Fyrirlestrar og afmæli kartöflunnar 11. september 2008 04:00 Kartöflur hafa fætt og kætt Íslendinga í 250 ár. Akureyrarakademían, Félag sjálfstætt starfandi fræðimanna á Norðurlandi, hleypir í vikunni vetrarfyrirlestraröð sinni af stað á ný. Fyrirlestraröðinni var vel tekið síðasta vetur og sóttu erindin á þriðja hundrað manns, bæði félagar í Akademíunni og aðrir áhugasamir. Með fyrirlestrunum er ætlunin að bjóða upp á fjölbreytt efni af sem flestum sviðum vísindanna og búa þannig til vettvang fyrir fræðimenn að miðla efni sínu. Verða fyrirlestrarnir í vetur tíu talsins og verða haldnir á fimmtudögum kl. 17 í húsakynnum Akademíunnar í Gamla húsmæðraskólanum, Þórunnarstræti 99. Fyrsta fyrirlestur vetrarins heldur Tryggvi Hallgrímsson á morgun. Hann mun í framsögu sinni fjalla um áhrif snjóflóðavarna á samfélög á Íslandi. Akademían lætur þó ekki þar við sitja heldur stendur einnig fyrir allsherjar afmælismálþingi til heiðurs kartöflum um næstu helgi. Tilefnið er ekki eingöngu alþjóðlegt ár kartöflunnar í ár, heldur einnig 250 ára ræktunarafmæli kartaflna á Íslandi og það að 200 ár eru liðin síðan ræktun þeirra hófst í Búðargilinu á Akureyri. Málþingið er hugsað sem væn blanda af fræðum, listum, ræktun og matargerð. Þátt tekur garðyrkjufólk sem og ræktendur, myndlistarfólk, sagnfræðingar, bændur, dansari og tónlistarfólk. Matargerðarsnillingarnir á veitingastaðnum Friðriki V töfra fram kartöflurétti og hljómsveit leikur fyrir dansi um kvöldið. Málþingið, sem fer fram í húsnæði Akademíunnar, er öllum opið og er aðgangur ókeypis. Þingið hefst kl. 13 næstkomandi laugardag og stendur fram eftir kvöldi.- vþ Mest lesið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hafa aldrei rifist Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Lífið Fleiri fréttir Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Akureyrarakademían, Félag sjálfstætt starfandi fræðimanna á Norðurlandi, hleypir í vikunni vetrarfyrirlestraröð sinni af stað á ný. Fyrirlestraröðinni var vel tekið síðasta vetur og sóttu erindin á þriðja hundrað manns, bæði félagar í Akademíunni og aðrir áhugasamir. Með fyrirlestrunum er ætlunin að bjóða upp á fjölbreytt efni af sem flestum sviðum vísindanna og búa þannig til vettvang fyrir fræðimenn að miðla efni sínu. Verða fyrirlestrarnir í vetur tíu talsins og verða haldnir á fimmtudögum kl. 17 í húsakynnum Akademíunnar í Gamla húsmæðraskólanum, Þórunnarstræti 99. Fyrsta fyrirlestur vetrarins heldur Tryggvi Hallgrímsson á morgun. Hann mun í framsögu sinni fjalla um áhrif snjóflóðavarna á samfélög á Íslandi. Akademían lætur þó ekki þar við sitja heldur stendur einnig fyrir allsherjar afmælismálþingi til heiðurs kartöflum um næstu helgi. Tilefnið er ekki eingöngu alþjóðlegt ár kartöflunnar í ár, heldur einnig 250 ára ræktunarafmæli kartaflna á Íslandi og það að 200 ár eru liðin síðan ræktun þeirra hófst í Búðargilinu á Akureyri. Málþingið er hugsað sem væn blanda af fræðum, listum, ræktun og matargerð. Þátt tekur garðyrkjufólk sem og ræktendur, myndlistarfólk, sagnfræðingar, bændur, dansari og tónlistarfólk. Matargerðarsnillingarnir á veitingastaðnum Friðriki V töfra fram kartöflurétti og hljómsveit leikur fyrir dansi um kvöldið. Málþingið, sem fer fram í húsnæði Akademíunnar, er öllum opið og er aðgangur ókeypis. Þingið hefst kl. 13 næstkomandi laugardag og stendur fram eftir kvöldi.- vþ
Mest lesið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hafa aldrei rifist Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Lífið Fleiri fréttir Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið