Elsta leyndarmál þjóðarinnar 29. september 2008 04:00 Rólegri og Skandinavískari segir Óttar M. Norðfjörð um væntanlegan reyfara sinn, Sólkross. Hnífur Abrahams eftir Óttar M. Norðfjörð var ein af metsölubókum síðustu jólavertíðar og seldist í sex þúsund eintökum. Nú fylgir Óttar bókinni eftir með nýrri skáldsögu, Sólkrossi. „Þessi bók gerist á Íslandi og kærasta Adams Swift, Embla Þöll, er aðalsöguhetjan þótt Adam komi líka við sögu," segir Óttar. „Þetta er miklu metnaðarfyllri bók. Síðast var ég að gera tilraun með að skrifa svona flugvallarmetsölubók, en þessi er rólegri og skandinavískari." Sólkross er byggð á róttækum kenningum Einars Pálssonar um fyrstu landnámsmennina. Lesandinn er leiddur í eltingarleik um norræna goðafræði og horfna kirkjugarða, og elsta leyndarmál þjóðarinnar er jafnvel upplýst í bókinni. „Það þekkja fáir kenningar Einars en þeir sem kynna sér þær fá þær alveg á heilann," segir Óttar, sem sökkti sér í fræðin. „Einar var þaggaður niður á sínum tíma af ríkjandi fræðimönnum, en er smátt og smátt að fá uppreisn æru. Það er hálfgerður neðanjarðarheimur í kringum kenningar hans. Þegar ég var að skrifa bókina fékk ég skuggalegt símtal og var spurður hvort ég væri að skrifa um Einar Pálsson." Óttar segist vera að brúa þennan neðanjarðarheim og koma honum til almennings í poppaðri og söluvænlegri bók. En hvað með þriðja og síðasta bindi ævisögu Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar? „Úff, Hannes er algjör spennitreyja," stynur Óttar. „Þetta er brandari sem fór of langt en ég verð auðvitað að klára hann." Mest lesið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Hnífur Abrahams eftir Óttar M. Norðfjörð var ein af metsölubókum síðustu jólavertíðar og seldist í sex þúsund eintökum. Nú fylgir Óttar bókinni eftir með nýrri skáldsögu, Sólkrossi. „Þessi bók gerist á Íslandi og kærasta Adams Swift, Embla Þöll, er aðalsöguhetjan þótt Adam komi líka við sögu," segir Óttar. „Þetta er miklu metnaðarfyllri bók. Síðast var ég að gera tilraun með að skrifa svona flugvallarmetsölubók, en þessi er rólegri og skandinavískari." Sólkross er byggð á róttækum kenningum Einars Pálssonar um fyrstu landnámsmennina. Lesandinn er leiddur í eltingarleik um norræna goðafræði og horfna kirkjugarða, og elsta leyndarmál þjóðarinnar er jafnvel upplýst í bókinni. „Það þekkja fáir kenningar Einars en þeir sem kynna sér þær fá þær alveg á heilann," segir Óttar, sem sökkti sér í fræðin. „Einar var þaggaður niður á sínum tíma af ríkjandi fræðimönnum, en er smátt og smátt að fá uppreisn æru. Það er hálfgerður neðanjarðarheimur í kringum kenningar hans. Þegar ég var að skrifa bókina fékk ég skuggalegt símtal og var spurður hvort ég væri að skrifa um Einar Pálsson." Óttar segist vera að brúa þennan neðanjarðarheim og koma honum til almennings í poppaðri og söluvænlegri bók. En hvað með þriðja og síðasta bindi ævisögu Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar? „Úff, Hannes er algjör spennitreyja," stynur Óttar. „Þetta er brandari sem fór of langt en ég verð auðvitað að klára hann."
Mest lesið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira