Nokkrir leikir fóru fram í Subway bikarnum í körfubolta í kvöld. Úrvalsdeildarliðin Stjarnan, Tindastóll og Skallagrímur unnu sína leiki og tryggðu sér sæti í 16-liða úrslitunum.
Tindastóll vann nauman sigur á KFÍ á Ísafirði 92-87. Sören Flæng skoraði 26 stig og hirti 13 fráköst fyrir Stólana og Svavar Birgisson skoraði 24 stig. Craig Schoen skoraði 32 stig og hirti 8 fráköst fyrir KFÍ og Birgir Pétursson var með 14 stig og 14 fráköst.
Stjarnan vann öruggan sigur á Mostra 103-49. Fannar Helgason skoraði 22 stig og hirti 13 fráköst fyrir Stjörnuna en Birkir Björgvinsson skoraði 14 stig fyrir Mostra.
Skallagrímur vann nauman 88-83 sigur á Ugmennafélagi Laugdæla.
KR b vann stórsigur á Keflavík b 117-78, Valur burstaði UMFH 107-77, Fjölnir lagði Hamar 83-85 og Grindavík b burstaði Reyni Sandgerði 86-54.