Ina verðlaunuð 30. september 2008 04:00 Sýningin Ambra hlaut nýverið Norsku gagnrýnenda-verðlaunin. Norski danshöfundurinn Ina Christel Johannessen hlaut í síðustu viku Norsku gagnrýnendaverðlaunin fyrir verk sitt Ömbru sem hún samdi fyrir Íslenska dansflokkinn og dansflokkinn Carte Blanche í samvinnu við Listahátíð í Reykjavík og Listahátíðina í Bergen. Verkið var sýnt hér á Íslandi í byrjun sumars við góðar undirtektir gagnrýnenda og áhorfenda, og hefur síðan verið sýnt bæði í Bergen og í Ósló. Ina Christel Johannessen er einn af áhugaverðustu danshöfundum Evrópu um þessar mundir. Hún samdi Ömbru í samstarfi við íslensku tónlistarkonurnar Kiru Kiru og Hildi Ingveldardóttur Guðnadóttur ásamt Þjóðverjanum Dirk Desselhaus. Um 20 dansarar taka þátt í sýningunni ásamt myndarlegri beinagrind úr stóreflis hval. Í umsögn sinni um Ömbru sagði dómnefnd Norsku gagnrýnendaverðlaunanna að verkið væri stórsýning sem markaði sannkölluð tímamót fyrir listgreinarnar dans, tónlist og sjónræna sköpun. Dómnefndin sagði enn fremur að hreyfingar dansaranna ljæðu verkinu sinfónískan blæ og að það myndi eflaust eiga sér langan líftíma. Ekki amaleg umsögn það. Í fréttatilkynningu sem Íslenski dansflokkurinn sendi frá sér í tilefni verðlaunanna kemur fram ánægja með vel heppnað samstarf danshöfundar og dansflokka. „Ina og hennar samstarfsfólk sem og dansarar flokkanna beggja eru vel að þessum verðlaunum komin og erum við stolt af þessu vel heppnaða norræna samstarfi," segir Katrín Hall, listrænn stjórnandi Íslenska dansflokksins. Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Norski danshöfundurinn Ina Christel Johannessen hlaut í síðustu viku Norsku gagnrýnendaverðlaunin fyrir verk sitt Ömbru sem hún samdi fyrir Íslenska dansflokkinn og dansflokkinn Carte Blanche í samvinnu við Listahátíð í Reykjavík og Listahátíðina í Bergen. Verkið var sýnt hér á Íslandi í byrjun sumars við góðar undirtektir gagnrýnenda og áhorfenda, og hefur síðan verið sýnt bæði í Bergen og í Ósló. Ina Christel Johannessen er einn af áhugaverðustu danshöfundum Evrópu um þessar mundir. Hún samdi Ömbru í samstarfi við íslensku tónlistarkonurnar Kiru Kiru og Hildi Ingveldardóttur Guðnadóttur ásamt Þjóðverjanum Dirk Desselhaus. Um 20 dansarar taka þátt í sýningunni ásamt myndarlegri beinagrind úr stóreflis hval. Í umsögn sinni um Ömbru sagði dómnefnd Norsku gagnrýnendaverðlaunanna að verkið væri stórsýning sem markaði sannkölluð tímamót fyrir listgreinarnar dans, tónlist og sjónræna sköpun. Dómnefndin sagði enn fremur að hreyfingar dansaranna ljæðu verkinu sinfónískan blæ og að það myndi eflaust eiga sér langan líftíma. Ekki amaleg umsögn það. Í fréttatilkynningu sem Íslenski dansflokkurinn sendi frá sér í tilefni verðlaunanna kemur fram ánægja með vel heppnað samstarf danshöfundar og dansflokka. „Ina og hennar samstarfsfólk sem og dansarar flokkanna beggja eru vel að þessum verðlaunum komin og erum við stolt af þessu vel heppnaða norræna samstarfi," segir Katrín Hall, listrænn stjórnandi Íslenska dansflokksins.
Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira