Ástarflónið norður 11. september 2008 05:00 Uppsetning Silfurtunglsins á Fool for Love hlaut góðar viðtökur áhorfenda og gagnrýnenda fyrr á árinu. Leikritið Fool for Love eftir bandaríska leikskáldið Sam Shepard, í uppsetningu leikhópsins Silfurtunglið, verður frumsýnt á Akureyri í kvöld. Fyrirhugaðar eru tólf sýningar á leikritinu fyrir norðan; uppselt er á fyrstu sex sýningarnar og er óðum að seljast upp á þær sex sem eftir standa. Þessi takmarkaði sýningafjöldi helgast einna helst af önnum meðlima Silfurtunglsins, en leikararnir og leikstjórinn eru öll komin á kaf í verkefni hjá hinum ýmsu menningarstofnunum víða um land. Silfurtunglið hlaut sjö tilnefningar til Grímunnar fyrr á árinu fyrir uppsetningu sína á Fool for Love. Hinn landskunni tónlistarmaður KK er tónlistarstjóri sýningarinnar og fer einnig með hlutverk karlsins í verkinu. KK var tilnefndur sem flytjandi ársins og lagahöfundur ársins á Grímuhátíðinni. Hann samdi nokkur lög sérstaklega fyrir sýninguna, þar á meðal „Í eigin vanmætti" sem fór í spilun í fyrra og náði þar með eyrum landsmanna. Nú er nýtt lag úr sýningunni komið í spilun í útvarpi; lagið nefnist „ég óttaðist" og fjallar um samskipti aðalpersóna leikritsins. Fool for Love var áður sett upp á efri hæðinni í Austurbæ við Snorrabraut. Þar spiluðu upprunalegar innréttingar skemmtistaðarins Silfurtunglsins, sem leikhópurinn dregur einmitt nafn sitt af, stórt hlutverk í því að draga fram þá áþreifanlegu stemningu sem skapaðist á sýningum leikritsins. Því stóð hópurinn frammi fyrir ákveðnu vandamáli þegar kom að því að færa sýninguna um set: hvernig væri best að flytja stemninguna með? Leikmyndahönnuðurinn Mekkín Ragnarsdóttir leysti vandann og hefur af mikilli natni endurskapað Silfurtunglið á Akureyri; þannig er nú viðarpanellinn, parketið og andrúmsloftið úr Austurbæ komið norður.- vþ Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Leikritið Fool for Love eftir bandaríska leikskáldið Sam Shepard, í uppsetningu leikhópsins Silfurtunglið, verður frumsýnt á Akureyri í kvöld. Fyrirhugaðar eru tólf sýningar á leikritinu fyrir norðan; uppselt er á fyrstu sex sýningarnar og er óðum að seljast upp á þær sex sem eftir standa. Þessi takmarkaði sýningafjöldi helgast einna helst af önnum meðlima Silfurtunglsins, en leikararnir og leikstjórinn eru öll komin á kaf í verkefni hjá hinum ýmsu menningarstofnunum víða um land. Silfurtunglið hlaut sjö tilnefningar til Grímunnar fyrr á árinu fyrir uppsetningu sína á Fool for Love. Hinn landskunni tónlistarmaður KK er tónlistarstjóri sýningarinnar og fer einnig með hlutverk karlsins í verkinu. KK var tilnefndur sem flytjandi ársins og lagahöfundur ársins á Grímuhátíðinni. Hann samdi nokkur lög sérstaklega fyrir sýninguna, þar á meðal „Í eigin vanmætti" sem fór í spilun í fyrra og náði þar með eyrum landsmanna. Nú er nýtt lag úr sýningunni komið í spilun í útvarpi; lagið nefnist „ég óttaðist" og fjallar um samskipti aðalpersóna leikritsins. Fool for Love var áður sett upp á efri hæðinni í Austurbæ við Snorrabraut. Þar spiluðu upprunalegar innréttingar skemmtistaðarins Silfurtunglsins, sem leikhópurinn dregur einmitt nafn sitt af, stórt hlutverk í því að draga fram þá áþreifanlegu stemningu sem skapaðist á sýningum leikritsins. Því stóð hópurinn frammi fyrir ákveðnu vandamáli þegar kom að því að færa sýninguna um set: hvernig væri best að flytja stemninguna með? Leikmyndahönnuðurinn Mekkín Ragnarsdóttir leysti vandann og hefur af mikilli natni endurskapað Silfurtunglið á Akureyri; þannig er nú viðarpanellinn, parketið og andrúmsloftið úr Austurbæ komið norður.- vþ
Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira