Hélt dótturinni fanginni til að forða henni frá fíkniefnum 29. apríl 2008 15:18 Austurríkismaðurinn Josef Fritzl hélt dóttur sinni fanginni í kjallara í 24 ár til þess að koma í veg fyrir að hún ánetjaðist fíkniefnum. Þannig hljómuðu skýringar Fritzl þegar hann var leiddur fyrir dómara í Austurríki í dag. Hann sagði enn fremur að það hefði verið hrein óhöpp að hann barnaði hana sex sinnum á þessum tíma en samtals eignaðist dóttir hans sjö börn. Eftir því sem austurríska blaði Kronen-Zeitung greinir frá viðurkenndi Fritzl fyrir dómara að hafa haft kynmök með dóttur sinni en hafnaði því að hafa lokkað hana niður í kjallara og haldið henni þar eins og skepnu. Sagði hann dótturina, Elisabeth, hafa verið baldið barn og hann óttast að hún yrði fíkniefnum að bráð. Þá kom fram í dómssal að Fritzl hefði ákveðið að ala upp þrjú af börnunum sex vegna þess að þau hefðu haft of mikinn hávaða í kjallaranum. Þess vegna skildi hann eftir miða fyrir utan húsið sem átti að vera frá Elisabeth þar sem foreldrarnir voru beðnir um að annast börnin. Með alvarlegar persónuleikaraskanir Fyrsta barnið var skilið eftir á tröppunum árið 1993 en hin tvö á árunum 1994 og 1996. Eins og fram hefur komið hefur DNA-rannsókn staðfest að hann sé faðir barnanna. Lögregla lýsir honum stjórnsömum manni með óvenju mikla kynhvöt og samkvæmt afbrotasérfræðingum glímir hann við alvarlegar persónuleikaraskanir. Fritzl var leiddur fyrir dómara þar sem fara átti fram á gæsluvarðhald yfir honum en yfirheyrslum lögreglu er langt því frá lokið. Meðal þess sem lögregla rannsakar frekar er hvernig eitt af börnunum sjö sem hann átti með dóttur sinni lést. Fritzel hefur viðurkennt að hafa brennt líkið og á hann hugsanlega yfir höfði sér dóm fyrir manndráp vegna þess að barnið fékk ekki nægilega umönnun eftir fæðingu. Mál Josef Fritzl Austurríki Mest lesið Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent „Nú er nóg komið“ Erlent Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Innlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Innlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Erlent Fleiri fréttir Utanríkismálanefnd fundaði í morgun og Rodríguez sver embættiseið Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Aðgerðasinnar tóku rafmagnið af Berlín Rúmlega þrjátíu Kúbverjar sagðir hafa fallið í Venesúela Búið að bera kennsl á alla sem létust í brunanum Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd „Nú er nóg komið“ „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Stjórn Maduro situr sem fastast „En við þurfum samt Grænland“ Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar „BRÁÐUM“ Mögulegt að íhlutun Bandaríkjamanna leiði til borgarastyrjaldar Utanríkisnefnd fundar vegna árásanna í Venesúela Hafa borið kennsl á sextán til viðbótar Segjast bæði hafa tekið við völdum Leiddur frá borði hlekkjaður og með bundið fyrir augu Pylsuhundur tók að sér fimm gríslinga Rekstraraðilar grunaðir um manndráp af gáleysi Dularfullt bleikt slím veldur ugg á Tasmaníu Fjölskyldur lýsa martraðarkenndri bið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Eldur við flugvöll á Grænlandi Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Sprenging eftir að gestir opnuðu út Sjá meira
Austurríkismaðurinn Josef Fritzl hélt dóttur sinni fanginni í kjallara í 24 ár til þess að koma í veg fyrir að hún ánetjaðist fíkniefnum. Þannig hljómuðu skýringar Fritzl þegar hann var leiddur fyrir dómara í Austurríki í dag. Hann sagði enn fremur að það hefði verið hrein óhöpp að hann barnaði hana sex sinnum á þessum tíma en samtals eignaðist dóttir hans sjö börn. Eftir því sem austurríska blaði Kronen-Zeitung greinir frá viðurkenndi Fritzl fyrir dómara að hafa haft kynmök með dóttur sinni en hafnaði því að hafa lokkað hana niður í kjallara og haldið henni þar eins og skepnu. Sagði hann dótturina, Elisabeth, hafa verið baldið barn og hann óttast að hún yrði fíkniefnum að bráð. Þá kom fram í dómssal að Fritzl hefði ákveðið að ala upp þrjú af börnunum sex vegna þess að þau hefðu haft of mikinn hávaða í kjallaranum. Þess vegna skildi hann eftir miða fyrir utan húsið sem átti að vera frá Elisabeth þar sem foreldrarnir voru beðnir um að annast börnin. Með alvarlegar persónuleikaraskanir Fyrsta barnið var skilið eftir á tröppunum árið 1993 en hin tvö á árunum 1994 og 1996. Eins og fram hefur komið hefur DNA-rannsókn staðfest að hann sé faðir barnanna. Lögregla lýsir honum stjórnsömum manni með óvenju mikla kynhvöt og samkvæmt afbrotasérfræðingum glímir hann við alvarlegar persónuleikaraskanir. Fritzl var leiddur fyrir dómara þar sem fara átti fram á gæsluvarðhald yfir honum en yfirheyrslum lögreglu er langt því frá lokið. Meðal þess sem lögregla rannsakar frekar er hvernig eitt af börnunum sjö sem hann átti með dóttur sinni lést. Fritzel hefur viðurkennt að hafa brennt líkið og á hann hugsanlega yfir höfði sér dóm fyrir manndráp vegna þess að barnið fékk ekki nægilega umönnun eftir fæðingu.
Mál Josef Fritzl Austurríki Mest lesið Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent „Nú er nóg komið“ Erlent Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Innlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Innlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Erlent Fleiri fréttir Utanríkismálanefnd fundaði í morgun og Rodríguez sver embættiseið Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Aðgerðasinnar tóku rafmagnið af Berlín Rúmlega þrjátíu Kúbverjar sagðir hafa fallið í Venesúela Búið að bera kennsl á alla sem létust í brunanum Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd „Nú er nóg komið“ „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Stjórn Maduro situr sem fastast „En við þurfum samt Grænland“ Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar „BRÁÐUM“ Mögulegt að íhlutun Bandaríkjamanna leiði til borgarastyrjaldar Utanríkisnefnd fundar vegna árásanna í Venesúela Hafa borið kennsl á sextán til viðbótar Segjast bæði hafa tekið við völdum Leiddur frá borði hlekkjaður og með bundið fyrir augu Pylsuhundur tók að sér fimm gríslinga Rekstraraðilar grunaðir um manndráp af gáleysi Dularfullt bleikt slím veldur ugg á Tasmaníu Fjölskyldur lýsa martraðarkenndri bið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Eldur við flugvöll á Grænlandi Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Sprenging eftir að gestir opnuðu út Sjá meira
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent