Fýsn frumsýnd í kvöld 11. september 2008 06:00 Þórdís Elva Þorvaldsdóttir Bachmann leikskáld. MYND/e.ól. Annað kvöld frumsýnir Leikfélag Reykjavíkur á Nýja sviði Borgarleikhússins nýtt íslenskt verk, Fýsn eftir Þórdísi Elvu Þorvaldsdóttur Bachmann. Leikritið vann leikritasamkeppnina „Sakamál á svið“ sem LR stóð fyrir árið 2006. Var valið úr hópi rúmlega þrjátíu aðsendra leikrita í keppninni. Er þetta fyrsta verk Þórdísar sem Leikfélagið sýnir og þriðja verkið í þríleik eftir Þórdísi sem óhætt er að kalla eitt af athyglisverðustu leikskáldum af yngri kynslóðinni. Fyrsta verk þríleiksins, Brotið, var sýnt í Hafnarfjarðarleikhúsinu 2005, og í kjölfarið kom Hungur, sem var sýnt á litla sviði Borgarleikhússins 2006. Og nú lýkur þríleiknum með Fýsn. Marta Nordal, leikkona hjá Leikfélaginu, þreytir hér frumraun sína sem leikstjóri en þær Þórdís hafa unnið að uppsetningunni um nokkurt skeið. Að auki hefur Þórdís unnið að þróun verksins í samstarfi við leikhús í Ástralíu og Bretlandi. Til stóð að sýna verkið á síðasta leikári en því var frestað vegna þrengsla á Nýja sviðinu. Lífið virðist dans á rósum hjá ungum nýgiftum hjónum en fyrr en varir þurfa þau að horfast í augu við ógnvekjandi leyndarmál, segir í tilkynningu frá Leikfélaginu um efni verksins. Hversu vel þekkir maður maka sinn í raun? Leikmynd og búninga vinnur Rebekka A. Ingimundardóttir, tónmynd er eftir Elísabetu Indru Ragnarsdóttur, en lýsing er í höndum Þórðar Orra Péturssonar. Fjórir leikarar koma fram í verkinu: Sara Dögg Ásgeirsdóttir, Björn Ingi Hilmarsson, Víðir Guðmundsson, og Theodór Júlíusson. pbb@frettabladid.is Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Annað kvöld frumsýnir Leikfélag Reykjavíkur á Nýja sviði Borgarleikhússins nýtt íslenskt verk, Fýsn eftir Þórdísi Elvu Þorvaldsdóttur Bachmann. Leikritið vann leikritasamkeppnina „Sakamál á svið“ sem LR stóð fyrir árið 2006. Var valið úr hópi rúmlega þrjátíu aðsendra leikrita í keppninni. Er þetta fyrsta verk Þórdísar sem Leikfélagið sýnir og þriðja verkið í þríleik eftir Þórdísi sem óhætt er að kalla eitt af athyglisverðustu leikskáldum af yngri kynslóðinni. Fyrsta verk þríleiksins, Brotið, var sýnt í Hafnarfjarðarleikhúsinu 2005, og í kjölfarið kom Hungur, sem var sýnt á litla sviði Borgarleikhússins 2006. Og nú lýkur þríleiknum með Fýsn. Marta Nordal, leikkona hjá Leikfélaginu, þreytir hér frumraun sína sem leikstjóri en þær Þórdís hafa unnið að uppsetningunni um nokkurt skeið. Að auki hefur Þórdís unnið að þróun verksins í samstarfi við leikhús í Ástralíu og Bretlandi. Til stóð að sýna verkið á síðasta leikári en því var frestað vegna þrengsla á Nýja sviðinu. Lífið virðist dans á rósum hjá ungum nýgiftum hjónum en fyrr en varir þurfa þau að horfast í augu við ógnvekjandi leyndarmál, segir í tilkynningu frá Leikfélaginu um efni verksins. Hversu vel þekkir maður maka sinn í raun? Leikmynd og búninga vinnur Rebekka A. Ingimundardóttir, tónmynd er eftir Elísabetu Indru Ragnarsdóttur, en lýsing er í höndum Þórðar Orra Péturssonar. Fjórir leikarar koma fram í verkinu: Sara Dögg Ásgeirsdóttir, Björn Ingi Hilmarsson, Víðir Guðmundsson, og Theodór Júlíusson. pbb@frettabladid.is
Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira