Kaótískt ástand í bransanum 15. október 2008 05:45 Anthony Volodkin rekur tónlistarsíðuna Hype Machine sem nýtur mikilla vinsælda. Hann segir að ástandið í tónlistarheiminum sé kaótískt en fjölmörg sóknarfæri séu fyrir hendi.Ljósmynd/Julia Staples Anthony Volodkin, stofnandi einnar mikilvægustu tónlistarsíðu internetsins, Hype Machine (hypem.com), er staddur hérlendis til að taka þátt í tónlistarráðstefnunni You Are in Control á vegum Útflutningsskrifstofu íslenskrar tónlistar. Steinþór Helgi Arnsteinsson ræddi við Anthony um framtíðina í tónlist. Hypem.com-verkefnið hófst fyrir um þremur árum. Að eigin sögn stofnaði Anthony síðuna þar sem hann fann engan vettvang með umfjöllun um nýja tónlist sem hann var ánægður með. „Það var á þeim tíma sem ég rakst á tónlistarblogg en það kom mér mjög á óvart að sjá fólk skrifa um tónlist einfaldlega vegna þess að því líkaði hún," segir Anthony. Fljótlega í kjölfarið varð mikil sprengja á þessu sviði sem varð til þess að hann stofnaði Hype Machine, sem má lýsa sem eins konar safnmiðli fyrir öll helstu tónlistarbloggin, þar sem er hægt að leita eftir tónlistarmönnum, lögum og helstu bloggurum. Í upphafi náði síðan til 150 bloggara en nú eru bloggin um tvö þúsund enda þykir einkar eftirsóknarvert að vera hluti af þessu samfélagi. Síðan er öðru fremur ætluð til að kynnast nýrri tónlist en ekki til að hlusta á fría tónlist. Af þeim sökum segir Anthony að mörg plötufyrirtæki líti hýru auga til síðunnar og noti hana til að sjá hvaða tónlistarmenn eru að fá mesta „hæpið", það er hvaða tónlistarmenn er mest verið að leita eftir og um hverja er helst bloggað. Anthony telur síðuna ekki þurfa að einskorða sig við tónlistarblogg og sér í framtíðinni fyrir sér að hún geti stækkað til muna. „Við erum núna að vinna að ýmsum tólum sem geta hjálpað bloggurum að vinna sína vinnu enn betur og einnig tæki fyrir plötufyrirtæki til þess að fá betri yfirsýn yfir hvað allir þessir bloggarar eru að gera." Anthony var hérlendis í sumar að slaka á en kemur nú aftur til þess að sitja ráðstefnuna You Are in Control sem Útflutningsskrifstofa íslenskrar tónlistar heldur samhliða Airwaves-hátíðinni. En hver er við stjórnvölinn þessa stundina í tónlistarbransanum? „Margir hlutir eru að breytast mjög ört þessa stundina, þannig að staðan akkúrat núna er nokkuð óljós. Ég myndi þess vegna segja að breytingar væru við stjórnvölinn. Þrátt fyrir að ástandið sé kaótískt þá er það mjög spennandi því sóknarfærin eru fjölmörg." Mest lesið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Lífið Ást er: Skrifa sína eigin Rómeo og Júlíu Makamál „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Lífið Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Fögnuðu sigrum sínum langt fram á nótt Lífið Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Bíó og sjónvarp Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni Fleiri fréttir Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
Anthony Volodkin, stofnandi einnar mikilvægustu tónlistarsíðu internetsins, Hype Machine (hypem.com), er staddur hérlendis til að taka þátt í tónlistarráðstefnunni You Are in Control á vegum Útflutningsskrifstofu íslenskrar tónlistar. Steinþór Helgi Arnsteinsson ræddi við Anthony um framtíðina í tónlist. Hypem.com-verkefnið hófst fyrir um þremur árum. Að eigin sögn stofnaði Anthony síðuna þar sem hann fann engan vettvang með umfjöllun um nýja tónlist sem hann var ánægður með. „Það var á þeim tíma sem ég rakst á tónlistarblogg en það kom mér mjög á óvart að sjá fólk skrifa um tónlist einfaldlega vegna þess að því líkaði hún," segir Anthony. Fljótlega í kjölfarið varð mikil sprengja á þessu sviði sem varð til þess að hann stofnaði Hype Machine, sem má lýsa sem eins konar safnmiðli fyrir öll helstu tónlistarbloggin, þar sem er hægt að leita eftir tónlistarmönnum, lögum og helstu bloggurum. Í upphafi náði síðan til 150 bloggara en nú eru bloggin um tvö þúsund enda þykir einkar eftirsóknarvert að vera hluti af þessu samfélagi. Síðan er öðru fremur ætluð til að kynnast nýrri tónlist en ekki til að hlusta á fría tónlist. Af þeim sökum segir Anthony að mörg plötufyrirtæki líti hýru auga til síðunnar og noti hana til að sjá hvaða tónlistarmenn eru að fá mesta „hæpið", það er hvaða tónlistarmenn er mest verið að leita eftir og um hverja er helst bloggað. Anthony telur síðuna ekki þurfa að einskorða sig við tónlistarblogg og sér í framtíðinni fyrir sér að hún geti stækkað til muna. „Við erum núna að vinna að ýmsum tólum sem geta hjálpað bloggurum að vinna sína vinnu enn betur og einnig tæki fyrir plötufyrirtæki til þess að fá betri yfirsýn yfir hvað allir þessir bloggarar eru að gera." Anthony var hérlendis í sumar að slaka á en kemur nú aftur til þess að sitja ráðstefnuna You Are in Control sem Útflutningsskrifstofa íslenskrar tónlistar heldur samhliða Airwaves-hátíðinni. En hver er við stjórnvölinn þessa stundina í tónlistarbransanum? „Margir hlutir eru að breytast mjög ört þessa stundina, þannig að staðan akkúrat núna er nokkuð óljós. Ég myndi þess vegna segja að breytingar væru við stjórnvölinn. Þrátt fyrir að ástandið sé kaótískt þá er það mjög spennandi því sóknarfærin eru fjölmörg."
Mest lesið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Lífið Ást er: Skrifa sína eigin Rómeo og Júlíu Makamál „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Lífið Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Fögnuðu sigrum sínum langt fram á nótt Lífið Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Bíó og sjónvarp Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni Fleiri fréttir Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira