Fólkið í blokkinni 9. október 2008 04:00 Leiklist. Fólkið í blokkinni. Grímur Bjarnason Það er skammt stórra högga á milli hjá Ólafi Hauki Símonarsyni þessar vikurnar. Ný bók er væntanleg í prentsmiðjur næstu daga. Á föstudag var frumsýnt nýtt verk eftir hann sem byggist á ævibrotum Janis Joplin og á morgun frumsýnir Leikfélag Reykjavíkur á Stóra sviðinu nýjan söngleik Ólafs, Fólkið í blokkinni. Áhorfendur eiga þó von á allt annarri upplifun því þeim verður ekki vísað til sætis í salnum, líkt og venjan er, heldur hefur sérstökum áhorfendapöllum verið komið fyrir á sviðinu sjálfu en leikið verður á hliðarsviði og baksviði. Heldur þar áfram tilraunum sem Kjartan Ragnarsson og Þórhildur Þorleifsdóttir gerðu á síðustu öld til að nýta hin miklu hliðarrými Stóra sviðsins fyrir áhorfendasvæði, en nú verða leikhúsgestir settir á hringsviðið og þeim keyrt milli leiksvæða með snúningi. Það er Unnur Ösp Stefánsdóttir sem leikstýrir fjölda landsþekktra leikara í uppsetningunni, tónlistarstjóri er Jón Ólafsson en tónlist verksins er flutt af Geirfuglunum. Nú þegar hefur fjöldi kortagesta valið sýninguna í áskrift en á þessu hausti hefur met verið slegið í sölu árskorta á verkefnaskrá Leikfélagsins. Uppselt á yfir 25 sýningarkvöld og stefnir hraðbyri í fína aðsókn, en verk Ólafs eiga trygga aðdáendur. Fólkið í blokkinni er hjartnæm saga af skrautlegu lífi fólks í blokk í Reykjavík. Fólkið í blokkinni ákveður að setja upp söngleik og efniviðurinn er það sjálft. Hárfinnur hárfíni er í forsvari fyrir hljómsveitina Sóna sem æfir stíft í kjallaranum á meðan Robbi húsvörður reynir ólmur að koma í veg fyrir að söngleikurinn komist á koppinn. Sjarmörinn Hannes reynir allt hvað hann getur að ganga í augun á Söru, en ýmsar meinlegar uppákomur og óvænt samkeppni gera honum erfitt fyrir. Tekst þeim að frumsýna söngleikinn? Ná Sara og Hannes saman? Og hver á skjaldbökuna í baðkarinu? Aðdáendur Ólafs Hauks þekkja efniviðinn af tveimur hljómplötum og einu smásagnasafni. Ólafur hefur lengi unnið með þessar smámyndir og komið þeim íjafn ólíka miðla og dægurlagið og hljómdiskinn með skondnum lögum sínum, en nú holdgervast sumar þeirra á stóra sviðinu. Hann hefur á farsælum ferli skrifað sig inn í hjarta þjóðarinnar, bæði með leikritum sínum og ógleymanlegum sönglögum. Auk leiksýningarinnar stendur til að framleiða sjónvarpsþætti um ævintýri fólksins. Fyrir skemmstu fékk framleiðslufyrirtækið Pegasus handritsstyrk til að vinna 12 þátta seríu upp úr sögum Ólafs. Leikstjóri verksins verður Kristófer Dignus sem einnig skrifar handrit í samvinnu við Ólaf Hauk. Aðstandendur sýningarinnar eru leikararnir Guðjón Davíð Karlsson, Halldór Gylfason, Halldóra Geirharðsdóttir, Hallgrímur Ólafsson, Jóhann Sigurðsson, Jóhanna Vigdís Arnardóttir, Jóhannes Haukur Jóhannesson, Magnús Guðmundsson, Margrét Helga Jóhannsdóttir og Sara Marti Guðmundsdóttir. Leikmynd gerir Vytautas Narbutas en Björn Bergsteinn Guðmundsson lýsir. Hljóðstjórn annast Sigurvald Ívar Helgason en búninga gerir Filippía I. Elísdóttir. Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Það er skammt stórra högga á milli hjá Ólafi Hauki Símonarsyni þessar vikurnar. Ný bók er væntanleg í prentsmiðjur næstu daga. Á föstudag var frumsýnt nýtt verk eftir hann sem byggist á ævibrotum Janis Joplin og á morgun frumsýnir Leikfélag Reykjavíkur á Stóra sviðinu nýjan söngleik Ólafs, Fólkið í blokkinni. Áhorfendur eiga þó von á allt annarri upplifun því þeim verður ekki vísað til sætis í salnum, líkt og venjan er, heldur hefur sérstökum áhorfendapöllum verið komið fyrir á sviðinu sjálfu en leikið verður á hliðarsviði og baksviði. Heldur þar áfram tilraunum sem Kjartan Ragnarsson og Þórhildur Þorleifsdóttir gerðu á síðustu öld til að nýta hin miklu hliðarrými Stóra sviðsins fyrir áhorfendasvæði, en nú verða leikhúsgestir settir á hringsviðið og þeim keyrt milli leiksvæða með snúningi. Það er Unnur Ösp Stefánsdóttir sem leikstýrir fjölda landsþekktra leikara í uppsetningunni, tónlistarstjóri er Jón Ólafsson en tónlist verksins er flutt af Geirfuglunum. Nú þegar hefur fjöldi kortagesta valið sýninguna í áskrift en á þessu hausti hefur met verið slegið í sölu árskorta á verkefnaskrá Leikfélagsins. Uppselt á yfir 25 sýningarkvöld og stefnir hraðbyri í fína aðsókn, en verk Ólafs eiga trygga aðdáendur. Fólkið í blokkinni er hjartnæm saga af skrautlegu lífi fólks í blokk í Reykjavík. Fólkið í blokkinni ákveður að setja upp söngleik og efniviðurinn er það sjálft. Hárfinnur hárfíni er í forsvari fyrir hljómsveitina Sóna sem æfir stíft í kjallaranum á meðan Robbi húsvörður reynir ólmur að koma í veg fyrir að söngleikurinn komist á koppinn. Sjarmörinn Hannes reynir allt hvað hann getur að ganga í augun á Söru, en ýmsar meinlegar uppákomur og óvænt samkeppni gera honum erfitt fyrir. Tekst þeim að frumsýna söngleikinn? Ná Sara og Hannes saman? Og hver á skjaldbökuna í baðkarinu? Aðdáendur Ólafs Hauks þekkja efniviðinn af tveimur hljómplötum og einu smásagnasafni. Ólafur hefur lengi unnið með þessar smámyndir og komið þeim íjafn ólíka miðla og dægurlagið og hljómdiskinn með skondnum lögum sínum, en nú holdgervast sumar þeirra á stóra sviðinu. Hann hefur á farsælum ferli skrifað sig inn í hjarta þjóðarinnar, bæði með leikritum sínum og ógleymanlegum sönglögum. Auk leiksýningarinnar stendur til að framleiða sjónvarpsþætti um ævintýri fólksins. Fyrir skemmstu fékk framleiðslufyrirtækið Pegasus handritsstyrk til að vinna 12 þátta seríu upp úr sögum Ólafs. Leikstjóri verksins verður Kristófer Dignus sem einnig skrifar handrit í samvinnu við Ólaf Hauk. Aðstandendur sýningarinnar eru leikararnir Guðjón Davíð Karlsson, Halldór Gylfason, Halldóra Geirharðsdóttir, Hallgrímur Ólafsson, Jóhann Sigurðsson, Jóhanna Vigdís Arnardóttir, Jóhannes Haukur Jóhannesson, Magnús Guðmundsson, Margrét Helga Jóhannsdóttir og Sara Marti Guðmundsdóttir. Leikmynd gerir Vytautas Narbutas en Björn Bergsteinn Guðmundsson lýsir. Hljóðstjórn annast Sigurvald Ívar Helgason en búninga gerir Filippía I. Elísdóttir.
Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira