Tólf spor í rétta átt Björn Ingi Hrafnsson skrifar 3. desember 2008 00:01 Forystumenn ríkisstjórnarinnar kynntu í gær tillögur vinnuhóps ráðherra, þingmanna og framkvæmdastjóra flokkanna sem starfað hefur að undanförnu og var ætlað að mæta vanda fyrirtækjanna í landinu í ljósi þeirra þrenginga sem þjóðin gengur nú í gegnum. Eru tillögurnar í tólf liðum og með þeim er að nokkru leyti brugðist við ákalli um bráðaráðstafanir til að afstýra gjaldþroti fjölmargra fyrirtækja með tilheyrandi aukningu á atvinnuleysi. Að því leytinu til má segja að tillögurnar tólf séu spor í rétta átt. Þannig er skynsamlegt að gera bankaráðum nýju ríkisbankanna að setja sér skýrar viðmiðunarreglur um fyrirgreiðslu við fyrirtæki til að vernda störf og stuðla að „áframhaldandi starfsemi lífvænlegra fyrirtækja", eins og það er orðað. Mikil umræða hefur einmitt verið um það hverjir fái lengingu lána, niðurfærslu skulda, breytingar lána í eigið fé og sameiningar fyrirtækja og mjög kallað eftir gegnsæi að þessu leyti þar sem oft er um gífurlega hagsmuni að ræða. Í því ljósi er jafnframt skynsamlegt að stofna sérstök eignaumsýslufélög, eða eignarhaldsfélög, sem hafi umsjón með og fari með eignarhluti bankanna í þeim fyrirtækjum, þar sem ákveðið hefur verið að breyta skuldum í eigið fé. Þá er jákvætt skref að stofna til endurreisnarsjóðs með þátttöku lífeyrissjóða, banka og innlendra og erlendra fjárfesta og skynsamlegt að rýmka heimildir lífeyrissjóða til þátttöku í slíku starfi, því ekki mun af veita. Sérstakt fagnaðarefni er að ríkisstjórnin skuli lýsa yfir vilja til að greiða fyrir uppgjöri við erlenda kröfuhafa með því að bjóða þeim hlutafé í nýju bönkunum. Það er í fyrsta lagi nauðsynleg aðgerð til að koma í veg fyrir málaferli og skaðabótakröfur og í öðru lagi skynsamleg leið til að liðka fyrir endurfjármögnun erlendis, auka samkeppni og tryggja að nýju þróttmikla fjármálastarfsemi í efnahagsumhverfi sem mun óhjákvæmlega litast mjög af ægivaldi ríkisins á mörgum sviðum. Fleiri atriði mætti nefna. Athygli vekur að fyrirtækjum verði gert kleift að gera ársreikninga sína upp í erlendri mynt afturvirkt frá 1. janúar 2008. Vekur það spurningar um hvort synjun á beiðni Kaupþings þar að lútandi á sínum tíma hafi verið málefnaleg af hálfu stjórnvalda og hvaða afleiðingar hún hafi haft á það sem síðar varð. Gott er að ákvæðum hlutafélagalaga, skattalaga og fleiri laga verði breytt í því skyni að auðvelda stjórnendum fyrirtækja að komast í gegnum tímabundna erfiðleika og nauðsynlegt að fara nú þegar yfir nýsettar reglur um gjaldeyrishömlur og viðurkenna þau mistök sem gerð voru og takmarka neikvæð hliðaráhrif eins og kostur er. Hvort sporin tólf duga til að bjarga íslensku atvinnulífi er auðvelt að draga í efa. Víst er á hinn bóginn að breytingarnar eru allar til bóta. Undirstöðurnar þarf þó að treysta, eigi að felast einhver skynsemi í því að reisa húsið á nýjan leik. Dæmisagan kenndi okkur að fátt er til farsældar að reisa á sandi. Til framtíðar þarf öflugri og stöðugri gjaldmiðil í hlutverk undirstöðunnar, eigi viðspyrnan að lukkast og endurreisnin að hefjast. Hvort evran eða dollar verður okkar klettur, getur tíminn einn leitt í ljós. En víst er að krónan nær aldrei aftur slíkum styrkleika hafi hann þá einhvern tíma verið til staðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Markaðir Viðskipti Mest lesið Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Forystumenn ríkisstjórnarinnar kynntu í gær tillögur vinnuhóps ráðherra, þingmanna og framkvæmdastjóra flokkanna sem starfað hefur að undanförnu og var ætlað að mæta vanda fyrirtækjanna í landinu í ljósi þeirra þrenginga sem þjóðin gengur nú í gegnum. Eru tillögurnar í tólf liðum og með þeim er að nokkru leyti brugðist við ákalli um bráðaráðstafanir til að afstýra gjaldþroti fjölmargra fyrirtækja með tilheyrandi aukningu á atvinnuleysi. Að því leytinu til má segja að tillögurnar tólf séu spor í rétta átt. Þannig er skynsamlegt að gera bankaráðum nýju ríkisbankanna að setja sér skýrar viðmiðunarreglur um fyrirgreiðslu við fyrirtæki til að vernda störf og stuðla að „áframhaldandi starfsemi lífvænlegra fyrirtækja", eins og það er orðað. Mikil umræða hefur einmitt verið um það hverjir fái lengingu lána, niðurfærslu skulda, breytingar lána í eigið fé og sameiningar fyrirtækja og mjög kallað eftir gegnsæi að þessu leyti þar sem oft er um gífurlega hagsmuni að ræða. Í því ljósi er jafnframt skynsamlegt að stofna sérstök eignaumsýslufélög, eða eignarhaldsfélög, sem hafi umsjón með og fari með eignarhluti bankanna í þeim fyrirtækjum, þar sem ákveðið hefur verið að breyta skuldum í eigið fé. Þá er jákvætt skref að stofna til endurreisnarsjóðs með þátttöku lífeyrissjóða, banka og innlendra og erlendra fjárfesta og skynsamlegt að rýmka heimildir lífeyrissjóða til þátttöku í slíku starfi, því ekki mun af veita. Sérstakt fagnaðarefni er að ríkisstjórnin skuli lýsa yfir vilja til að greiða fyrir uppgjöri við erlenda kröfuhafa með því að bjóða þeim hlutafé í nýju bönkunum. Það er í fyrsta lagi nauðsynleg aðgerð til að koma í veg fyrir málaferli og skaðabótakröfur og í öðru lagi skynsamleg leið til að liðka fyrir endurfjármögnun erlendis, auka samkeppni og tryggja að nýju þróttmikla fjármálastarfsemi í efnahagsumhverfi sem mun óhjákvæmlega litast mjög af ægivaldi ríkisins á mörgum sviðum. Fleiri atriði mætti nefna. Athygli vekur að fyrirtækjum verði gert kleift að gera ársreikninga sína upp í erlendri mynt afturvirkt frá 1. janúar 2008. Vekur það spurningar um hvort synjun á beiðni Kaupþings þar að lútandi á sínum tíma hafi verið málefnaleg af hálfu stjórnvalda og hvaða afleiðingar hún hafi haft á það sem síðar varð. Gott er að ákvæðum hlutafélagalaga, skattalaga og fleiri laga verði breytt í því skyni að auðvelda stjórnendum fyrirtækja að komast í gegnum tímabundna erfiðleika og nauðsynlegt að fara nú þegar yfir nýsettar reglur um gjaldeyrishömlur og viðurkenna þau mistök sem gerð voru og takmarka neikvæð hliðaráhrif eins og kostur er. Hvort sporin tólf duga til að bjarga íslensku atvinnulífi er auðvelt að draga í efa. Víst er á hinn bóginn að breytingarnar eru allar til bóta. Undirstöðurnar þarf þó að treysta, eigi að felast einhver skynsemi í því að reisa húsið á nýjan leik. Dæmisagan kenndi okkur að fátt er til farsældar að reisa á sandi. Til framtíðar þarf öflugri og stöðugri gjaldmiðil í hlutverk undirstöðunnar, eigi viðspyrnan að lukkast og endurreisnin að hefjast. Hvort evran eða dollar verður okkar klettur, getur tíminn einn leitt í ljós. En víst er að krónan nær aldrei aftur slíkum styrkleika hafi hann þá einhvern tíma verið til staðar.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun