Hvað breytist? Þorsteinn Pálsson skrifar 9. júní 2008 06:00 Eðlilega sætir það tíðindum þegar breyting verður á leiðtogahlutverki forystuflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur. Sjálfstæðisflokkurinn hefur varist í vök um nokkurt skeið í þessu höfuðvígi. Munu þau tíðindi sem kynnt voru um helgina breyta þeirri stöðu? Fyrst um sinn verður ekki séð að þau hafi afgerandi áhrif. Á síðari stigum gæti það hins vegar gerst. Eins og sakir standa er fátt skrifað á vegginn þar um. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, fyrrverandi borgarstjóri, sýnist hafa leitt þessa breytingu skynsamlega. Segja má að hann hefði getað gert það nokkrum mánuðum fyrr en það skiptir ekki máli í stöðunni. Vel fer á því að hann taki við hlutverki forseta borgarstjórnar. Ef litið er fram hjá REI-málinu var hann farsæll og reyndar fremur vinsæll borgarstjóri og á að baki langan og árangursríkan feril. Það er sérkennileg tilviljun að sama dag og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson velur til að láta borgarstjórnarflokk sjálfstæðismanna taka ákvörðun um leiðtogaskiptin staðfestir fyrrverandi forstjóri Orkuveitunnar í viðtali í þessu blaði að minnisblað um rétt starfsmanna fyrirtækisins til hlutabréfakaupa í REI hafi þáverandi borgarstjóri ekki séð á umdeildum stjórnar- og eigendafundi. Spurningin um þetta var upphafið að þeim trúnaðarvanda sem hann hefur glímt við frá því á haustdögum. Þessari óvissu hefði einnig mátt eyða fyrr. Valið á Hönnu Birnu Kristjánsdóttur sem leiðtoga fyrir borgarstjórnarflokki sjálfstæðismanna er eðlilegt af tveimur ástæðum. Í fyrsta lagi var hún í öðru sæti framboðslistans og stendur þannig næst hlutverkinu. Í öðru lagi virðist hún hafa haft forystu fyrir þeim viðbrögðum sexmenninganna svokölluðu við sameiningu REI og Geysis Green sem voru raunveruleg rót fyrri meirihlutaskiptanna. Þau viðbrögð báru augljós merki um vilja til að nálgast stefnu Vinstri græns í orkunýtingarmálum. Stærsta orkufyrirtæki landsins hefur verið í uppnámi síðan. Hundraðdagameirihlutinn, undir forystu Samfylkingarinnar, fylgdi stefnu VG. Núverandi meirihluti hefur einnig gert það í grundvallaratriðum. Orkumálin verða fyrsti prófsteinninn á nýja leiðtogann. Fjármál borgarinnar verða annar prófsteinn. Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni tókst með þáverandi samstarfsflokki að koma þeim í rétt horf eftir langa óreiðu. Nýr leiðtogi verður að sýna að það haldi út kjörtímabilið ætli hann að vinna til traustsins. Skoðanakannanir benda til þess eins og sakir standa að Samfylkingin og Vinstri grænt geti myndað tveggja flokka meirihluta eftir næstu kosningar. Iðnaðarráðherra hefur boðað slíkt samstarf. Ef Framsóknarflokknum tekst ekki að brjóta þessa stöðu upp sýnist hann vera dæmdur úr leik á næsta kjörtímabili hvort heldur hann fær mann í borgarstjórn eða ekki. Núverandi meirihlutasamstarf er úr sögunni í síðasta lagi við næstu kosningar. Nýr leiðtogi Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn á tveggja kosta völ um kosningamarkmið: Annars vegar að stefna að hreinum meirihluta. Við svo búið sýnist það vera þungur róður. Hins vegar að freista þess að rjúfa það heilaga bandalag sem iðnaðarráðherrann segir að nú sé á milli Samfylkingar og VG. Þó að nýr leiðtogi muni eðlilega ekki tala skýrt um hernaðarlist sína að þessu leyti verður unnt að ráða í þá spurningu af málflutningi hans. Alltént mun reyna á nýjan leiðtoga við það vandasama verk að vinna til traustsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun
Eðlilega sætir það tíðindum þegar breyting verður á leiðtogahlutverki forystuflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur. Sjálfstæðisflokkurinn hefur varist í vök um nokkurt skeið í þessu höfuðvígi. Munu þau tíðindi sem kynnt voru um helgina breyta þeirri stöðu? Fyrst um sinn verður ekki séð að þau hafi afgerandi áhrif. Á síðari stigum gæti það hins vegar gerst. Eins og sakir standa er fátt skrifað á vegginn þar um. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, fyrrverandi borgarstjóri, sýnist hafa leitt þessa breytingu skynsamlega. Segja má að hann hefði getað gert það nokkrum mánuðum fyrr en það skiptir ekki máli í stöðunni. Vel fer á því að hann taki við hlutverki forseta borgarstjórnar. Ef litið er fram hjá REI-málinu var hann farsæll og reyndar fremur vinsæll borgarstjóri og á að baki langan og árangursríkan feril. Það er sérkennileg tilviljun að sama dag og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson velur til að láta borgarstjórnarflokk sjálfstæðismanna taka ákvörðun um leiðtogaskiptin staðfestir fyrrverandi forstjóri Orkuveitunnar í viðtali í þessu blaði að minnisblað um rétt starfsmanna fyrirtækisins til hlutabréfakaupa í REI hafi þáverandi borgarstjóri ekki séð á umdeildum stjórnar- og eigendafundi. Spurningin um þetta var upphafið að þeim trúnaðarvanda sem hann hefur glímt við frá því á haustdögum. Þessari óvissu hefði einnig mátt eyða fyrr. Valið á Hönnu Birnu Kristjánsdóttur sem leiðtoga fyrir borgarstjórnarflokki sjálfstæðismanna er eðlilegt af tveimur ástæðum. Í fyrsta lagi var hún í öðru sæti framboðslistans og stendur þannig næst hlutverkinu. Í öðru lagi virðist hún hafa haft forystu fyrir þeim viðbrögðum sexmenninganna svokölluðu við sameiningu REI og Geysis Green sem voru raunveruleg rót fyrri meirihlutaskiptanna. Þau viðbrögð báru augljós merki um vilja til að nálgast stefnu Vinstri græns í orkunýtingarmálum. Stærsta orkufyrirtæki landsins hefur verið í uppnámi síðan. Hundraðdagameirihlutinn, undir forystu Samfylkingarinnar, fylgdi stefnu VG. Núverandi meirihluti hefur einnig gert það í grundvallaratriðum. Orkumálin verða fyrsti prófsteinninn á nýja leiðtogann. Fjármál borgarinnar verða annar prófsteinn. Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni tókst með þáverandi samstarfsflokki að koma þeim í rétt horf eftir langa óreiðu. Nýr leiðtogi verður að sýna að það haldi út kjörtímabilið ætli hann að vinna til traustsins. Skoðanakannanir benda til þess eins og sakir standa að Samfylkingin og Vinstri grænt geti myndað tveggja flokka meirihluta eftir næstu kosningar. Iðnaðarráðherra hefur boðað slíkt samstarf. Ef Framsóknarflokknum tekst ekki að brjóta þessa stöðu upp sýnist hann vera dæmdur úr leik á næsta kjörtímabili hvort heldur hann fær mann í borgarstjórn eða ekki. Núverandi meirihlutasamstarf er úr sögunni í síðasta lagi við næstu kosningar. Nýr leiðtogi Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn á tveggja kosta völ um kosningamarkmið: Annars vegar að stefna að hreinum meirihluta. Við svo búið sýnist það vera þungur róður. Hins vegar að freista þess að rjúfa það heilaga bandalag sem iðnaðarráðherrann segir að nú sé á milli Samfylkingar og VG. Þó að nýr leiðtogi muni eðlilega ekki tala skýrt um hernaðarlist sína að þessu leyti verður unnt að ráða í þá spurningu af málflutningi hans. Alltént mun reyna á nýjan leiðtoga við það vandasama verk að vinna til traustsins.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun