðar Hauksson, söngvari Diktu. Sveitin fékk góðar viðtökur á Airwaves-hátíðinni í síðasta mánuði og varpaði á tónleikum sínum á breiðtjald samsettri mynd af Gordon Brown með Ísland í heljargreipum. Vakti það mikla athygli tónleikagesta. „Eftir tónleikana voru margir ánægðir með þetta en nú er búið að leysa það mál. Við fáum bara alla skuldasúpuna," segir Haukur. - fb
Mest lesið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Oft upplifir fólk leiða og depurð eftir gott sumarfrí Áskorun Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira