Eiríkur: Verðum að slá frá okkur Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 16. apríl 2008 15:14 Eiríkur í leik með ÍR gegn KR fyrr á tímabilinu. Mynd/Arnþór Eiríkur Önundarson lofar því að ÍR-ingar munu leggja allt sitt í oddaleikinn gegn Keflavík í kvöld og standa uppi sem sigurvegarar. Keflavík tekur á móti ÍR í oddaleik liðanna í undanúrslitum úrslitakeppni Iceland Express deildar karla. Sigurvegarinn mætir Snæfelli í úrslitum. Keflavík varð deildarmeistari og lagði Þór örugglega í fyrstu umferðinni. ÍR lenti hins vegar í sjöunda sæti deildarinnar en tókst að leggja Íslandsmeistara KR að velli í fyrstu umferðinni. ÍR kom svo flestum að óvörum með því að vinna fyrstu tvo leikina gegn Keflavík en Suðurnesjamenn svöruðu með því að vinna næstu tvo. Það er því komið að oddaleiknum í rimmunni í kvöld. „Hvernig sem leikurinn fer í kvöld verður brotið blað í sögu úrslitakeppninnar," sagði Eiríkur í samtali við Vísi. „Ef við töpum verður það í fyrsta skipti sem lið kemst 2-0 yfir en tapar svo rimmunni. Ef við vinnum verður það í fyrsta skipti sem lið frá Suðurnesjum keppir ekki í úrslitunum." Hann segir að ÍR-ingar séu vanir því að vera lítilmagninn og það kæmi honum ekki á óvart ef fleiri reikna með sigri Keflvíkinga í kvöld. „Við byrjuðum á því að spila við liðið sem lenti í öðru sæti og erum nú að kljást við deildarmeistarana. En að mínu viti erum við með betra lið en Keflavík ef við náum að spila okkar leik. Það sýndi sig í fyrstu tveimur leikjunum í þessari rimmu." „Það sýndi sig samt líka að ef við erum ekki rétt innstilltir og þeir ná að spila sinn besta leik eru þeir betri, rétt eins og í síðustu tveimur leikjum." „Ég tel því að það eru helmingslíkur að við vinnum þennan leik í kvöld og ég geri ráð fyrir jöfnum og spennandi leik þar sem úrslit munu ekki ráðast fyrr en í lokin, eins og í öllum úrslitaleikjum. Ég tel ekki að annað liðið muni valta yfir hitt - við munum allavega ekki láta það koma fyrir okkur. Við munum mæta klárir í slaginn og gera allt sem við getum til að vinna þennan leik." Eiríkur segir að sínir menn hafi fyrst og fremst lært það af síðustu tveimur leikjum að liðið þurfi að spila almennilega vörn til að vinna Keflvíkinga. „Í tapleikjunum tveimur fengum við meira en 100 stig á okkur að meðaltali en um 80 stig í hinum leikjunum. Það er gríðarlega mikill munur á þessu tvennu og þetta er bara í hausnum á okkur. Þetta er bara spurning um vilja." „Við þurfum líka að passa okkur á því að leyfa þeim ekki keyra leikhraðann upp því þá eru þeir illviðráðanlegir. Við þurfum að stjórna hraðanum og spila ákveðnari varnarleik." Mönnum hefur verið tíðrætt eftir undanfarna leiki hvort Keflvíkingar hafi verið of grófir í sínum leikstíl en Eiríkur segir að það sé undir ÍR-ingum sjálfum komið að svara því. „Það er auðvitað munur á því að spila góða og ákveðna vörn og svo „dirty" vörn. En við ætlum okkur að spila okkar varnarleik miklu mun betur eins og við sýndum í fyrstu tveimur leikjunum að við getum vel gert." „Ég á heldur ekki von á því að dómararnir munu breyta sinni línu eftir þessa umræðu. Það er alvitað að þegar í úrslitakeppnina er komið eru leikirnir harðari og grófari, sérstaklega í svona úrslitaleik eins og í kvöld. Menn verða bara að slá frá sér ef þeir eru sjálfir slegnir." Dominos-deild karla Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Körfubolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Körfubolti Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Körfubolti Fleiri fréttir „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Sjá meira
Eiríkur Önundarson lofar því að ÍR-ingar munu leggja allt sitt í oddaleikinn gegn Keflavík í kvöld og standa uppi sem sigurvegarar. Keflavík tekur á móti ÍR í oddaleik liðanna í undanúrslitum úrslitakeppni Iceland Express deildar karla. Sigurvegarinn mætir Snæfelli í úrslitum. Keflavík varð deildarmeistari og lagði Þór örugglega í fyrstu umferðinni. ÍR lenti hins vegar í sjöunda sæti deildarinnar en tókst að leggja Íslandsmeistara KR að velli í fyrstu umferðinni. ÍR kom svo flestum að óvörum með því að vinna fyrstu tvo leikina gegn Keflavík en Suðurnesjamenn svöruðu með því að vinna næstu tvo. Það er því komið að oddaleiknum í rimmunni í kvöld. „Hvernig sem leikurinn fer í kvöld verður brotið blað í sögu úrslitakeppninnar," sagði Eiríkur í samtali við Vísi. „Ef við töpum verður það í fyrsta skipti sem lið kemst 2-0 yfir en tapar svo rimmunni. Ef við vinnum verður það í fyrsta skipti sem lið frá Suðurnesjum keppir ekki í úrslitunum." Hann segir að ÍR-ingar séu vanir því að vera lítilmagninn og það kæmi honum ekki á óvart ef fleiri reikna með sigri Keflvíkinga í kvöld. „Við byrjuðum á því að spila við liðið sem lenti í öðru sæti og erum nú að kljást við deildarmeistarana. En að mínu viti erum við með betra lið en Keflavík ef við náum að spila okkar leik. Það sýndi sig í fyrstu tveimur leikjunum í þessari rimmu." „Það sýndi sig samt líka að ef við erum ekki rétt innstilltir og þeir ná að spila sinn besta leik eru þeir betri, rétt eins og í síðustu tveimur leikjum." „Ég tel því að það eru helmingslíkur að við vinnum þennan leik í kvöld og ég geri ráð fyrir jöfnum og spennandi leik þar sem úrslit munu ekki ráðast fyrr en í lokin, eins og í öllum úrslitaleikjum. Ég tel ekki að annað liðið muni valta yfir hitt - við munum allavega ekki láta það koma fyrir okkur. Við munum mæta klárir í slaginn og gera allt sem við getum til að vinna þennan leik." Eiríkur segir að sínir menn hafi fyrst og fremst lært það af síðustu tveimur leikjum að liðið þurfi að spila almennilega vörn til að vinna Keflvíkinga. „Í tapleikjunum tveimur fengum við meira en 100 stig á okkur að meðaltali en um 80 stig í hinum leikjunum. Það er gríðarlega mikill munur á þessu tvennu og þetta er bara í hausnum á okkur. Þetta er bara spurning um vilja." „Við þurfum líka að passa okkur á því að leyfa þeim ekki keyra leikhraðann upp því þá eru þeir illviðráðanlegir. Við þurfum að stjórna hraðanum og spila ákveðnari varnarleik." Mönnum hefur verið tíðrætt eftir undanfarna leiki hvort Keflvíkingar hafi verið of grófir í sínum leikstíl en Eiríkur segir að það sé undir ÍR-ingum sjálfum komið að svara því. „Það er auðvitað munur á því að spila góða og ákveðna vörn og svo „dirty" vörn. En við ætlum okkur að spila okkar varnarleik miklu mun betur eins og við sýndum í fyrstu tveimur leikjunum að við getum vel gert." „Ég á heldur ekki von á því að dómararnir munu breyta sinni línu eftir þessa umræðu. Það er alvitað að þegar í úrslitakeppnina er komið eru leikirnir harðari og grófari, sérstaklega í svona úrslitaleik eins og í kvöld. Menn verða bara að slá frá sér ef þeir eru sjálfir slegnir."
Dominos-deild karla Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Körfubolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Körfubolti Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Körfubolti Fleiri fréttir „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Sjá meira